Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 84

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 84
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202184 Skagakonan Brynja Valdimarsdótt- ir vakti fyrst athygli þegar hún tók þátt í Idol Stjörnuleit árið 2004. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var í desember árið 1985 sem móð- ir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða og bjó henni öruggara og betra líf. Blaða- maður Skessuhorns settist niður með Brynju á dögunum í einlægt spjall en það var fyrir sex árum síð- an sem Brynja stóð á krossgötum í lífi sínu. Þá var hún að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit en þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvott- orðið sitt og önnur skjöl tengd því. Foreldrar Brynju eru þau Valdi- mar Axelsson og Anna Ágústsdótt- ir og Brynja á tvo syni; Erni Loga sem er átta ára og Freystein Jaka, þriggja ára. Brynja á bróður sem er ættleiddur frá Gvatemala og er fjórum árum eldri en hún. Alls voru sex stelpur sem voru ættleiddar og komu á sama tíma á Akranes, allar fæddar árið 1985, og ólust þær all- ar upp á Skaganum. Brynja segir að þær hafi allar vitað af hvor annarri þegar þær voru litlar og nokkrar af þeim eru vinkonur í dag. Búin til úr súkkulaði En hvernig var að alast upp á Skag- anum? „Það var mjög gott, þetta er samfélag sem heldur utan um sitt fólk finnst mér og það var smá huggun og stuðningur að þær hafi alist upp hér líka. Mað- ur var ekki bara ein, þegar mað- ur hugsar út í það. Lítil börn geta verið svo forvitin, þau héldu að ég væri búin til úr súkkulaði og hár- ið mitt úr lakkrís. Þau áttu það til að naga á mér hárið, ég skildi ekki neitt og kennarinn tók þetta dá- lítið inn á sig. Í dag sér maður þetta í öðru ljósi en auðvitað voru börn- in bara að prófa sig áfram. Þegar ég var lítil vissi ég ekki alveg hvað það að vera ættleiddur var, ég hélt að það væri að kaupa barn. Ég sagði oft við mömmu mína þegar ég var lítil: „Mamma, viltu kaupa barn fyrir mig? Kaupa litla systir handa mér? Kaupa? Já, þú keyptir mig!“ Á þessum árum var þetta svo nýtt fyrir öllum og lítið upplýsinga- flæði.” Brynja segist lítið hafa orðið vör við fordóma á þessum árum og segir að hún hafi verið í vernduðu umhverfi. „Þetta var lítill bær og kannski gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en ég varð fullorðin. Í dag finn ég meira fyrir fordómum en ekki hér á Akranesi. Samfélag- ið hér er það upplýst og allir skyld- ir einhverjum. Ég hef ferðast um allan heim og hef orðið fyrir meiri fordómum þar heldur en heima, sem er á vissan hátt skrýtið.“ Áhugaverð reynsla Brynja segir að tónlist hafi alltaf verið stór hluti af lífi hennar, hún sé hennar ástríða og heilun. Hún segist vinna við tónlistina af og til en hún gefi ekki það vel af sér að hægt sé að starfa eingöngu við tón- listina. Brynja var aðeins 19 ára þegar hún tók þátt í Idol Stjörnuleit á Stöð 2 sem voru gríðarlega vin- sælir þættir á þeim tíma. Hvern- ig var sú reynsla? „Það var áhuga- verð reynsla en kannski ekki minn tebolli. Það var ekki leyfilegt að vera með nein hljóðfæri og ég fékk ekki í raun að vera ég sjálf. Það var alveg áreiti sem fylgdi þessu á tímabili eða 15 mínútur af frægð eins og maður segir. Þetta var rosa- lega vinsælt á sínum tíma og mað- ur var kannski í Smáralindinni fyrir jólin að versla og þá sá maður ein- hver risa skilti af sjálfum sér. Þetta var hálfóraunverulegt og alls staðar verið að tala um mann í útvarpinu og víðar. Þetta var alveg sjokk fyr- ir saklausa sveitastelpu sem fannst gaman að syngja og mikið áreiti, maður gat ekki farið út að skemmta sér með vinkonum sínum án þess að væri verið að hrópa á mann og þvíumlíkt. Þetta var mikil reynsla og hjálpaði manni að koma fram, vera ég sjálf og setja fólki mörk. Þó maður sé í sjónvarpi þá er mað- ur ekki alltaf aðgengilegur og á sitt eigið einkalíf.