Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 91

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 91
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 91 Hollvinasamtök Borgarness hafa verið með ýmis verkefni á sinni könnu á árinu sem er að líða en markmið samtakanna er að vinna að bættum lífsgæðum í Borgarnesi, bæði hvað varðar umhverfi, fram- boð menningar og afþreyingar fyr- ir bæjarbúa og gesti Borgarness. Í samstarfi við þjónustuaðila í Borg- arnesi, Elínu Elísabetu Einars- dóttur teiknara, Borgarbyggð og Borgarverk ehf. var gefið út nýtt götukort af Borgarnesi. Kortið er nú komið í dreifingu um alla Borg- arbyggð og hefur því verið vel tek- ið. Meðal annarra verkefna í um- sjón Hollvinasamtakanna var að koma upp húsaskiltum á elstu hús Borgarness. Í samstarfi við Heiðar Lind Hansson sagnfræðing, Heiði Hörn grafískan hönnuð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Borg- arbyggð voru sett upp níu skilti á elstu hús Borgarness. Á skiltunum eru ártöl, hvenær húsin voru byggð, nöfn húsanna, auk götuheita og númers. Ætlunin er að halda þessu verkefni áfram svo að öll hús eldri en 100 ára fái þessi húsaskilti til að varðveita byggingarsögu bæjarins. Brákarhátíð með breyttu sniði Bæjarhátíðin í Borgarnesi, Brák- arhátíð, kemur ávallt í hlut Hollvinasamtaka Borgarness að skipuleggja ár hvert. Að þessu sinni var ákveðið að halda hátíðina með breyttu sniði með tilliti til heims- faraldursins. Viðburðum var því dreift yfir sumartímann, frá maí- mánuði og fram í júlí. Bæjarbúar og gestir gátu sótt fjölbreytta viðburði eins og listasmiðju hjá listakonunni Michelle Bird með sérstöku Brák- arþema. Viðburðurinn „Hreinsum Borgarnes“ var haldinn 23. júní í samstarfi við Borgarbyggð þar sem bæjarbúar voru hvattir til að hreinsa í sínu nærumhverfi. Brákardag- ur fór fram 26. júní og hófst með skemmtihlaupi frá Granastöðum yfir í Brákarey þar sem Kvenfélags- konur buðu hlaupagörpum og öðr- um gestum í dögurð. Þriðja júlí var svo haldinn sérstakur Bjargslands- dagur í fyrsta skipti. Þar var Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur með sögugöngu um Bjargsland. Gangan endaði svo á Bjargi þar sem húsráð- endur á Bjargi buðu í kaffi og vöffl- ur. Spennandi verkefni eru á döf- inni hjá Hollvinasamtökum Borg- arness en þar ber hæst að nefna Frisbígolfvöll í Borgarnesi og upp- setningu á upplýsingaskilti í Borg- arnesi ásamt því að skipuleggja Brákarhátíð 2022. glh Kjartan Ragnarsson, einn af eigendum Landnámsseturs Íslands, ánægður með nýju húsaskiltin fyrir bæði hús Land- námssetursins. Viðburðaríkt ár hjá Hollvinasamtökum Borgarness Meðlimir Hollvinasamtaka Borgarness glöð með nýtt Borgarneskort. F.v: Gunn- hildur Lind Hansdóttir, Katrín Huld Bjarnadóttir, Hafþór Ingi Gunnarsson og Lilja Hrönn Jakobsdóttir. Margrét Freyja Viðarsdóttir skilar sínu á „Hreinsum Borgarnes“ degi í sumar og sópar hér meðfram gangstéttinni við heimili sitt á Böðvarsgötunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.