Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 46

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 46
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202146 Kveðjur úr héraði Árið 2021 er árið sem maður hélt að covid væri búið og við gætum ferðast saman, farið í okkar árlegu utanlandsferð en það var ekki raun- in, heldur vorum við bara heima og nutum þess. Sumarið var ekki nógu gott fyrir bændur. Fyrri heyskap- ur gekk vel en seinni heyskapur var ekki búinn fyrr en í október sem er rúmum mánuði seinna en í venju- legu árferði. Við fórum í útilegu, samt bara eina og vonandi verða þær fleiri næsta sumar. Í ár eru komin 21 ár síðan ég byrjaði að búa og halda jólin með minni fjölskyldu. Við höfum skap- að okkar eigin hefðir. Sem dæmi skreytum við jólatréð mun fyrr en gert var þegar ég var barn, þá var alltaf allt skreytt á Þorláksmessu og átti hvert skraut sinn stað. Á að- ventunni var allt þrifið hátt og lágt og átti hver og einn í fjölskyldunni sína skúffu og sinn skáp til að þrífa. Í dag er það ekki eitthvað sem við fjölskyldan eyðum tíma í aðallega vegna þess að ég skil ekki hvers vegna fólk nýtir svartasta skamm- degið til að þrífa. Það gerðist ein jólin að ég og maðurinn minn vor- um að vinna svo mikið að ekki gafst tími til að þrífa nægilega fyrir jólin en þegar litið er til baka voru það bara með þeim betri jólum sem við höfum átt saman. Jólin þau koma alltaf aftur sama hvort það sé þrifið eða ekki og finnst mér núna í seinni tíð tíminn afskaplega fljótur að líða. Það er ein hefð sem ég held samt í og er sú hefð að ég strauja alltaf sængurverin okkar á Þorláksmessu, annars eru það bara perlur sem ég strauja. Dætur mínar eru duglegar að baka fyrir jólin eða reyndar allt árið þannig að ég ver ekki mikl- um tíma í jólabakstur. Hins vegar eru hnetusmjörskökur uppáhalds smákökurnar mína og ómissandi hluti jólanna og ég nýt þess að baka þær á meðan dæturnar sjá um allan annan bakstur. Jólin eiga að vera tími fjölskyldunnar og ætlum við að eyða jólunum í rólegheitum og njóta þess að vera saman. Eftir að við urðum bændur hefur stressið yfir því að vera tilbúin með allt klukkan 18:00 á aðfangadag minnkað þar sem við þurfum að fara í fjós og finnst mér það vera mjög gott að vera ekkert að stressa sig. Ég vil óska ykkur öllum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsæld- ar á komandi ári. Jólakveðja, Helga Jóna Björgvinsdóttir, Eystra-Miðfelli Jólakveðja úr Stykkishólmi Breiðafjörður og útikennsla Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ít- arefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til tíu valinkunnra kvenna víðsvegar af Vesturlandi og voru þær beðn- ar að senda lesendum jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjölbreytni í þessum vinalega og góða sið. mm/ Umsjón: Gunnhildur Lind Jólakveðja úr Hvalfjarðarsveit Jólin eru tími fjölskyldunnar Jólin að koma – enn og aftur. Ótrú- legt hversu hratt tíminn flýgur hjá en samt er maður alltaf jafn ung- ur – kannski það sé orðið í anda! Það er ekki gott að segja en alla- vega er ég farin að temja mér það að meta tímann og stundirnar bet- ur. Desembermánuður hefur ein- kennst svolítið af hálfgerðu kapp- hlaupi við að mæta á ótal viðburði tengda börnunum, vinnunni og fé- lagslífinu; að klára öll „skylduverk“ jólanna. Þessi skylduverk voru far- in að dreifa óþarflega úr sér; allir verða að skreppa á jólatónleika, fara á jólahlaðborð, baka, þrífa, skreyta hátt sem lágt, kaupa inn allt sem alla langar í um hátíðirnar og finna hinar fullkomnu gjafir fyrir hvern og einn og svona má lengi telja. Tilfinningin var sú að í öll „box- in“ skyldi haka á kostnað geðheilsu móðurinnar. Nú vill ég frekar hægja á og fljóta rólega með. Ég hef ýtt ýmsum jólahefðum út og sest nú niður í að- draganda jólanna með börnunum mínum og fer yfir það hvað þeim þyki mikilvægt að gera fyrir þessi jól. Sumt náum við að framkvæma, annað bíður bara fram að næstu jólum – eða þarnæstu! Með þess- um breyttu áherslum er ég farin að njóta jólanna mun betur og eiga fleiri gæðastundir úti í náttúrunni. Ég hef alltaf verið mjög tengd nátt- úrunni og Breiðafirði en sú tenging hefur orðið sterkari með árunum. Nú nýt ég þeirra forréttinda að fá að titla mig útikennara Grunn- skólans í Stykkishólmi. Þessum áhuga mínum fæ ég að deila með nemendum 1.-4. bekkjar þar sem ég kenni alla föstudaga einum bekk úti í þrjár samfelldar klukkustund- ir. Það er svo dásamleg tilfinn- ing að koma gangandi í skólann á föstudagsmorgnum og þá bíður mín spenntur hópur barna við inn- ganginn, alveg sama hvernig veðr- ið er. Allir með heitan drykk og gott nesti í litlum bakpoka og oft eru höfuð- eða vasaljósin með í för. Við höldum af stað út í óviss- una, niður í fjöru að rannsaka lífrík- ið eða kíkjum eftir selum, förum á hafnarsvæðið til að sjá betur eyjarn- ar sem tengjast þjóðsögunum okk- ar, í Hólmgarðinn eða upp í skóg að vinna í trjáskýlunum okkar og fóðra smáfuglana. Stundum þarf að saga niður tré, skoða laufblöð, læra nýja leiki, safna eldivið, búa til fjallate eða skoða veðurathugunarstöðina svo eitthvað sé nefnt. Ótrúlega dýr- mætar stundir þar sem við tökumst í sameiningu á við óvæntar uppá- komur, bætum við orðaforðann og lærum að þekkja umhverfið okkar. Með hverri ferð eykst úthaldið og við upplifum sigra. Utan vinnunnar á sjórinn hug minn að miklu leyti; ég hef unun af því að sigla um Breiðafjörðinn sem og að synda í honum. Hér í Hólm- inum höfum við nýlega stofn- að formlegt félag utan um þá iðju, Flæði, sjósundsfélag Stykkishólms. Síðastliðið sumar fengum við heimsókn frá Rjúkandi fargufu sem er viðarkynt saunabað í hjólhýsi. Eftir þessa geggjuðu upplifun, að fara úr sjó í gufu og aftur í sjó und- ir stjórn Gúsfrúarinnar sem á far- gufuna urðum við alveg sjúk(ar) í að setja upp saunabað hjá okkur. Við höfum nú sótt um styrki og meðal annars fengið væna styrki frá Upp- byggingarsjóði Vesturlands, Stykk- ishólmsbæ og fleiri fjársterkum að- ilum. Það er því með mikilli gleði sem við erum að ráðast í það verk að setja upp saunabað við aðstöðu okkar í Móvík í landi Stykkishólms- bæjar og hlökkum til að taka á móti sem flestum í sauna og sjóbað. Með þessum gleðifréttum vil ég þakka fyrir mig og óska ykkur öll- um huggulegra jólastunda í desem- ber. Jólaknús í hús Ásdís Árnadóttir, Stykkishólmi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.