Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 80

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 80
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202180 Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir kynntust ung, enda bæði fædd og uppalin í Árneshreppi á Ströndum. Hann árið 1932 og hún sjö árum síðar, 1939. Þau lifðu og hrærðust þar norður frá áratugum saman, gegndu mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Samfélagi sem þau sáu gjörbreytast og dragast saman. Í haust fluttu þau inn í íbúð á Akra- nesi. Þau eiga enn eignir og innbú í Norðurfirði en ákváðu að dvelja ekki þar í vetur. Óhætt er að segja að þau hafi lifað tímana tvenna. „Við vorum fædd hvort á sínum bænum í sveitinni. Byrjuðum síðan að búa þarna um 1960, þá vorum við búin að rotta okkur saman,“ segir Gunn- steinn og brosir skelmislega. Hann er frá Sveinstúni og hún Stóru-Á- vík. Þó Árneshreppur sé nokkuð afskekktur þá var heimssagan ekki fjarri í barnæsku þeirra, enda skall á með heimsstyrjöld fæðingarár Margrétar. Það litar bernskuminn- ingarnar. Gunnsteinn man upphaf- ið, enda var hann þá orðinn sjö ára gamall. Heimsstyrjöld bankar upp á „Ég man eftir því þegar þetta hófst. Þá man ég eftir því að ég var stadd- ur niður í Norðurfirði, Steins- staðanesi sem var í nágrenni Norð- urfjarðar. Þennan dag var Valtýr Valgeirsson bóndi að hirða vothey, sem var eiginlega byrjun á verk- un á þessu heyi. Hann var búinn að vera á Hvanneyri og við vorum að vesenast þarna einhverjir krakk- ar, fengum að vera með. Við þótt- umst vera að vinna en vorum mest að velta okkur í heyinu. Þá var afi minn, Valgeir Jónsson, inni hjá sér. Svo kemur hann út og segir: „Stríð- ið er byrjað.“ Ég man alltaf eftir þessum orðum. Það var 1939,“ seg- ir Gunnsteinn. Hann man líka eftir að hafa heyrt í útvarpinu þegar skip voru skotin niður. Engu var eirt í brjálæði styrj- aldarinnar og menn bárust á bana- spjótum á lofti, láði og legi. Þjóð- verjar stunduðu kafbátahernað og skutu á öll skip bandamanna, hverr- ar gerðar sem þau voru. Því var brugðið á það ráð að safna skipum saman í langar skipalestir og sigla undir vernd herskipa. Það hafði kosti og galla; skipin voru bet- ur vernduð mörg saman en eitt og eitt, en mörg saman urðu þau auð- veldari skotmörk. Leið skipalest- anna lá gjarnan norður fyrir Ísland og þegar þeim var sökkt rak gjarnan eitthvað á land. Þá voru tundurdufl lögð til að verjast árásum. Allt hafði þetta áhrif í Árneshreppi. Sprengjur og sælgæti „Ég man eftir því þegar tund- urduflin rak í land,“ segir Margrét. „Þau rak upp í fjöru og allir flýðu til fjalls þar til búið væri að gera þau óvirk. Það voru menn í því að gera þau óvirk, þau voru skotin bara í fjörunni heima.“ Gunnsteinn skýt- ur inn í: „Já, hestar, kindur og kýr voru bundin inni á meðan var ver- ið að skjóta þetta. Þau ærðust alveg. Svo var náttúrulega töluvert skotið niður af skipum þarna og þá kom nú margt fallegt í land. Mikið af fínu timbri, til dæmis, og sælgæti. Allir lækir og sprænur voru brúað- ar. Kallarnir farnir að setja brýr á lækina á túninu, það var allt í einu komið svo mikið timbur.“ Það var nefnilega ekki allt sem á land rak hættulegt. Margrét man sérstak- lega eftir sælgætinu. „Ég man eftir því. Heill fleki af sælgæti, tréfleki. Orkumolar einhverjir eða kara- mellur. Þetta var voðalega gott þó það væri skemmt. Og ávextir í dós- um. Þetta var einhver forði sem átti að fara eitthvert.“ „Já, við höfum lifað tímana tvenna,“ segir Gunn- steinn. Fólkið kom og fólkið fór Það eru orð að sönnu. Þau upp- lifðu miklar sveiflur í fólksfjölda og umsvifum. Á sínum tíma stóð fullkomnasta síldarverksmiðja í Evrópu í Djúpuvík og önnur var reist í Ingólfsfirði. Fólk dreif að, margir komu frá Hornströndum, en byggð lagðist af þar upp úr miðri öldinni. Verksmiðjurnar vöktu mikla von en hún varði ekki lengi; síldin hvarf. Hráefni er grundvöllur þess að reka verksmiðju og tilraun- ir voru gerðar í þeim efnum, fyrst síldin var horfin. „Gerðar voru tilraunir til að verka karfa,“ segir Gunnsteinn. „Ég komst svolítið í það á Ingólfs- firði. En svo kom á daginn að karf- inn var of harður í þessi tæki sem eru fyrir síldina og þá var það búið að vera. Ég var sjálfur að reyna að berja þetta helvíti í gang með Guð- mundi sterka. En það var alveg sama hvað var gert, það gekk ekki. Þetta eru svo ólíkir fiskar. Þá fór allt að hrynja.