Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 64

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 64
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202164 Ólafur Sveinsson er atvinnuráð- gjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og hefur verið við- loðandi samtökin beint og óbeint í 40 ár. Flestir, sem unnið hafa að sveitarstjórnarmálum í landshlut- anum eða hafa verið í rekstri eða samskiptum við SSV, hafa vafa- laust haft einhver kynni af Ólafi, oftast í tengslum við ráðgjöf og þróun einstakra atvinnu- og ný- sköpunarverkefna. „Ég hef alltaf haft áhuga á atvinnurekstri og sér- staklega iðnaðarframleiðslu,“ seg- ir Ólafur sem er menntaður hag- verkfræðingur frá Technische Universität í Berlín og hefur alla tíð haft brennandi áhuga á at- vinnumálum, nýsköpun og iðnað- arframleiðslu. Skessuhorn kíkti á Ólaf á skrifstofu SSV í Borgarnesi í liðinni viku og spjallaði um at- vinnuþróun á Vesturlandi síðustu áratugi, samgöngumál og jólamat- inn í ár. Starf atvinnuráðgjafa Atvinnuráðgjöf er starfsemi sem rekin er hjá öllum landshlutasam- tökum í landinu með stuðningi ríkisins í gegnum Byggðastofn- un. Hlutverk atvinnuráðgjafa er að vera einstaklingum og fyrirtækj- um til aðstoðar varðandi atvinnu- mál svo og sveitarstjórnun, stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu, veita ráðgjöf hjá starfandi fyrirtækjum og fólk getur leitað til atvinnu- ráðgjafa ef það er með viðskipta- hugmynd og fengið aðstoð við að leggja mat á hvort viðskiptahug- myndin sé raunhæf eða ekki. „Við leiðbeinum fólki í gegnum kerf- ið og aðstoðum bæði fyrirtæki og einstaklinga við að gera lána- og styrkumsóknir, veitum ráðgjöf við fjármögnun og fleira og fleira. Ég segi stundum að það sé eiginlega ekkert okkur óviðkomandi á þessu sviði,“ segir Ólafur um starfið sitt hjá SSV. Hefur komið víða við Ólafur hefur alltaf haft mikinn áhuga á atvinnurekstri, þá sérstak- lega iðnaðarframleiðslu. Hann á til dæmis hlut í Steypustöðinni og var framkvæmdastjóri Tak-Malbiks ehf. ásamt því sem hann var með- eigandi fyrirtækisins með tveim- ur öðrum áður en það sameinaðist Steypustöðinni 2019. Þegar Ólafur kom fyrst til starfa hjá SSV þann 1. september 1981, fyrir 40 árum, þá hét þetta starf iðnráðgjafi. „Stjórn- völd vildu meina að framtíð at- vinnuuppbyggingar í landinu, sér- staklega úti á landi, væri efling iðnaðar og þetta starf hét iðnráð- gjafi í nokkur ár,“ útskýrir Ólafur. Ólafur starfaði hjá SSV í þrjú ár en fór þá vestur í Búðardal og varð kaupfélagsstjóri þar til ársins 1991. Þá flutti hann til Reykjavík- ur og starfaði í tvö ár sem fram- kvæmdastjóri hurða- og glugga- verksmiðjunnar BÓ Rammi í Njarðvík. „Svo fór ég að starfa sjálfstætt í ráðgjöf og rugli eins og ég kalla það stundum,“ seg- ir Ólafur og glottir. „Þá var ég að vinna við það að veita ráðgjöf til fyrirtækja. Það vildi svo þannig til, í kringum 1993, að við Guð- jón Ingvi heitinn Stefánsson fram- kvæmdastjóri SSV hittumst í Akra- borginni. Þá var ég á leiðinni upp á Akranes að vinna verkefni fyrir Akraneskaupstað og hann spurði mig hvort það kæmi til greina að ég myndi hjálpa þeim að koma at- vinnuráðgjöfinni af stað aftur. Þá hafði einhver hætt og eitthvað lítið verið um verkefni. Ég sló til og hef verið viðloðandi hérna í hlutastarfi síðan, þannig að aðkoma mín að þessu verkefni hér á Vesturlandi spannar samtals 40 ára tímabil, því meðan ég var í Búðardal sat ég í at- vinnumálanefnd SSV.“ Berlín, Borgarnes, Búðardalur Ólafur segir gríðarlegar breytingar hafa orðið á atvinnumálum og -háttum á Vesturlandi á starfs- tíð sinni hjá SSV. „Alveg ótrú- legar breytingar. