Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 54

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 54
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202154 Kveðjur úr héraði Jólakveðja frá Snæfellsnesi Samfélagið verður eins gott og við gerum það Heil og sæl! Jólin nálgast. Við erum búin að fara á Rökkurró í Hofsstaðaskógi þar sem foreldrafélög skólanna hérna sunnan megin á Snæfellsnesi, í sam- vinnu við Sagnaseið, buðu nem- endum upp á leiki, söng og sögur. Sagnaseiður, félag um sögumiðlun, bíður árlega upp á sögufylgd vítt og breitt um Snæfellsnes og eru við- burðir vel sóttir. Líkt og í fyrra þá er árið 2021 ár aðlögunar- og þrautseigju. Sam- félagið hefur þurft að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að vera saman, til að tengjast og til að taka þátt. Á Snæfellsnesi búum við svo vel að hér er hátt þjónustustig og hér ríkir samhugur meðal fólks. Jólahátíðin er fyrir okkur flest tími samveru og upplyftingar. Gefum tíma, sem við erum flest sammála um að sé eitt það mikil- vægasta sem við eigum. Búum til góðar minningar. Hvetjum hvert annað til útivistar og að njóta þeirra menningarviðburða sem óhætt er að boða til miðað við gild- andi smitvarnir í heimsfaraldri. Hvað varðar jólaundirbúninginn á þessum bæ þá eru jólabréfin raf- ræn núna og við búum til greni- og hyasintuskreytingar. Lyktin er alveg nauðsynleg á jólunum. Við erum töluvert dekruð, erum boð- in í skötu og fáum árlega sent frá stórfjölskyldunni rauðrófusalat, ostakex, smákökur og heimagerð- ar skreytingar. Við erum venju- lega til skiptis með foreldrum mín- um og tengdaforeldrum á aðfanga- dagskvöld. Stórfjölskyldan sker og steikir saman laufabrauð og við setjum hvít hátíðarrúmföt á vel viðraðar sængur fyrir aðfangadags- kvöld. Reynum að vera mikið með fjölskyldunni en líka að hafa tíma til að lesa og spila. Sumt breyt- ist auðvitað og við búum til nýj- ar hefðir saman, t.d. reynum við að fara í selafjöru á Þorláksmessu, veit eiginlega ekki af hverju, en eft- ir vel heppnaða ferð var ákveðið að þetta væri árleg hefð. Milli jóla og nýárs er mikið félagslíf í sveitinni okkar. Við reynum bara að njóta undirbúningsins og jólanna. Á gamlársdag stökkvum við niður af stólum inn í nýja árið. Eins er mjög mikilvægt að hlaupa í kring um húsið, bæði á gamlársdag og þrettándanum og kalla; „komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Ég horfi þá sérstaklega á Staðastaðakirkju, Húsahól þar sem huldufólkið býr á okkar jörð og Snæfellsjökul þar sem Bárður Snæfellsás og hugsan- lega fleiri halda til. Sumir finna jólin í fjárhúsunum Það er mikilvægt að heyra góðar fréttir og finna að við erum „saman í liði.“ Það er margt að þróast í rétta átt og við eigum þekkingu og mannauð til að takast á við við- fangsefnin þó að þau séu oft stór og erfið. Ef við erum svo heppin að eiga í samskiptum við annað fólk, sérstaklega börn, á aðventu og jól- um, ættum við að gefa okkur tíma fyrir jákvæðar umræður. Það er margt að breytast. Það hriktir í gömlum stoðum, sum viðmið hafa algerlega breyst. Við búum nú í fjölmenningarsamfélagi mitt í fjórðu iðnbyltingunni. Þetta þýðir t.d. að hér í Staðarsveit búum við nú við bestu nettengingu sem völ er á. Þar sem innviðir eru góð- ir (í viðbót við góðan grunnskóla er t.d. kominn leikskóli í sveitina) get- um við tekið á móti nýjum íbúum og skapað fjölbreytt atvinnutæki- færi. Á sunnanverðu Snæfellsnesi er bara dreifbýli og við finnum vel hvernig samfélagið verður eins gott