Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 81

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 81
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 81 Landbúnaðarháskóli Íslands sendir öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Gleðileg Jól ert hægt að vita hvar skipin voru, þau áttu bara að koma einhvern tí- mann. Þetta fólk þurfti mikla þjón- ustu. Margir gistu hjá okkur og voru í fæði líka. Svona var þetta líka í sláturtíðinni. Þá kom mikið fólk á staðinn sem þurfti mikla þjónustu. Eftir á að hyggja er maður bara montinn af því að hafa kynnst öllu þessu fólki. Það var gott við okkur og við þurftum að vera góð við þau. Kannski heilu fjölskyldurnar sem þurftu að koma og bíða í einn eða tvo daga.“ Heima Margrét og Gunnsteinn fluttu, eins og áður segir, til Akraness í haust. Það eru töluverð viðbrigði, haf- andi verið í Árneshreppi alla sína tíð. Þau segja ýmislegt hafa breyst á síðustu árum. Mun meira þurfti að hafa fyrir gestum áður, með til- heyrandi þjónustu, þar sem fólk var lengur. Nú sé allt dottið niður yfir vetrartímann. „Já, það er ráð- leysi að vera þarna áfram og lenda í vondum vetrum.“ Já, veturnir geta orðið býsna harðir norður í Árneshreppi. Snjór- inn getur verið mikill og allt á kafi langt fram á sumar og Margrét rifj- ar upp að fyrir tveimur árum hafi þau varla komist úr húsi fyrir hálku og hvassviðri dögum saman. „Þetta getur verið snjóakista,“ segir Gunn- steinn. „Áður fyrr ferðuðust margir þarna á skíðum. Það var hægt að fara á hestum þegar það var snjó- laust, en þegar snjóaði var það ekki hægt og maður var feginn að geta farið um á skíðum. Ekki síst þegar þurfti að flytja vörur. Við þurftum nú aldrei að bera neitt heim til okk- ar, við vorum í búðinni, en fólkið á bæjunum í kring þurfti að flytja pokann sinn.“ Blaðamaður heggur eftir því að hjónin vísa bæði til Norðurfjarðar sem „heima“, tala um að fara heim og vera heima. „Já, við segjum það ennþá. Við kunnum ekki að segja annað,“ segir Gunnsteinn. Ánægð á Akranesi Þau kunna þó vel við sig í nýjum heimkynnum á Akranesi. Nóg sé við að vera. „Ég á nú þrjár systur hérna og dóttir okkar og sonur eru hérna líka,“ segir Margrét, sem er sátt við viðbrigðin. „Já, mér finnst þetta bara ágætt. Maður sér þó fólk og maður getur skotist hérna að- eins út. Keyrt um bæinn og þess háttar.“ „Já, við erum nú að þekkja mik- ið af fólki hér,“ segir Gunnsteinn. „Hér eru menn frá Dröngum og Ingólfsfirði og ég veit ekki hvað.“ Þau munu þó án efa skreppa aft- ur heim í Norðurfjörð yfir sum- artímann, eiga enda mikið ennþá þar. Svo býður þeirra ný upplifun; að vera gestir á gistiheimilinu sem þau komu á fót og ráku í öll þessi ár. „Já, við eigum alveg eftir að taka það út að vera gestir á gistiheimil- inu og láta stjana við okkur,“ segir Margrét að lokum. kóp Útsýni yfir fjörðinn. Ljósm. úr einkasafni. Nokkrir smábátar í höfninni í Norðurfirði. Ljósm. gó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.