Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 100

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 100
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021100 Ragnheiður Stefánsdóttir heldur úti samfélagsmiðlinum Matarlyst á Instagram og Facebook. Hún fær- ir hér lesendum Skessuhorns góm- sætar uppskriftir nú fyrir jólin en segir okkur jafnframt frá hefðum sem hún heldur fast í við undirbún- ing jólanna. Vildi stærsta tréð Ragnheiður er Skagakona og seg- ir að fyrir sig sé aðventan dásam- legur tími. „Notalegheitin hefj- ast með því að kveikja á Útvarpi Akranes, en þá kemst ég í jólagír- inn. Ég man eftir mér sem lítilli stelpu þessa fyrstu helgi í aðventu. Mamma setti allt á fullt fyrir jólin, málaði veggi, skreytti og við bök- uðum saman smákökur og útvarp- ið ómaði undir alla helgina,“ segir Ragnheiður. „Önnur hefð frá því ég man eftir mér sem við viðhöld- um enn er að við fjölskyldan för- um að höggva jólatré. Ég man eft- ir því að ég grenjaði heil ósköp yfir því að stærsta tréð var ekki hoggið. En ég áttaði mig fljótlega á því að það þýddi ekkert, því þau tóku ætíð það tré sem þurfti að grisja í skóg- inum hverju sinni. Í dag er ég sjálf með gervitré en næ alltaf í greinar til þess að fá ilm í húsið.“ Kökur á aðventunni Ragnheiði finnst notalegt að bjóða fjölskyldunni í aðventukaffi. Þá tilheyrir að hita heitt súkkulaði, þeyta rjóma, baka hveitikökur eins og amma gerði, smyrja þær vel af smjöri og góðu áleggi eins og hangikjöti, reyktum laxi og osti. „Svo eru náttúrulega smákökurnar og lagtertan ómissandi. Mér finnst að það eigi að njóta þess að borða smákökur á aðventunni. Jólahátíðin sjálf er meira að borða góðan mat og gæða sér á tertum, ís og að sjálf- sögðu á einum og einum konfekt- mola. Með veislu á Þorlák Ein af mínum jólahefðum er að halda jólaveislu fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Ragnheiður. „Ég gef mér nokkra daga í það að undir- búa veisluna, hef grafið ærkjöt, andabringur og lax. Einnig útbý ég snittur og baka heil ósköp af allskyns gúmmelaði. En einnig hef ég útbúið dásamlega humarsúpu, bakað brauð og jóla pavlovu, sem er mjög ljúffeng, er svo einföld og góð. Nú í ár verð ég með veisluna á Þorláksmessu eins og í fyrra. Það fékk góðar undirtektir hjá gestun- um, sem eru nú þegar búnir að taka frá hluta af deginum fyrir jólaveisl- una.“ Veisla í hesthúsinu Ragnheiði langar að lokum að segja frá einum af hennar uppá- halds dögum. „Hluti af jólagleðinni felst í því að ég er hestakona. Ég og pabbi erum saman í því sporti ásamt hluta af fjölskyldunni. Á milli jóla og nýárs eru hrossin tekin inn í hesthús og þennan dag er sleg- ið upp stórveislu í hesthúsinu. Þá verður mjög gestkvæmt, ekta svona stemmari. Við systur og mamma útbúum dýrindis kræsingar, m.a. tartalettur, rækjubrauðtertur, tertur og tínum smákökur á disk,“ segir Ragnheiður að endingu. se Fléttubrauð Þetta brauð baka ég oft og iðulega, það heppnast alltaf fullkomlega, er einfalt og virkilega gott. Úr uppskrift- inni fáið þið þrjú væn fléttubrauð. Hráefni: 625 ml volgt vatn 1 pk þurrger 2 msk sykur 2 tsk salt 1 kg brauðhveiti þetta bláa frá kornax 1 egg til að pensla með í lokin Aðferð: Vatn, ger, sykur og salt er sett saman í hrærivélarskál, látið standa um stund, pískið aðeins saman. Hveiti er bætt út í gerblönduna. Vinnið saman á lágum hraða í 5 mín. Látið lyfta sér undir klút í 30 mín. Skiptið deiginu í þrjá hluta og svo