og við gerum það. Það er margt sem vert er að þakka fyrir eins og fjölbreytt félagslíf og náttúrufegurð sem dregur fólk til sín. Það er full ástæða til að trúa á Ísland, landið og fólkið sem hér býr. Vera þakklát fyrir lýðræðið, orkuna, tungumálið, sögurnar og margt fleira. Með bestu óskum um gleðileg jól, góð og farsæl komandi ár, Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni Á síðasta ári tóku íbúar Borgar- byggðar sig saman og hrintu af stað verkefni sem bar heitið Samhugur í Borgarbyggð. Tilgangur þess er að veita aðstoð á þessum erfiðu tímum í kringum jólahátíðina. Verkefnið hefur verið endurvakið í ár og líkt og á síðasta ári er tekið á móti jóla- gjöfum, gjafabréfum og matarpökk- um auk þess sem jólasveinar geta einnig fengið aðstoð við skógjafir. Þeir sem vilja leggja sitt af mörk- um geta farið með gjafir og gjafa- kort á skrifstofu Kaupfélags Borg- firðinga. Einnig er tekið á móti gjafapappír og kortum. Einstak- lingar þurfa ekki að pakka inn gjöf- unum en æskilegt er að merkja við- eigandi aldur viðtakanda. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu verkefnisins, Sam- hugur í Borgarbyggð. Þá er bent á að þeir einstaklingar sem vilja sækja um styrk geta sent póst á netfangið samhugur@samhugur.is vaks/ Ljósm. mm Rúmenska listakonan Larisa Crun- teanu hefur síðustu vikur dval- ið í Grundarfirði í samvinnu við Artak350 sem rekur gestavinnu- stofu í bænum. Dvöl henn- ar er hluti af menningarverk- efni í Rúmeníu sem er í samstarfi við Artak350. Larisa sýndi svo af- rakstur vinnunnar sunnudaginn 12. desember í Bæringsstofu, bíó- sal Sögumiðstöðvarinnar. Larisa vinnur með myndbands- verk, flutning og hljóðsöfn. Með verkum sínum skapar hún sam- hengi þar sem staðreyndir og minningar eru endurvaktar. Mörg verka hennar endurspegla hug- myndir sem liggja að baki hluta og sagna. Verk hennar flakka milli raunveruleikans og skáldskapar í endalausu samtali við áhorfandann og spila á óljósum mörkum milli myndbandslistar, kvikmyndagerð- ar og heimildamyndagerðar. „Ég er fædd og uppalin í Rúm- eníu og er frá litlum bæ í fjöllun- um sem er ekki ósvipaður þess- um,“ segir Larisa í stuttu spjalli við fréttaritara. „Eftir mennta- skóla flutti ég til Búkarest þar sem ég lærði BA í fjölmiðlafræði, MA í pólitískum samskiptum, MA í ljósmyndun og hreyfimynd- um og svo PhD í sjónrænni list og ég er að vonast til að gefa út bók á næsta ári,“ bætir hún við. Hún hefur haldið sýningar víðs vegar um heiminn á virtum stofnun- um eins og National Museum of Contemporary Art í Búkarest, SAVVY í Berlín, Zacheta Project Room í Varsjá svo eitthvað sé nefnt. „Ég fékk boð um að koma til Grundarfjarðar í gegnum Artak og mér leist strax vel á þá hug- mynd. Þetta var einstakt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og koma á þennan einstaka stað sem Ísland er. Hér er landslagið svo magnað og framandi.“ Sýningin í Grundarfirði er henn- ar fyrsta sýning á Íslandi. Hún naut góðrar aðstoðar frá Lúðvík Karls- syni og Salbjörgu Nóadóttur við uppsetningu sýningarinnar. Það er alveg magnað að vakna upp á hverjum degi með þessa póstkorta- mynd af fjöllunum hérna í kring,“ segir hún en væri alveg til í að hafa aðeins fleiri klukkutíma með dags- birtu. Á meðfylgjandi mynd eru þau Lúðvík Karlsson eða Liston, Þóra Karlsdóttir eigandi Artak350 og Larisa Crunteanu sem er hér lengst til hægri. tfk Samhugur í Borgarbyggð Skemmtileg listsýning í Sögumiðstöðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.