Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 77

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 77
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 77 Omnis Hárstúdió Kirkjubrautarstóðið á 58, Fasteignarsalan Hákot Starfsmannafélag Elkem Starfsmenn Brekkubæjarskóla ÞÞÞ Ónefnd falleg fjölskylda Starfsmannafélag Akrasels Starfsmannafélag Vallarsels Sirrý, Guðmundur og fjölsk. frá Hóli Skessuhorn Allir sáttir ehf Helgi, Eva og fjölsk. Katla á Hárhúsi Kötlu Margret Þóra, Runólfur og fjölsk. Vésteinn Sveinsson Júlía Björk Elfarsdóttir Sæunn og Jóhann Bjarki Þór, Þóra og fjölsk. Áslaug og Skúli Sigmundur G Sigurðsson Valgerður Magnúsdóttir Herdís og Siddi Bílar og Dekk Starfsmenn Garðasels Guðríður Haraldsdóttir AK Pípulagnir ehf Guðrún Sonja Birgisdóttir Contact Hárstofa Jónína Rósa Halldórsdóttir Bjarni Þór og Ásta Rammar og Myndir Stjáni og Sigurveig Starfsfólk Grundaskóla SK ES SU H O R N 2 02 1 Takk fyrir stuðninginn á árinu Á árinu 2021 hafa fjölmargir aðilar lagt til pening og aðstoð við söfnun í mínu nafni til hjálpar þeim sem hjálpar er þurfi. Það þarf fólk eins og ykkur, fyrir fólk eins og mig. Auk eftirtalinna aðila eru fjölmargir fastir hjálpendur í mínu hugsjónastarfi. Hjartans þakkir allir fyrir stuðninginn og góða strauma. Kærleiks- og jólakveðja, Amma Andrea Jólastemming hjá fjölskyldunni. Jóhann ásamt Ayaka og dótturinni Hönnu. helst Nagasaki en þar er mikið um kaþó likka. Þetta er aðallega upp á „showið.“ Karaoke í lokuðum klefum Næst er Jóhann spurður út í á hvern hátt lífið í Japan er frá- brugðið því að búa í Borgarnesi. „Japan er náttúrulega svo stórt á allan hátt. Maður var stundum latur að labba þegar maður var að alast upp í Borgarnesi og lét skutla sér hvert sem maður fór. Hér labba ég stundum marga klukku- tíma á dag, bæði fyrir hreyfinguna en líka vegna þess að það er bara nóg að gera. Í Borgarnesi þekkja allir alla en hér þekkir maður eiginlega bara vinnufélagana og nokkra vini.“ Hvað félagslíf varðar segir Jó- hann: „Þetta hefur verið mjög skrýtið í þessu Covid ástandi. Maður hefur lítið farið út að hitta vini eða vinnufélaga. Fyrir jólin í fyrra var svolítið um zoom partý. Það er rík hefð fyrir því að fara út með vinnufélögunum í Japan. Maður er talinn eitthvað skrýtinn ef maður tekur ekki þátt í því. Hér eru svokallaðir All you can drink (drekktu eins og þú getur) stað- ir út um allt. Ég hugsa að ef við myndum reyna eitthvað svoleiðis á Íslandi myndi hreinlega allt fara til helvítis,“ segir hann og hlær hátt. „Venjulega er byrjað á að fara á svoleiðis stað og drukkið. Síðan er haldið á annan stað sem er þá kall- aður seinni drykkja. Síðan er yfir- leitt endað á karaoke stað sem þarf ekki endilega að vera bar heldur getur það hreinlega verið lokaður klefi einhvers staðar.“ Nýbúinn að kaupa sér hús Jólahald er með talsvert öðru sniði í Japan en á Íslandi. „Jólin eru meira svona fyrir fullorðið fólk sem er að „deita“ en það eru samt alveg krakk- ar sem vilja fá jólagjafir og þess hátt- ar og það færist í vöxt. Það er allt skreytt hér með jólaljósum en um leið og 25. desember er liðinn hverf- ur allt slíkt. Þá er byrjað að undirbúa áramót Japana, Oshōgatsu.“ En hvað með jólamatinn? „Það er KFC sem er langvinsælast, lúxuskjúklingur frá KFC auk þess sem búðir bjóða líka upp á stóran kjúkling. Einnig borða Japanir humar um jólin.“ Aðspurður segist Jóhann ekki vera á leið heim til Íslands í bráð. Þau hjónin eru nýbúin að kaupa sér hús og eru að flytja inn í það. Hann segir að það sé erfitt að bera saman húsakaup á Íslandi og í Japan. „Lengi vel voru stýrivext- ir neikvæðir í Japan. Fyrstu fimm árin eftir húsakaupin eru vext- irnir 0,85 prósent. Ef það verð- ur annað bankahrun þá er samt sem áður þak á hversu háir vextir mega verða. Hér eru engar sveifl- ur og við vitum að vextir munu ekki hækka,“ Það er svolítið ann- ar raunveruleiki en við Íslendingar þurfum að búa við. frg / Ljósm. aðsendar. Fjölskyldan úti að borða á All You Can Eat Sushi og Shabu-Shabu veitingastað. Jóhann, Ayaka og dóttirin Hanna. Jóhann á sviði með leikurum i Edo Wonderland i Tochigi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.