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að halda í við breytingarnar því þær verða hraðari og hraðari,“ segir Ólafur hreinskilinn. „Þegar ég kom fyrst til starfa hjá SSV þá voru nú bara tveir starfsmenn og ritari í hálfu starfi. Ég og Guðjón Ingvi og svo hún Abba. Þá var engin tölva, allt var skrifað niður og ritari vélrit- aði fyrir okkur það sem við þurft- um að hafa vélritað og þess háttar,“ rifjar Ólafur upp. „Það var ekkert internet og heldur ekki beinn sími út í sveitirnar. Þú þurftir að hr- ingja í gegnum símstöð ef þú ætl- aðir að hringja út í sveit. Þarna var stutt, löng, stutt - hringikerf- ið og það voru allir að hlusta sem var helsta afþreying sveitamanna,“ bætir hann við léttur í lund. Ólaf- ur minnist þess einnig þegar hann sótti um starfið hjá SSV fyrst. „Ég var búsettur í Berlín og var að klára námið mitt þar á vordög- um 1981. Það var auðvitað ekkert internet og mamma sendi manni blaðapakka frá Íslandi. Þannig gat maður lesið blöðin og þannig sá ég auglýst ráðgjafastarfið hjá SSV. Ég sótti um og fer svo í viðtal þegar ég kem til landsins einhvern tímann í byrjun ágúst sama ár og ég var ráð- inn.“ Ólafur er uppalinn í Reykja- vík en hefur varið stærstum hluta ævinnar á landsbyggðinni og þótti vinum Ólafs hann hálfskrýtinn að vera að fara úr stórborginni Berlín til að vinna í Borgarnesi. „Kannski var ég skrýtinn, það getur vel ver- ið. En þeir töldu mig algjörlega galinn þegar ég fór frá Borgarnesi í Búðardal,“ segir Ólafur og hlær. Breytt landslag í atvinnumálum „Atvinnulíf í Borgarnesi í upphafi veru minnar á Vesturlandi var að stórum hluta til að þjónusta land- búnað. Kaupfélagið var með yfir- gnæfandi stærð og rak stórar af- urðarstöðvar; sláturhús og mjólk- urstöð,“ rifjar Ólafur upp. „Kaup- félagið var síðan með fjölbreytta iðnaðarstarfsemi, bæði kjötiðnað- arstöð, bakarí, bifreiðaverkstæði og framleiddi yfirbyggingar á vöru- flutningabíla og fleira mætti telja. Ef maður hugsar það núna, þá gefur þetta kannski skýra mynd af hversu gífurlegar breytingar hafa orðið á þessum tíma. Þarna var Borgar- fjarðarbrúin nýkomin, vígð 1981. Hún var gríðarleg samgöngubót og breytti stöðu Borgarness þar sem öll umferð fór í gegnum bæinn en áður var þetta botnlangi niður eftir frá Hvítárvallarveginum. Fólk þurfti að taka á sig krók til að fara í Borgar- nes,“ bæti Ólafur við. „Ef maður talar um Vesturland allt þá er mesta breytingin á at- vinnuháttunum, hversu mikil fækk- un hefur verið á störfum í hefð- bundnum landbúnaði og úrvinnslu á landbúnaðarvörum. Sama má segja um breytinguna í sjávarútveg- inum, bæði veiðum og vinnslu. Á móti kemur að það hefur orðið al- veg gífurleg atvinnuuppbygging á Grundartanga svæðinu. Járnblendi- verksmiðjan tók til starfa um þetta leyti, 1980-81. Það var fyrsta verk- smiðjan sem var byggð þar. Síðan þá hefur verið mikil uppbygging á því svæði. Sama mætti segja um Akra- nes. Þar var öflugur sjávarútvegur en hann er nánast horfinn fyrir utan nokkrar smábátaútgerðir.“ Öflug ferðaþjónusta á Vesturlandi Ferðaþjónusta á Vesturlandi hef- ur verið í mikilli sókn síðustu árin og segir Ólafur ferðaþjónustuna hafa skapað mikla atvinnu á svæð- inu. „Sérstaklega hér í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Nú á allra síðustu árum hefur verið mikil aukning í af- þreyingu í ferðaþjónustu á þessum svæðum. Þetta helst allt í hendur, því það er ekki hægt að byggja upp afþreyingu nema það séu einhverj- ir ferðamenn. Það verður að vera kominn einhver massi inn á svæð- ið áður en þú getur farið að byggja upp afþreyingu eins og Kraumu við Deildartunguhver, Into The Glaci- er á Langjökli eða Giljaböðin í Húsafelli, fjölda gististaða á Snæ- fellsnesi, í Borgarnesi og Borgar- firði svo nokkur dæmi séu tekin. Öll þessi fyrirtæki ásamt fleirum hafa sprottið upp á síðustu árum vegna aukningar ferðamanna á svæð- inu. Þetta er þróun sem hefur ver- ið mjög hröð og væri væntanlega í miklum blóma í dag hefði ekki verið fyrir Covid.