hverjum og einum aftur í þrennt. Rúllið út í lengjur, festið þrjár lengjur saman á öðrum endanum brjótið endann niður, fléttið saman, og lokið endanum á sama hátt. Að- eins að velta endanum aftur og undir. Látið lyfta sér aftur í 20 mín. Pískið saman 1 egg, penslið deig- ið. Hitið ofninn í 190 gráður og blástur, bakið í 25 mínútur. Ég frysti restina af brauðinu, sker það í hæfilega stóra bita og set í poka, tek svo út þegar tilefni er til. Baileys ísterta með Daim Þessi ísterta er virkilega góð og sparileg, ef þið eigið saltkaramellu Baileys þá mæli ég eindregið með að þið notið hann. Njótið vel! Hráefni Marens 3 eggjahvítur 150 g sykur 100 g valhnetur saxaðar (val má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 120 gráður á blæstri. Eggjahvítur þeyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í, stífþeytið. Bætið valhnetum út í með sleikju. Teiknið hring eftir 24 cm bök- unarformi á bökunarpappír, klippið út, setjið í botninn á forminu. Setjið marensinn ofan í og dreifið út. Setjið inn í 120 gráðu heitan ofn- inn í 90 mín. Látið botninn kólna áður en ís- blöndu er hellt yfir. Baileys ís með Daim Hráefni: 6 eggjarauður 90 g sykur 75-100 ml Baileys eða Baileys með saltkaramellu 1/2 l rjómi léttþeyttur 1 poki daim kurl, saxið örlítið niður. Aðferð: Léttþeytið rjómann, leggið til hlið- ar. Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst, bætið út í Baileys, látið vélina ganga á lægsta hraða þar til komið er vel saman í ca1/2 -1 mín. Blandið rjómanum varlega saman út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum. Að lokum er daim súkkulaði bætt út í. Samsetning: Losið um hringinn á forminu, klippið bökunarpappír eft- ir endilöngu nógu langan þannig að hann nái allan hringinn á forminu, komið pappírnum fyrir, klemmið aftur saman. Hellið ísblöndunni yfir botninn, jafnið út, setjið í frysti yfir nótt. Skreytið að vild. Dásamleg skinkuhorn Hráefni: 100 g smjör við stofuhita 900 g brauðhveiti 60 g sykur setjið 1 msk af þessu út í mjólk og gerblönduna 1/2 tsk salt 1/2 líter nýmjólk 1 pakki þurrger 250g kotasæla 2 stk skinkumyrja 1 egg slegið saman til að pensla hornin með áður en þau fara inn í ofninn. Aðferð: Blandið saman í hrærivélar- skál hveiti, sykri og salti, blandið saman með króknum. Bætið mjúku smjöri saman við og hrærið þar til það er komið vel saman við. Hitið mjólkina í potti þar til hún verður ylvolg eða u.þ.b 28 gráð- ur, takið pottinn af hellunni, því næst er 1 pakka af þurrgeri bætt út í, (gott að setja 1 msk af sykri út í til að örva gerið) gerið látið leys- ast upp í mjólkinni, pískað örlítið saman, kotasælu er því næst bætt út í mjólkina, blandið henni saman við. Hellið að lokum mjólkur-ger blöndunni út í hrærivélarskálina, látið vélina hnoða deigið í u.þ.b 5 mín á lægsta hraða. Gott er að vera með auka hveiti á kantinum ca 1 dl bara ef deigið er of blautt, það á ekki að klístrast við fingurna. Látið hefast í hrærivélarskálinni undir klút í 30 mín. Skiptið deiginu í 5 hluta, fletjið út í hring, skerið í 8 sneiðar, skellið 1 tsk af skinkumyrju á hverja sneið og rúllið henni svo upp. Látið hef- ast í 20 mín. Sláið 1 egg saman og penslið skinkuhornin áður en þau fara inn í ofninn. Hitið ofninn í 200 gráður. Bak- ist í 10-12 mín eða þar til hornin verða gullinbrún. Frystið skinkuhornin, þannig geymast þau best. Heldur jólaveislu fyrir fjölskyldu og vini
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.