Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 32

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202132 Starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila afgerandi sigurvegarar Skessuhorn hefur frá upphafi útgáfu gengist fyrir vali á Vest- lendingi ársins. Valið stendur yfir í desember ár hvert þar sem auglýst er eftir tilnefningum frá almenningi sem ritstjórn vinnur úr. Vestlendingar ársins eru því næst kynntir í byrjun nýs árs. Niðurstaðan var afgerandi. Vestlendingar ársins 2020 var starfsfólk sjö dvalar- og hjúkrunarheimila á Vesturlandi. Þessi stóri hópur fólks á miklar þakkir skildar fyrir frumkvæði, elju og fórnfýsi til að verja heimili fólks fyrir kórónuveirunni. Heimilin eru: Brákarhlíð í Borgarnesi, Dvalarheimili aldr- aðra í Stykkishólmi, Fellaskjól í Grundarfirði, Jaðar í Ólafs- vík, Silfurtún í Búðardal, Hjúkrunarheimilið Fellsenda í Döl- um og Höfði á Akranesi. Fimm fulltrúar þessara heimila tóku við blómum og viðurkenningarskjali við athöfn á N1 í Borg- arnesi í upphafi þessa árs, þar sem meðfylgjandi mynd var tek- in. Starfsfólk tveggja heimila áttu ekki heimangengt þegar af- hending fór fram. Fyrsti Vestlendingurinn Fyrsti Vestlendingurinn á nýju ári kom í heiminn um nón- bil 3. janúar. Var það stór og myndarleg stúlka frá Borgarnesi sem fékk nafnið Lea Mjöll. „Fæðingin gekk mjög vel og hratt fyrir sig,“ sagði Íris Gunnarsdóttir, móðir Leu Mjallar. Lea Mjöll er þriðja barn þeirra Írisar og Davíðs Ásgeirssonar. Bólusetningar Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk í fram- línunni á Vesturlandi gegn Covid-19 að morgni 29. desember 2020. Fyrst til að fá bólusetningu í landshlutanum voru Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutningamaður. Á fyrsta ársfjórðungi voru elstu aldurs- hóparnir, framlínufólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma bólusett. Í lok júní höfðu allir 16 ára og eldri fengið boð um að þiggja bólusetningu. Í ágúst var byrjað að bólusetja börn frá tólf ára aldri með bóluefni Pfizer og er í dag búið að bólu- setja um 90% landsmanna frá tólf ára aldri. Þó reyndist bólu- setningin ekki losa okkur alveg við veiruna og var því ákveðið að bjóða upp á örvunarbólusetningu nú í nóvember og des- ember. Guðlaug fékk tilnefningu Guðlaug við Langasand á Akranesi var tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022 sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr. Harpan í Reykjavík hlaut þessi verðlaun árið 2013. Umhverfisslys við uppskipun á sementi Íbúar á Akranesi urðu fyrir tjóni aðfararnótt þriðjudagsins 5. janúar, þegar eitthvað fór úrskeiðis við dælingu á sementi úr flutningaskipinu UBD Cartagena við sementsbryggjuna á Akranesi. Dældist sement upp úr sílóinu og sements ryklag lagðist yfir nærliggjandi götur, hús og bíla. Nú á haust- mánuðum kom yfirlýsing frá VÍS til tjónþola þar sem bóta- skylda var viðurkennd. En íbúar á þessu svæði hafa nú margir leitað réttar síns til lögmanna þar sem þeir segjast lítil sem engin viðbrögð hafa fengið frá tryggingafélaginu, þrátt fyr- ir loforð. Kerlingin höfðinu styttri Í gegnum Kerlingarskarð á Snæfellsnesi liggur fyrrum þjóð- leið sem tengir suður- og norðurhluta Snæfellsness, en eft- ir að vegurinn um Vatnaleið var opnaður 2001 hefur gamla þjóðveginum ekki verið haldið við. Efst á Kerlingarskarði er steintröll sem kallast Kerlingin og svo virðist sem höfuðið hafi dottið af henni. Ef marka má myndir sem Sumarliði Ásgeirs- son fréttaritari tók af Kerlingunni í Kerlingaskarði á Snæfells- nesi í upphafi árs. Endurvöktu Skagarúntinn Alexander Aron Guðjónsson ákvað að endurvekja Skagarúnt- inn um Skólabraut og nágrenni í miðbæ Akraness eitt mið- vikudagskvöld í janúar. Hvatti hann Skagamenn til að hittast á rúntinum og óhætt er að segja að þátttakan hafi farið fram úr björtustu vonum, en götur miðbæjarins bókstaflega stapp- fylltust af bílum sem á tímabili mjökuðust vart áfram. Raðað á lista í Norðvesturkjördæmi Ásmundur Einar Daðason tilkynnti í janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknar í Norðvestur- kjördæmi í kosningunum í september, þrátt fyrir að staða hans Það sætir tíðindum Fréttaannáll 2021 í máli og myndum Ágæti lesandi! Árið 2021 var ekki eftirbátur fyrri ára hér á Vesturlandi, nema síður væri. Við héldum áfram í rússíbana covidveirunnar sem gekk yfir okk- ur í bylgjum allt árið og má segja að við séum núna orðin nokkuð sjóuð í að aðlagast breytingum með skömmum fyrirvara. Í raun er alveg merkilegt hversu öflugt mannlífið hefur verið hér á Vesturlandi á árinu þrátt fyrir aðstæður. Það voru haldnar bæjarhátíðir og menningarviðburðir um allan landshlutann og ný fyrirtæki urðu til, verslanir og veitingastaðir voru opn- aðir og svo mætti lengi telja. Ef veiran fór að dreifa sér voru Vestlendingar ekki lengi að bregðast við og finna lausnir. Listsýningar voru færðar af veggjum og settar út í glugga, og viðburðir voru færðir á stafrænt form, þorrablótum og tónleikum var streymt heim í stofu og allt var gert til að leika á veiruna og stöðva útbreiðslu hennar. Veiran var samt þrautseigari en við höfðum vonað og nú í byrjun vetrar lét hún svo sannarlega finna fyrir sér hér á Vesturlandi. Við á ritstjórn Skessuhorns náðum að halda okkar striki þrátt fyrir faraldurinn og stóðum fréttavaktina, kannski aðeins meira á kontórnum en í venjulegu árferði. Það verður að viðurkennast að við söknuðum þess að stökkva upp í bíl og keyra um landshlutann, hitta fólk og sjá fréttirnar gerast í rauntíma og upplifa menningarlífið á Vesturlandi í meiri nálægð. En það var fleira en kóvid sem var áberandi á árinu því þetta var líka kosningaár og margt nýtt fólk tók sæti á þingi nú í lok árs. Talning atkvæða hér í Norð- vesturkjördæmi gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og sitthvað þar sem betur hefði mátt fara. En það er mál sem við munum eflaust fá að heyra meira af næstu misserin. Við upplifðum líka jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í fáeinar vikur snemma á árinu en lauk svo þegar eldgos hófst í Geldingadölum á Reykjanesi. Gosið stóð yfir í hálft ár. Gosmóða lék Vestlendinga grátt í sumar þegar hún lá yfir landshlutanum svo dögum skipti. En hér verður stiklað á stóru yfir atburði ársins 2021 í máli og myndum. Kæru lesendur! Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og takk fyrir að lesa Skessuhorn. Anna Rósa Guðmundsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.