“ Ólafur bætir við. „Enn fremur er gjörbreytt landslag hvað varðar þekkingar- og menntunar- stig svæðisins, fjöldi einstaklinga með mikla menntun hefur stór- aukist, sem skapar mikil tækifæri til framtíðar fyrir þetta svæði og á sama tíma hefur þekkingarstörfum fjölgað sem er gríðarlega mikilvægt. Varðandi þetta þá spila háskólarnir tveir á Vesturlandi mjög mikilvægt hlutverk og þeir eiga mikinn þátt í hækkun þekkingarstigs á svæðinu.“ Bættar samgöngur Ólafur segir lykilinn að öllu saman vera að stórum hluta bættar sam- göngur og betri vegir þó svo að það sé langt í land að allir séu sáttir hvað gæði sumra þeirra varðar. „Að mínu mati hefur verið gríðarlega mikið gert á sviði samgöngumála á þessu tímabili. Ef miðað er við umferð- armagnið, fjölda bíla og íbúafjölda, að þá segi ég stundum að það eru ekki nema ríkustu þjóðir heims sem hafa efni á að gera svona vegi fyr- ir svona fáa bíla og fáa íbúa,“ seg- ir Ólafur. „Þó allir bölvi alltaf veg- unum og ekkert gangi að bæta þá, held ég að miðað við stærð landsins og fámenni þjóðarinnar hafi okkur miðað alveg ótrúlega vel. Fólk setur þetta ekki í samhengi,“ bætir hann við. „Til dæmis var stór hluti leiðar- innar milli Reykjavíkur og Borg- arness þegar ég kom fyrst hingað upp eftir, í september 1981, malar- vegur. Þetta er nú töluvert öðruvísi í dag, og þá voru engin Hvalfjarðar- göng heldur.“ Skemmtilegur tími Þegar Ólafur rifjar upp síðustu 40 ár og sérstaklega þau ár sem hann hefur verið í starfi atvinnuráðgjafa hjá SSV þá segir hann að heilt yfir hafi tíminn verið skemmtilegur og að hann hafi kynnst alveg ótrú- legum fjölda af góðu fólki. „Það er kannski þess vegna sem maður er að hanga í þessu svona lengi,“ seg- ir hann og hlær, en hann fagnar 70 ára afmæli sínu á næsta ári en segist þó ekki vera kominn með dagsetn- ingu hvenær hann ætli sér að hætta. „Frábærir hlutir hafa gerst á þessum tíma og ég skal alveg viðurkenna það að eitt af ánægjulegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í að undirbúa var stofnun menntaskólans hérna í Borgarnesi og sama með framhalds- skólann á Snæfellsnesi. Atvinnuráð- gjöf helst mjög í hendur við byggða- þróun og bætingu búsetuskilyrða og það að vera með framhaldsskóla á þessum svæðum sem ekki voru með framhaldsskóla áður hefur bætt bú- setuskilyrði íbúanna og aukið vilja þeirra til að vera áfram á þessum svæðum,“ segir Ólafur stoltur. „Ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þessum tíma, þeir hlytu að hafa rekið mig annars,“ bætir hann við kíminn. Jólamaturinn Ólafur ætlar að halda jólin hátíðlega í faðmi fjölskyldunnar og sér hann alltaf um jólamatinn á sínu heim- ili. „Það er alltaf það sama í matinn, hamborgarhryggur og heimagerð- ur ís í eftirrétt sem ég bý sjálfur til,“ segir Ólafur ákveðinn. „Ég sé al- gjörlega um jólamatinn og hef gert það í gegnum tíðina. Svo er alltaf kalkúnn á áramótunum,“ bætir hann við. „Ég er mikill áhugamaður um matargerð almennt, sérstaklega kjöt og er mjög sérvitur í kjötmálum ef út í það er farið. Ég vil helst kjöt frá ákveðnum svæðum svo ég læt Agn- esi og Halldór á Hundastapa rækta fyrir mig sérstaka tegund af kálfa- kjöti,“ segir Ólafur að endingu. glh „Ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn“ –rætt við Ólaf Sveinsson, atvinnuráðgjafa hjá SSV Ólafur Sveinsson, atvinnuráðgjafi SSV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.