Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 85

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 85
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 85 BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR er að líða Haraldur Benediktsson Teitur Björn Einarsson S K E S S U H O R N 2 01 6 S K E S S U H O R N 2 01 6 Starfsfólk og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári SK ES SU H O R N 2 01 9 fíl bara labba í veg fyrir mann. Á ströndinni voru kannski risa skjald- bökur, 120 ára, að spóka sig. Þetta var í Matale og Kandy, miðsvæð- is á Srí Lanka, þaðan er ég og mitt fólk og ættingjar mínir búa þar enn. Þetta er afar rótgróið, fólk er fast á sínum stað í lengri tíma. Það var æðislegt að fara þarna út, þetta er fallegt land og villt dýr út um allt og fólkið allt öðruvísi. Vinkona mín sem fór með mér er rauðhærð og ljós á hörund og vakti mikla athygli og fólk starði á hana af miklum áhuga. Ég fann að ég passaði á ein- hvern hátt inn í hópinn. Eitt sinn á göngu hélt hún að hún hefði týnt mér í mannhafinu og byrjaði að kalla yfir hópinn: Brynja, hvar ertu? Ég stóð við hliðina á henni nánast og sagði: „Ég er hér“ og þegar hún fann mig þá sagði hún: „Ég hélt ég hefði týnt þér!“ Við hlógum að þessu eftir á. Smá húmor!“ Stundum eru öll sund lokuð Kanntu eitthvað í tungumálinu? „Ég reyni en það er erfitt að læra tungumálið í gegnum síma en mig langar að læra tungumálið sem heitir Sinhala. Ég ætla að reyna að koma því inn í áætlunina hjá mér en það er erfitt eftir allan þenn- an tíma. Það er mikið af handa- hreyfingum sem er táknrænt fyr- ir tungumálið og allt öðruvísi skrift líka. Það eru einhverjir hringir og munstur þannig að ég er ekki al- veg þar.“ Brynja hefur þessa stund- ina ákveðið að setja þessi mál varð- andi ættleiðinguna og allt í kring- um það á smá bið. „Þetta tekur á andlega að taka svona tarnir, stund- um eru öll sund lokuð þannig að maður kemst ekkert lengra og svo fær maður kannski fréttir eftir ein- hverja mánuði. Maður verður alveg þreyttur eftir svona ferli og sérstak- lega að vera búin núna að standa í þessu í sex ár. Ég var að senda annað DNA til annarrar rannsóknar með stærri gagnagrunn og það er leyft fólk frá Srí Lanka þar inni. En í fyrra var ekki fólk frá Srí Lanka þar og því ætti að vera meiri möguleiki núna að finna einhvern þar.“ Það er alltaf von En hvað veit Brynja um foreldra sína á Srí Lanka? „Það er rosa lítið vitað um föður minn, það stóð ekk- ert í pappírunum um hann en þess- ir ættingjar sem ég fann eru skyldir mér í móðurlegg þannig að það er í raun ekkert sem kemur frá föður- megin. Það er sagt að móðir mín sé fædd í apríl árið 1955 og því gæti vel verið að hún sé á lífi miðað við aldurinn. En síðan er bara spurn- ing hvort pappírarnir séu að segja satt. Ég gæti þess vegna átt systkini báðum megin en hef ekki hugmynd um það. Þau vilja meina það, ætt- ingjar mínir úti, að ég eigi bróðir sem var eftir úti og því er alltaf von. Þau vilja líka meina það að móð- ir mín hafi dáið þegar ég fæddist. Þess vegna finnst ekkert í þjóðskrá um hana en það er erfitt að stað- festa allt svona, þau eru að aðstoða mig í því núna.“ En að lokum, finnst þér þú hafa lært mikið af þessu ferli öllu saman? „Alveg rosa margt, bæði í þolin- mæði og þrautseigju og einnig að búast við öllu eða engu. Aldrei að gefast upp og það eru alltaf ein- hverjar dyr sem eru ólæstar. Þetta hefur kennt mér æðruleysi og að sætta sig við það sem kemur. Ég hef þroskast mikið á síðustu árum. Ég fann ekki mikið fyrir því að vilja leita uppruna míns þegar ég var yngri en eftir að ég varð eldri þá kviknaði áhuginn. Þessi tilfinning er sterk en er kannski ekki þannig hjá öllum. Ég hef þroskast og er hugrakkari en ég hélt að ég væri. Það er réttur hvers og eins að leita uppruna síns,“ segir Brynja að lok- um. vaks/Ljósm. aðsendar Freysteinn Jaki er þriggja ára. Ernir Logi, eldri sonur Brynju, er átta ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.