Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 104

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 104
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021104 „Í sumar hófst á Tindum á Skarðs- strönd í Dalasýslu nýr atvinnuvegur hér á landi, en það er námugröftur. Á Tindum er sem sé kolanáma og er hafin vinnsla í henni. Hlutafélag- ið Kol, sem stofnað var árið 1941, stendur fyrir framkvæmdum þess- um. Er búið að koma þar upp mikl- um mannvirkjum, starfsmanna- skála, verkstæði, húsi yfir díselraf- stöð, lyftuskúr, bryggju og síðast en ekki sízt er búið að grafa námugöng 16 m. lóðrétt niður í jörðina og þaðan um 15 m. löng göng inn í landið. Námuopið er rétt niður við flæðarmálið. Lyftu hefur verið komið fyrir í göngunum til þess að flytja kolin upp á yfirborð jarðar.“ Þannig hófst umfjöllun Morgun- blaðsins um kolanámuna á Tindum, en hún birtist í blaðinu 28. október 1954. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti námuna og hreifst mjög af starfseminni. Greina má mikla bjartsýni í umfjöllun hans og þyk- ir honum mikið til starfseminnar koma. Hún sé enda nokkuð mik- il og margir vinna í „námuhverf- inu,“ eins og blaðamaður nefnir það; „sjö karlar og tvær ungar og ljómandi laglegar stúlkur,“ eins og blaðamaður Morgunblaðsins kemst að orði, þarna árið 1954. Þess tíma orðalag í dagblöðum og umræðum, sem hefur nú líklega breyst nokk- uð. Stúlkurnar umræddu voru þær Anna Friðbergs Kristjánsdóttir og Edda Hermannsdóttir, en sú síðar- nefnda hefur lengi búið á næsta bæ við Tinda, Klifmýri. Skessuhorn heimsótti Eddu og rifjaði námu- starfsemina upp. 15 ára ráðskona „Pabbi var verkstjóri í námunni og sá um þetta,“ segir Edda, en faðir hennar hét Hermann Karl Guðmundsson og var þaulvanur sprengjumaður og verkstjóri við ýmsar framkvæmdir, m.a. gangna- gerð og virkjanir. Hann var því kjörinn í það verkefni að koma upp námagöngum og vinnslu, með til- heyrandi sprengingum sem þurftu. Hann þurfti að reisa allt frá grunni, við frekar frumstæðar aðstæður. „Þegar hann kemur hingað vor- ið 1954, þá er ekkert hérna. Þá varð að byrja á því að fá íbúðarhús. Það kom frá Húsasmiðjunni. Pabbi var með vinnuflokk með sér og ráðskonu til að sjá um mat og þess háttar. Vinur pabba og vinnufélagi til margra ára var hér með hon- um og kona hans var ráðskona, en þeir voru vanir að vinna saman. Þau hjónin voru hins vegar með börn og þurftu að fara með þau í skóla í september. Þá hringdi pabbi í mig og bað mig að taka við af henni sem ráðskona. Þá var búið að byggja húsið og bryggjuna og sprengja göngin og það allt. Það voru færri menn að vinna, bara þeir sem voru í námavinnslunni sjálfri. Hinir voru farnir heim, enda framkvæmdum lokið. Ég var hér um haustið í tvo mánuði, en þá var ég 15 ára gömul. Árið eftir kom ég í maí og starfaði fram á haustið.“ Kippt inn í framtíðina Ábyrgðin var töluvert mikil á herð- um hinnar ungu ráðskonu. Hún var með sjö til átta menn í mat og stundum bættust nokkrir við ef eitthvað sérstakt var um að vera, eins og útskipun. Kallarnir héldu til á staðnum, mötuðust og sváfu í sama skálanum. Edda þurfti að sjá um allt í sveit sem var nokkuð af- skekkt. „Þegar maður kom þá var ekk- ert rafmagn hér eða neitt. Það voru engar vélar á neinum bæjum. Mér fannst sveitinni bara kippt inn í framtíðina. Allt í einu var komið vélaverkstæði og rafmagn á fullu og alltaf eitthvað