“ Hjartans mál Árið 2016 ferðu að huga að því að leita uppruna þíns. Hvað var það sem ýtti þér af stað í þá veg- ferð? „Það hefur alltaf verið þessi forvitni, alltaf verið undirliggj- andi í mér. Hver er ég, hvaðan kem ég? Það sem ýtti mér af stað var þegar ég gekk með eldri drenginn minn að þá var spurt um sjúkra- söguna. Eru einhverjir sjúkdóm- ar í fjölskyldunni? Ég hafði ekki hugmynd um það, vissi ekki neitt. Það ýtti mér svolítið út í það að vilja vita hvaðan ég væri. Þannig að árið 2015 byrjar þetta ferli þegar ég sótti um hjá innanríkisráðuneytinu um fæðingarpappírana mína en þar voru geymd ættleiðingarskjölin og fékk ég aðgang að þeim. Þetta var áður en þættirnir hennar Sigrún- ar Óskar á Stöð 2, Leitin að upp- runanum, byrjuðu. Síðar var mér boðið að vera með í þáttunum en fannst það ekki vera mín leið. Þetta er frábær leið til að leita upprunans en mér fannst hún ekki henta mér. Ég var tilbúin að syngja í sjónvarpi en ekki taka þátt í einhverju sem varðaði hjartans mál. Ég kynnt- ist svo henni Auri sem hafði verið í þessum þáttum sem bjó á Ísafirði og er frá Srí Lanka. Hún hafði sam- band við mig eftir að ég kom fram í viðtali í DV og þá byrjaði hún að hjálpa mér. En ég fann aldrei neinn fyrr en nokkrum árum seinna og það var í gegnum svokallað DNA app. Það eru auðvitað rúmlega meira en þrjátíu ár síðan og það er tæplega helmingur landsmanna skráður í þjóðskrá þarna úti. Sum- ir vilja ekki láta finna sig. Ég ákvað að fara á netið árið 2018 og taka DNA. Ári seinna fæ ég skilaboð í símann úr þessu appi, 23andMe, DNA Testing, og þar stóð: „Ætt- ingi fundinn.“ Ég fór inn á það og sé skyldleikann og sé að við erum þokkalega vel skyld og að hann býr í Los Angeles, þessi nýfundni frændinn minn. Hann og mamma eru systkinabörn og það er nánasti ættingi sem ég hef fundið nú þegar. Hann var bara þarna inni af ein- skærri forvitni, er læknir í LA og ég var aldrei að horfa í þá átt heldur til Srí Lanka. Hann tengdi mig síðan yfir til fólksins á Srí Lanka og nú eru þau orðin partur af mínu lífi og eru búin að vera í góðu sambandi við mig í eitt og hálft ár. Þau hafa kennt mér svo mikið um menn- inguna, tungumálið og ég lít eigin- lega á þau sem fjölskyldu. Ég spjalla við hann í gegnum síma og þau öll eru að reyna að hjálpa mér sem er kannski ekki sjálfsagt.“ Pappírarnir falsaðir Brynja segir einnig að hún hafi ekki enn fundið neinn náskyld- an sér, engan svona í nánustu fjöl- skyldu. „Við erum að reyna að rekja niður ættartréð og reyna að finna einstaklinga. Það virðist vera þannig að þegar var verið að tala um ættleidd börn áður fyrr að þá var svo mikil leynd og fáir vissu af því. Þetta var vel falið. Ég var að komast að því að pappírarnir mín- ir eru falsaðir, það var lögfræðing- ur sem var að vinna í þessum mál- um þarna úti sem var bara að reyna að græða. Hún setti börn til ætt- leiðingar, bara til að fá pening og falsaði alla pappíra. Þannig að það er allt í lausu lofti og ég er enn að leita. Ég ætla ekki að segja að ég sé komin á byrjunarreit aftur því að ég er búin að finna einhverja ættingja en finnst samt lítið hafa þokast. Það er nánast ómögulegt að finna einhvern út frá þeim þannig að ég ákvað að fara DNA leiðina. Prófíll- inn minn inni á gagnagrunninum er alltaf opinn og síðan bætast alltaf við einhverjir ættingjar. Ég þarf bara að vera dugleg að fylgjast með og fara þarna inn til að sjá tengslin. Ættartréð kemur alltaf upp og hvar þau eru staðsett miðað við mig.“ Fílar og risaskjaldbökur Alþýðuveldið Srí Lanka er eyríki út af suðausturströnd Indlands- skaga. Helstu undirstöður efna- hags Srí Lanka eru ferðaþjónusta, fataframleiðsla og landbúnaður. Landið hefur lengi verið þekkt fyr- ir framleiðslu á kanil, hrágúmmíi og tei. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm millj- ónir í stærstu borginni, Colombo. Höfuðborgin, Sri Jayawardenep- ura Kotte, er í úthverfi í Colombo. Fyrir fjórum árum fór Brynja í heimsókn með vinkonu sinni til Srí Lanka og fannst það æðislegt: „Þetta var mikil upplifun en ég var þarna í tvær vikur. Ég ætlaði að leita upprunans en þegar maður er ekki með tengilið þá er það svo tak- markað og erfitt. Tilgangurinn var aðallega að kynnast menningunni, sjá fólkið, sjá þetta land. Þetta var mjög framandi, maður var kannski að labba á götunni og sá allt í einu „Réttur hvers og eins að leita uppruna síns“ Rætt við Brynju Valdimarsdóttur um leit hennar að upprunanum Brynja stödd í verndarskýli fyrir skjaldbökur á suðausturströndinni. Brynja í faðmi móður sinnar, lengst til vinstri, á Srí Lanka árið 1985.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.