Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 66

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 66
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202166 Frá fermingaraldri hefur Sól- rún Lind Egilsdóttir frá Borg- arnesi unnið ýmis störf. Fyrst í unglingavinnunni í Borgarnesi, svo Sláturhúsinu í Brákarey, Hót- el Borgarnesi, á Goðafossi, Mjólk- ursamlaginu og í Brákarhlíð. Nýliðin mánaðamót mörkuðu ákveðin kaflaskipti í lífi Sollu eins og hún er kölluð alla jafnan, og hefur Solla nú lagt vinnuskóna á hilluna. „Líklega verður tilfinn- ingin fyrst um sinn eins og maður sé kominn í sumarfrí,“ segir Solla um það að vera komin á eftirlaun. Byrjaði 14 ára að vinna Solla var 14 ára þegar hún fyrst byrjaði að fá laun fyrir vinnuna sína, þá nýfermd. „Ég byrjaði í unglingavinnunni uppi í Einkunn- um að planta trjám þar. Þá voru Einkunnir langt í burtu frá Borg- arnesi. Við krakkarnir fórum með vörubíl frá Kaupfélaginu og stóð- um öll aftan á, á leiðinni upp eft- ir,“ rifjar Solla upp. „Þetta var mjög skemmtileg vinna og allir tóku nesti með sér til að hafa eitt- hvað til að snæða yfir vinnudaginn. Það var yfirleitt lagt af stað upp úr klukkan níu á morgnana og komið heim milli þrjú og fjögur síðdegis. Hjörtur Helgason var vaktstjór- inn á þessum tíma og sagði okkur krökkunum fyrir verkum. Við vor- um ýmist að planta eða klippa tré,“ bætir hún við. Landslagið í Ein- kunnum á þessum tíma var tölu- vert frábrugðið því sem Borgnes- ingar og aðrir gestir fólksvangsins þekkja í dag, en þarna var mikið mýrlendi áður en ráðist var í helj- arinnar gróðursetningarátak á ár- unum 1954 til 1989 og ákveðið að helga trjárækt ákveðnu svæði í Einkunnum. „Ég kannast við sum trén þarna,“ segir Solla kímin, sem fer oft í göngutúr um Einkunnir. Hótel Borgarnes Eftir unglingavinnuna vann Solla tvö haust í Sláturhúsinu í Borg- arnesi og á sumrin starfaði hún á Hótel Borgarnesi við uppvask. „Það var brjálað að gera á sumr- in á hótelinu. Rútur frá Helga P. komu frá Snæfellsnesi og stopp- uðu í Borgarnesi á leiðinni suð- ur. Ferðalangar fengu þá kaffi og bakkelsi áður en haldið var áfram. Á þessum tíma var fólk alltaf klætt í sparifötin á ferðalögum. Svo voru alltaf í hádeginu kostgangarar sem komu og borðuðu hjá okkur. Síðar vann ég mig upp í þjóninn,“ segir Solla um tímann á hótelinu. Átti ekki fyrir pulsu og kók í Hvalfirði Árið 1971 ákvað Solla ásamt vin- konu sinni Völku að fara á ver- tíð í Vestmannaeyjum, fyrir gos. „Við fórum þangað og ætluðum okkur að verða svaka ríkar. Vor- um í verbúð eins og tíðkaðist á þessum tíma og ætluðum okk- ur ekki að vinna neitt um sum- arið eftir vertíðina, heldur ferð- ast um landið fyrir peningana sem vertíðin skaffaði okkur. Því mið- ur var nú ekki mikið að hafa upp úr því, það fiskaðist eitthvað illa þessa vertíð,“ rifjar Solla upp og hlær. „Ég hafði verið með miklar yfirlýsingar þarna áður en við fór- um út til Eyja, sagði meira að segja við Sigurþór skólastjóra í Grunn- skólanum í Borgarnesi að ég ætl- aði sko að verða svaka rík og ferð- ast þetta ár. Svo hitti ég Sigurþór um sumarið, eftir vertíðina í Eyj- um, og var þá að vinna á hótelinu í Borgarnesi og hann segir við mig; „nú, á ekki að ferðast?“ Ég svaraði bara, „Nei, ég var svo blönk að ég átti ekki fyrir pulsu og kók í Hval- firði á leiðinni heim.“ Þerna á Goðafossi Árið 1973 fékk Solla hringingu og henni boðið að koma á millilanda- skip. Vinur Begga, bróðir Sollu, hann Guðlaugur Loftsson hafði samband við Sollu og bauð henni að koma og vinna sem þerna á Goðafossi. Solla sló til. „Ég sá um hásetana, þreif herbergin þeirra og vaskaði upp í eldhúsinu ásamt ýmsum öðrum tilfallandi störf- um um borð. Þetta var skemmti- legur tími,“ segir Solla um tím- ann á sjónum. Goðafoss sigldi til Bandaríkjanna og tók siglingin um tíu daga aðra leiðina. „Túrinn í heildina tók oft mánuð. Ég var í þessu í eitt ár og var nánast á sjó allt það ár. Ég var ekkert að taka pásur á milli túra,“ bætir hún við. Vorið 1974 hættir Solla á Goða- fossi og fer aftur að vinna á Hótel