Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 83

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 83
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 83 www.gamafelagid.is s. 577 5757Quality Management Environmental Management ISO 9001 ISO 14001 Equal pay management system ÍST 85:2012 EMS 542753FM 577752 EQ 670312 Íslenska gámafélagið óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Guðrún á vinnustofunni þar sem eldri borgarar í Snæfellsbæ vinna ýmislegt handverk með gler og leir. og bændagistingu,“ segir Guðrún. Ferðaþjónustuna rak fjölskyldan í 18 ár en þau hættu rétt fyrir banka- hrun. „Við vorum á þeim tíma sem lítið var um ferðaþjónustu hér á landi og má því segja að við höfum verið brautryðjendur,“ segir Guð- rún. Hleðsluverkefni Bárð Snæfellsás hafa allir séð sem lagt hafa leið sína á Arnarstapa eft- ir 1985 en það voru pabbi Guð- rúnar, systkini hans og afkomend- ur sem létu reisa Bárð til minningar um ömmu og afa Guðrúnar. „Það er gaman að geta sagt að maður hafi átt þátt í þessu verkefni,“ seg- ir hún og brosir. Árið 2014 hrinti Guðrún af stað átaksverkefni um endurhleðslu gömlu Ólafsvíkur- réttar. „Ég hef nú samt ekki séð um að hlaða réttina sjálf en feng- ið til þess gott fólk,“ segir Guðrún og hlær. Hún hefur þurft að leggja mikla vinnu og tíma í þetta verk- efni sem nú sér loks fyrir endann á en áætluð verklok eru næsta sum- ar ef vel gengur en annars sumarið 2023. Mikil vinna fór í undirbúning áður en sjálfar endurbæturnar gátu hafist og tók hann um tvö ár. Það þurfti að sækja um leyfi til Minja- verndar og svo þurfti að sækja um styrki. Guðrún Bergmann var fyrsti styrktaraðili verkefnisins og fylgdu margir í kjölfarið. „Ég er afskap- lega þakklát öllum þeim sem hafa styrkt þetta verkefni með pening eða vinnu. Það eru rosalega margir sem hafa lagt hönd á plóg í þessu verkefni en svona samfélagsleg verk efni verða ekki til öðruvísi en með slíkri samvinnu,“ segir Guð- rún. En af hverju ákvað hún að ráð- ast í þetta verkefni? „Ég veit það nú ekki. Réttin sást orðið varla fyrir gróðri og mér þótti leiðinlegt að sjá hana bara hverfa. Einhver þurfti að byrja á þessu og af hverju ætti það ekki að vera ég?“ Virk í starfi eldri borgara Guðrún hefur verið svo lánsöm að fá að eldast og er nú búin að ná þeim áfanga að vera komin í hóp eldri borgara. Hún er virk- ur þátttakandi í starfi eldri borg- ara í Snæfellsbæ og segir að þar sé alltaf nóg um að vera. „Það er stíf dagskrá hjá okkur;“ segir hún brosandi. Í Snæfellsbæ hittast eldri borgarar oft yfir vikuna og gera eitthvað saman; spila boccia, fara í sund, pútta, fara í fitness, sinna ýmsu handverki, dansa línu- dans og margt fleira. Aðspurð seg- ir Guðrún fólk almennt vera dug- legt að mæta og taka þátt í félags- starfinu. „Sumir koma líka bara til að fá sér kaffi með okkur, spjalla og fá smá selskap,“ segir hún og bætir við að það sé líka í góðu lagi. Spurð hvernig handverki hún hafi mest gaman að segist hún helst vinna með gler og leir. „Ég hef alltaf haft gaman að handverki og lærði ung að sauma út. En mér þótti þetta allt svo skemmtilegt og heillandi. Því miður sér mað- ur ekki oft í dag krakka heillast af svona hlutum og ég er hrædd um að það sé því símarnir stela öllum tímanum og á það ekki bara við um börnin,“ segir hún. Góð aðstaða fyrir eldri borgara Við stöndum upp frá eldhús- borðinu og förum saman út þar sem Guðrún sýnir blaðamanni aðstöðu eldri borgara í Ólafsvík. Það er ekki langt að fara því fyrsti áfangastaður er í næsta húsi við hús Guðrúnar en þar er saumaaðstað- an. „Hér var áður apótek og þess vegna er svona góð lýsing,“ segir Guðrún þegar hún kveikir ljósin og herbergið lýsist allt upp. „Það er mjög hentugt að hafa svona góð ljós í saumastofu,“ bætir hún við. Við göngum næst yfir í næstu götu þar sem annars vegar er aðstaða fyrir gler- og leirvinnslu og hins vegar trésmíðaverkstæði. Aðspurð segist Guðrún lítið vera að prófa vélarnar á trésmíðaverkstæðinu en í glerinu og leirnum er hún öllum hnútum kunnug. Hún sýnir blaða- manni allskonar falleg listaverk sem fylla hillurnar á vinnustofunni en þar eru kertastjakar, styttur og ýmislegt annað úr leir eða gleri. „Það er gott að vera eldri borg- ari í Ólafsvík, þar sem svona rosa- lega vel er haldið utan um okkur og við fáum svona góða aðstöðu til að vinna í,“ segir Guðrún ánægð að lokum. arg Kertahús úr leir sem Guðrún bjó til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.