“ Þegar Margrét og Gunnsteinn höfðu ruglað saman sínum reitum fóru þau að búa í Kaupfélagshús- inu í Norðurfirði. Þau ráku kaupfé- lagið og gerðu lengi. Hann segir að fyrstu árin hafi fátt verið þar nema kaupfélagið. Það var þó með heil- mikil umsvif, rak sláturhús og fisk- móttöku og ýmislegt fleira. Nóg var við að vera, fimm börn komu í heiminn svo heimilið varð stórt, og reksturinn var líka tímafrekur. Löng saga verslunar er á stað sem Gunnsteinn þekkir vel. „Kaupfélagið í Norðurfirði var farið að versla um aldamótin 1900, jafnvel fyrir þau. 1903 var svo kom- in búð og er búin að vera stöð- ug þar og þar áður pöntunarfé- lag. Þetta var djöfulsins vesen, allt kom í pokum og var kastað upp í fjörurnar. Kallarnir þurftu að vera þar til að taka á móti.“ „Svo komu strandferðaskipin,“ segir Margrét. „En það var engin höfn, þannig að það var öllu skipað upp í uppskipunarbátum. Þannig var það þar til í kringum 1985, þá kom stór höfn. Og eftir það hættu skipin að koma, þau voru kannski lafandi eitthvað fram undir 1990.“ Kaupfélagið sprakk Síðan gerðist það, sem margir töldu ómögulegt, sjálft kaupfélags- veldið riðaði til falls. Kaupfélög- in voru stoð og stytta samfélagsins víða um landið og Sambandið hafði byggt upp mikið veldi á þeim, í alls kyns atvinnurekstri. Upp úr 1990 gerðist þó einmitt það ómögulega; Sambandið féll og kaupfélögin víða um land með. Meðal annars á Norðurfirði. Gunnsteinn og Mar- grét segja að það hafi verið í eina skiptið á þessum áratugum þar sem þau veltu því fyrir sér að yfirgefa Norðurfjörð. „Okkur datt það nú í hug þegar kaupfélagið sprakk. Það voru erfiðir dagar að komast upp úr því,“ segir hann. Þau hjónin sneru hins vegar vörn í sókn og komu sér upp gistiheim- ili. Þau höfðu byggt sér hús og boð- ið upp á gistingu í tveimur litlum herbergjum, en það stækkaði tölu- vert. „Það var þarna frystihús, þar sem menn frystu kjötið, og ýmis- legt fleira. Það vildi enginn kaupa þetta þannig að annað hvort var að fá okkur til þess eða bara að fara frá þessu. Við héngum þarna á þrjósk- unni,“ segir Gunnsteinn. Gistiheimilisrekstur „Ég held að bankinn hafi pínt þig til að kaupa þetta, frystihúsið slát- urhúsið og allt,“ skýtur Margrét inn í. „Við gerðum síðan hluta af frystihúsinu að gistihúsi og það hefur bara tekist vel. Það eru koj- ur í þremur frystiklefum, 20 í allt.“ Umfangsmiklar breytingar þurfti til að bjóða upp á gistingu í göml- um frystiklefum og laga allt hús- næði að nýjum þörfum. Vélasalur- inn er til dæmis eldhús í dag. „Við þurftum að breyta þessu býsna mikið. Og svo að verja fyrir elds- hættu, þetta var náttúrlega frysti- hús. Við fengum svolítinn styrk til að gera þetta, en eyddum þó tölu- verðum peningum í þetta,“ segir Gunnsteinn. Gistiheimilið Bergistanga hef- ur gengið býsna vel í gegnum árin. Fjölmörg hafa lagt leið sína þang- að og borið þeim hjónum og allri aðstöðu vel söguna. „Þegar hóp- arnir eru að fara norður á Strandir þá hentar vel að gista þarna,“ seg- ir Gunnsteinn. „Við höfum kynnst mörgu fólki og það vill gjarnan koma aftur. Konan hefur verið ansi dugleg.“ Margrét gerir þó ekki of mikið úr því, en játar þó að þetta hafi ver- ið býsna mikil vinna. „Ég sá eigin- lega ein um þetta í allt sumar, eða mikið til. Krakkarnir voru eitthvað að koma og hjálpa mér. Við höfum alltaf getað tekið á móti einhverj- um allt árið, þegar við erum þarna heima. Við höfum skotið skjólshúsi yfir menn sem eru þarna að vinna, verið með mat fyrir þá og svona. Það verður nú breyting á því, þar sem við erum að láta þetta allt af hendi þessa dagana. Krakkarnir fá þetta bara. Þau ætla nú að reyna að halda þessu áfram eitthvað. Mað- ur getur ekkert staðið í þessu leng- ur, þó maður geti kannski hjálpað eitthvað til. Ef maður hefur heilsu til þess að fara þangað á sumrin og hjálpa til.“ Skipin komu Það var oft gestkvæmt á Norður- firði og Gunnsteinn segist stoltur af þeirra störfum. „Skipin komu þarna á Norðurfjörð með vörurnar. Lengst af var það eina leiðin til að komast frá og að heimili. Mikið af fólki fór með skipunum til Reykja- víkur og víðar. Þetta fólk kom yf- irleitt einum eða tveimur dögum áður en skipin komu. Það var ekk- Stolt af því að hafa kynnst öllu þessu fólki Eftir að hafa alið allan sinn aldur í Árneshreppi eru Gunnsteinn og Margrét nú flutt á Akranes Hjónin Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir fluttu á Akranes í haust, eftir að hafa alið allan sinn aldur í Árneshreppi á Ströndum. Þar áttu þau æskuárin, eignuðust börnin, ráku kaupfélag og gistiheimili og hann var oddviti áratugum saman. Ljósm. kóp. Þegar Margrét og Gunnsteinn höfðu ruglað saman sínum reitum fórum þau að búa í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Þau ráku kaupfélagið og gerðu lengi. Myndin tekin snemmsumars 2020. Ljósm. gó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.