Borgarnesi áður en hún færir sig um set á Dvalarheimilið í Borg- arnesi þremur árum seinna. Dvalarheimilið í Borgarnesi „Um áramótin 1977 byrjaði ég að vinna á dvalarheimilinu. Þá var vinnustaðurinn allt öðruvísi en ég þekki hann í dag. Heimilis- fólkið þá var nokkuð hraust fólk. Við starfsfólkið þurftum að vera í hvítum sloppum við vinnuna og heimilisfólkið var alltaf tvö og tvö saman í herbergi með sam- eiginlegri klósettaðstöðu,“ seg- ir Solla um Dvalarheimilið í Borg- arnesi sem heitir í dag Hjúkrun- ar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Árið 1987 hætti Solla tímabund- ið á Brákarhlíð og færði sig yfir í Mjólkursamlagið til að breyta til. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég vann dagvinnu þegar ég var í Mjólkur- samlaginu en áður hafði ég ein- göngu verið í vaktavinnu,“ bætir hún við. Solla vann við ýmis störf hjá Mjólkursamlaginu, meðal annars við skyrframleiðslu, losaði mjólkina af bílunum sem komu úr sveitinni og var svo loks í víninu, ICY vodka framleiðslunni. „Þetta var mjög lif- andi og skemmtilegur vinnustaður og mikið af ungu fólki sem vann í Samlaginu, sérstaklega yfir sumar- tímann þegar skólarnir fóru í frí, þá var mikið stuð.“ Solla var tíu ár hjá Samlaginu en það var lagt niður um áramótin ‘94- ’95 og sneri því Solla aftur í Brák- arhlíð og hefur starfað þar síðan. Árið 2006 ákvað hún svo að fara í nám og læra sjúkraliðann við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Námið tók tvö ár og segir Solla að það hafi verið mjög annasamur tími því hún hafi þurft að láta námið ganga upp samhliða vaktavinnunni, auk þess sem hún þurfti að safna tímum í starfsnámi á Landspítalan- um og á Grensás. Ofan á það hafði hún lítið sem ekkert pikkað á tölvu og sagði þá reynslu afar áhuga- verða. „Alltaf eitthvað hægt að gera“ Í lok síðasta mánaðar, 30. nóvember nánar tiltekið, vann Solla sína síð- ustu vakt eftir 33 ár í Brákarhlíð, 68 ára að aldri. „Ég fann að þetta var komið gott. Ágætt að fara að slappa aðeins af. Ég hef verið að kúpla mig hægt og rólega niður síðustu ár og minnka starfshlutfallið. Brákarhlíð er mjög gefandi og skemmtileg- ur vinnustaður. Krefjandi á köflum en yfirleitt mjög gaman í vinnunni. Margir skemmtilegir sem hafa far- ið þar í gegn. Maður fær líka að vita strax þegar maður er að gera það gott. Gamla fólkið er hreinskilið og þegar það hælir manni þá meinar fólkið það sem það segir. Svo hef ég líka eignast marga góða vini í gegn- um vinnuna,“ segir Solla þakklát. En hvernig er tilfinningin að hætta að vinna eftir öll þessi ár? „Ég veit ekki hvernig þetta leggst í mig. Ég rokka á milli þess að kvíða fyrir að hætta og stundum er ég spennt við tilhugsunina. Eftir áramót fer þetta örugglega að verða skrýtið, þá er „fríið“ búið eða sami tími og sumarfríið tekur yfirleitt. Nú tekur púttið við, svo held ég áfram að fara í sund á hverjum degi auk þess sem ég geng mikið. Það er alltaf eitt- hvað hægt að gera,“ bætir hún já- kvæð við að lokum. glh „Eftir áramót fer þetta örugglega að verða skrýtið“ -rætt við Sollu í Borgarnesi sem lét af störfum um mánaðamótin Solla ásamt barnabörnum sínum: Hinrik Val, Víkingi og Degi. Ljósm. úr einkasafni. Sólrún Lind Egilsdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð. Solla ásamt stjórnendum Brákarhlíðar á síðustu vaktinni. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Solla, Jórunn María Ólafsdóttir og Halla Magnúsdóttir. „Solla hefur svo sannarlega verið einn af okkar dýrmætu starfsmönnum sem stuðlað hafa að því jákvæða og góða viðhorfi sem skapast hefur til starfsmanna og starfsemi Brákarhlíðar í gegnum árin í samfélaginu. Kærar þakkir Solla fyrir þitt frábæra framlag til Brákarhlíðar, heimilisfólks og samstarfsmanna,“ segir í starfsloka kveðju til Sollu frá Brákarhlíð. Ljósm. Brákarhlíð. Starfsmenn Samlagsins pakka ICY vodka í desember 1988. F.v.: Þorvaldur Þorláksson, Sólrún Lind Egilsdóttir verkstjóri, Halldór Lind Guðmundsson og Grétar Guðlaugsson. Ljósm. Theodór Kr. Þórðarson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.