Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 73

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 73
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 73 Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða mila.is tónlist ef hún er falleg og elska til dæmis klassíska tónlist og kántrí og jafnvel popptónlist ef hún er falleg. Ég vil tónlist sem lætur mér líða vel og ég get slakað á þegar ég hlusta,“ svarar hún. Valentina hlustar líka mikið á ís- lenska tónlist og þykir þjóðlögin sérstaklega falleg. „Bygging þeirra er mjög falleg og sérstök og ég elska þau. Krummi svaf í klettagjá er til dæmis alveg einstaklega fall- egt lag,“ segir Valentina en bætir því við að hún hlusti líka á íslenska popptónlist. „Popptónlist er svip- uð alls staðar og það eru alveg til skemmtileg íslensk popplög,“ seg- ir hún og brosir. En hver er hennar uppáhalds íslenska hljómsveit eða söngvari? „Það er góð spurning. Ég veit ekki alveg hver er uppáhalds, kannski Baggalútur. Þeir eru flott- ir og aðeins öðruvísi,“ svarar hún. Fékk tvo aðra tónlistar- kennara frá Rússlandi til Ólafsvíkur Eftir að hafa kennt í fimm ár við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar tók Valentina við starfi skólastjóra, árið 2007, þegar Jóhann Baldursson fyrr- um skólastjóri flutti til Reykjavíkur. „Það hefur verið dásamlegt að fá að stýra þessum skóla. Þetta er mjög góður skóli þó ég segi sjálf frá,“ seg- ir hún og hlær. „En við erum líka heppin að vera með bæjarstjóra og sveitarstjórn sem hafa alltaf stutt vel við skólann. Við fáum alltaf grænt ljós með allar okkar tillögur og við erum mjög heppin með það.“ Auk Valentinu eru þrír aðrir kennarar í skólanum; Nanna Þórðardóttir og hjónin Evgeny Makeev og Elena Makeeva sem koma frá Rússlandi. „Þau koma úr sama háskóla og ég, en við kynntumst þar. Þegar ég kom hingað fyrst vantaði fleiri kennara, sérstaklega til að kenna á blásturs- hljóðfæri. Jói skólastjóri bað mig að heyra í vinafólki mínu og sjá hvort þau væru ekki tilbúin að koma. Það er erfitt að fá kennara hingað úr Reykjavík. Ég hringdi í þessi hjón, en hann er blásturshljóðfæraleik- ari. Þau sögðu strax nei og vildu alls ekki koma á svona lítinn stað. Hann fékk vinnu í Noregi og hugsaði um að fara þangað með fjölskylduna. Jói bað mig að reyna aftur og þá sam- þykktu þau að prófa að koma. Síðan eru liðin 16 ár og þau vilja ekki fara héðan aftur,“ segir Valentina. Skóli fyrir alla Tónlistarskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2003 þegar Tónlist- arskóli Ólafsvíkur og Tónlistarskóli Neshrepps utan Ennis voru sam- einaðir í einn skóla. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytta tónlistar- kennslu og mikil áhersla lögð á að mæta þörfum og óskum nemenda sé þess kostur. „Skólinn er opinn fyrir alla en börn eru þó í forgangi,“ segir Valentina og bætir við að þann tíma sem hún hefur verið að kenna í Ólafsvík hafi alltaf verið mikill áhugi á tónlistarnámi. „Það skipt- ir engu máli hversu mikla hæfileika fólk hefur, það eru allir velkomn- ir. Sumir hafa mikinn áhuga og hæfileika og æfa mikið en aðrir eru bara hjá okkur til að hafa gaman og það er í góðu lagi,“ segir Valentina. Í skólanum er boðið upp á nám á öll helstu hljóðfæri og söngkennslu en einnig er deild fyrir fullorðna nem- endur. Elskar að vinna með börnunum Spurð hvort hún sé mikið að vinna í tónlist utan kennslu segist Val- entina lítið hafa gefið sér tíma til þess en að hún stefni á að gera meira af því í framtíðinni. „Það er alltaf svo mikið að gera í skólan- um og svo taka nemendur okkar og kennarar þátt í menningarlífi bæj- arins, halda tónleika og spila í guðs- þjónustum í kirkjunum. Það er því alltaf alveg nóg að gera hjá mér en ég elska líka vinnuna mína. Þér þykir alltaf skemmtilegt að vinna með börnunum og þau eru mitt líf. Börnin eru framtíðin okkar og það er alltaf jafn dásamlegt að tala við þau, fá að kenna þeim og ekki síður að læra af þeim. Börn í dag eru svo dugleg og vita svo margt, oft mik- ið meira en við sjálf. Þau eru líka svo skapandi og það er ekkert betra en að fá að upplifa það,“ segir hún og bætir við að þegar tími gefst til elskar hún að setjast niður og semja tónlist. „Ég gaf út bókina „Létt lög fyrir píanó 1. hefti“ og það er ann- að hefti á leiðinni. Ég hef líka gert leikrit og samið mörg lög. Ég er fyrst og fremst tónskáld.“ Gaman að tala um tónlist við Íslendinga „Þegar ég hlusta á fallega tónlist er allt svo fallegt og mig langar bara að vera góð og elska allt. Það skipt- ir engu máli hvernig veðrið er eða hvort það sé myrkur eða sól, lífið verður svo fallegt og bjart þegar ég hlusta á fallega tónlist og mig langar bara að lifa og njóta,“ segir Valentina og brosir. Hún segir líka mikinn kost við Ísland vera hversu fróðir Íslendingar eru um tónlist. „Þegar ég bjó í Rússlandi fann mað- ur vel fyrir mun á því hversu mikið fólk vissi um tónlist eftir menntun. Fólk hér veit rosalega margt um tónlist, þekkir lög, hljómsveitir, höfunda og slíkt. Maðurinn minn er til dæmis ekki tónlistarmaður en hann veit margt sem ég veit ekki. Hann man til dæmis eftir tónlist úr bíómyndum en það eru ekkert all- ir sem taka jafn vel eftir tónlistinni í kringum sig eins og Íslendingar gera. Tónlistin er alls staðar og skiptir svo miklu máli og það er rosalega gaman að tala um tónlist við Íslendinga,“ segir Valentina. En áður en við kveðjum Valentinu spyr blaðamaður hana um jólin? „Ég elska jólin en ég held íslensk jól með fjölskyldunni minni og við borðum íslenskan jólamat,“ svarar Valentina og brosir. arg Valentina Kay byrjaði í tónlistarnámi fimm ára gömul og byrjaði þá að læra á takkaharmonikku og píanó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.