Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 42

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 42
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202142 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum Slökkviliðsmenn voru útskrifaðir Slökkviliðsmenn voru útskrifaðir úr fullnaðarnámi hjá Slökkviliði Borgarbyggðar í júní. Er þetta í fyrsta skipti í sögu slökkviliðsins sem slökkviliðsmenn eru útskrifaðir eft- ir að hafa setið námskeiðin hjá liðinu sjálfu en fyrir um ári fékkst sú viðurkenning hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að Slökkvilið Borgarbyggðar annaðist sjálft fræðslu auk bók- og verklegrar kennslu á námskeiðum fyrir sína liðsmenn. Alls voru þetta 23 nemendur sem útskrifuðust með það nám á bakinu. Í haust var auglýst eftir áhugasömum umsækjendum í störf hjá slökkviliðinu. Á fjórða tug mætti á kynningarfund og á þriðja tug stóðst inntökupróf og er nú í þjálfun. Ánægjulegt að hluti hópsins eru konur. Valgerður Bæjarlistamaður Akraness Á þjóðhátíðardaginn var tilkynnt að Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona hefði hlotið titilinn Bæjarlistamaður Akraness 2021. Góð grásleppuvertíð Grásleppuvertíðin var mjög góð í ár og mokveiddist á Breiða- firði alla vertíðina. Hugrún DA-1 sem gerð var út frá Skarðs- stöð á Skarðsströnd í Dölum var aflahæsti grásleppubáturinn þetta árið. Það eru feðgarnir Gísli Baldursson og Baldur Þórir Gíslason, ásamt Quentin Monner, sem skipa áhöfn Hugrún- ar. Vertíðinni lauk miðvikudaginn 24. júní og var heildarafli Hugrúnar DA-1 um 115 tonn eftir vertíðina. Fyrsta skipið til að leggjast að nýju bryggjunni Fimmtudaginn 1. júlí lagðist skemmtiferðaskipið Le Dumont D Urville að nýju bryggjunni í Grundarfirði og var það fyrsta skipið sem lagðist þar að. Nýja bryggjan hefur verið mik- ið notuð síðan, en fjöldi stórra togara sem eiga heimahafn- ir annarsstaðar á landinu hafa landað afla í Grundarfirði nú á haustmánuðum. Þakkaði þríeykinu Handverksmaðurinn og hönnuðurinn Svavar Garðarsson í Búðardal kom fyrir fallegri blómaskreytingu á áberandi stað í heimabæ sínum í sumar. Þar var þeim Þórólfi, Ölmu, Víði og öllum hinum, þakkað framlag sitt fyrir að standa í stafni í bar- áttunni við Covid-19. Sóley valin íbúi ársins á Reykhólum Á Reykhóladögum í sumar var Sóley Vil- hjálmsdóttir í Króks- fjarðarnesi valin íbúi ársins í Reykhólahreppi. „Sóley hefur alla tíð ver- ið dugleg og drífandi í ýmis konar félagsstarfi. Hún vann um árabil í útibúi Landsbankans í Króksfjarðarnesi, síðast sem útibús- stjóri, allt þar til útibúið var lagt niður. Þjónusta hennar við viðskiptavini útibúsins var einstaklega góð og ævinlega hugs- að í lausnum þegar úrlausnarefni bar að höndum,“ var sagt í umsögn um Sóleyju. Legsteinahúsinu bjargað á ögurstundu Á árinu var reynt að ná sáttum í deilu um Legsteinahús á Húsafelli en það mál á sér langa sögu sem Skessuhorn hef- ur ítarlega fjallað um síðustu ár. Í ágúst virtist útilokað að sátt myndi nást í deilunni og ákveðið var að rífa húsið fimmtu- daginn 12. ágúst. Þegar sá dagur rann upp var búið að gera allt klár til að hefja niðurrif þegar málsaðilar voru boðaðir til fundar þar sem átti að gera lokatilraun til að ná sáttum. Lauk fundinum loks með samningsdrögum og var niðurrifi frestað í hálftíma í senn frá klukkan 14 þar til málinu lauk farsæl- lega með undirritun samnings um klukkan 16. Legsteinahús- ið stendur því enn og mun standa um ókomin ár. Stefán Gísli varð Íslandsmeistari Stefán Gísli Örlygsson, úr Skotfélagið Akraness, varð Íslands- meistari í karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu í leirdúfuskot- fimi, sem fram fór á velli skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn í ágúst. Grafa sökk í mýri Grafa sökk í mýri á Mýrunum í lok ágústmánaðar. Unnið var við að plægja niður ljósleiðara í Kolviðarsundi, sem er mýr- lendi í landi Miðhúsa í Álftaneshreppi. 24 tonna grafa fylgdi í kjölfar jarðýtu sem plægt hafði niður strenginn og var hlut- verk gröfumannsins að lagfæra plógfarið. Ekki vildi betur til en svo að grafan sökk hratt svo aðeins bóman stóð upp úr jörðinni. Fengin var aðstoð; mannskapur og öflugar gröfur frá Borgarverki í Borgarnesi og Þrótti á Akranesi til að freista þess að ná gröfunni upp. Tókst að lokum að hálfpartinn velta henni upp á þurrt og koma upp á dráttarvagn, talsvert laskaðri. Ívar dómari ársins Ívar Orri Kristjánsson var valinn dómari ársins af leikmönn- um Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Ívar Orri er fædd- ur í Dölunum og bjó þar til níu ára aldurs en flutti þá í Borg- arnes og var þar í tæp ellefu ár. Síðan flutti hann á Skagann um tvítugt og býr þar enn. Skessuhorn festi kaup á dróna Skessuhorn festi kaup á dróna í septembermánuði en tækið er ætlað til nota við fréttamyndatökur af húsum, höfnum og ýmsu öðru. Er þetta kærkomin viðbót við tækjakost Skessu- horns og í viku hverri hafa blaðamenn síðan getað nýtt mynd- ir sem teknar hafa verið úr meiri hæð en áður var kostur. KG Fiskverkun keypti Valafell KG Fiskverkun ehf. í Rifi keypti á haustmánuðum allt hluta- fé í fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækinu Valafelli ehf. í Ólafs- vík. Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. KG Fisk- verkun ehf. er öflugt útgerðarfélag, sem gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Rifi. Þá rekur félagið einnig fisk- vinnslu í Snæfellsbæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.