í gangi. Menn höfðu aldrei séð þetta áður. Sumir voru með vindrafstöðvar og löngu seinna fóru að koma ljósamótorar,“ segir Edda. Starfsmenn námunnar komu úr sveitinni. Ekkert aðkomufólk var þar að störfum við sjálfan námu- gröftinn á meðan Edda var þar, þó vissulega hefðu menn komið víða að í vinnuflokknum sem kom námunni og nauðsynlegum aðbún- aði upp. „Það var heppilegt að það var margt fólk hér í sveitinni. Auðvit- að var enginn annar vinnustað- ur hér og mikið af ungum mönn- um kom og fékk vinnu við námuna. Það hefur verið rosalega mikið puð á þessum strákum að vera á þessum borum allan daginn. Bæði þurfti að koma fyrir sprengiefni og svo að pjakka þetta, moka þessu upp. Meirihlutinn var grjót sem þurfti að hreinsa í burtu. Allir vagnar fylltir og tæmdir með handafli og ýtt á höndum. Það hefur verið mik- ill hávaði þarna niðri, en auðvitað fóru allir upp þegar sprengt var.“ Fyrsta verk verkstjórans á hverj- um morgni var að kveikja á dísel- rafstöðinni og um leið dælu sem dældi sjó úr námugöngunum sem hafði safnast þar saman yfir nóttina svo allt yrði tilbúið þegar menn væru búnir með morgunmatinn. Óskaplegur hávaði Trúað gæti ég að lesendur Skessu- horns hafi fæstir niður í kolanámu komið, hvað þá hér á Íslandi. Því er ekki úr vegi að grípa aftur nið- ur í frásögn blaðamanns Morgun- blaðsins frá 1954, þegar hann lýs- ir því hvernig var að fara ofan í námuna. „Þrír piltar voru að starfi þarna. Voru þeir að moka kolunum á vagn- inn, sem stóð á teinum, sem lagðir hafa vefið eftir miðjum göngunum. Þeir hættu að moka og vagninn var sendur upp í lyftunni. Þetta voru hraustlegir piltar og allvígalegir með ljósleita hjálma á höfði. Ekki þótti mér þeir vera neitt sérlega svartir í framan miðað við atvinnu þeirra. Sem kolanámumenn. Að- spurðir kváðust þeir kunna ágæt- lega við sig þarna niðri í námunni. Þar væri engin hætta á illum veðr- um, hitinn væri jafn, eitthvað 4-5 stig.“ Karl verkstjóri, faðir Eddu, sagði blaðamanni þarna um árið að piltarnir hefðu þó framan af ver- ið frekar ragir við starfann. Það væri þó allt breytt og nú væri þetta leikur einn fyrir þeim. Það sýndi sig þegar olíuvélin hætti að ganga þannig að slokknaði á öllum ljós- um og verkamenn og blaðamaður voru í kolniðamyrkri 16 metra und- ir yfirborði jarðar. Nokkuð fór um blaðamanninn, en verkamennirnir kveiktu sér hinir rólegustu í sígar- ettu og biðu þess að olíu yrði bætt á vélina ofanjarðar svo ljós kæmi á ný. Blaðamaður lýsir því svo hvern- ig námuverkamennirnir voru við borana. „Piltarnir tengdu nú loftleiðsl- ur við loftborana og Karl hrópaði upp námuopið: „Setjið loftpress- una í gang!“ Það var gert og inn- an stundar hófst borunin. Borinn er langur og á fæti, því ekki mun vera mögulegt að halda honum í horf- inu með handafli einu saman. Ekki er gott að lýsa með orðum þeim hávaða sem frá borunum kemur, en hann er óskaplegur þarna niðri í jörðinni. Í holurnar er svo sett dínamít og stálið síðan sprengt. Hægt er að losa allt að 15 lestir í einu. En Karl sagði að ennþá væri þetta allt á byrjunarstigi og ekki víst hver aðferð yrði notuð við gröftinn, en dínamít hefði gefist bezt til þessa af þeim aðferðum, sem reyndar hafa verið. Ekki sáum við hvernig farið er að því að sprengja stálið, en trúað gæti ég að þá yrði mikill hávaði og eim- ur. Þegar piltarnir stóðu þarna við loftborinn sást varla til þeirra fyrir ryki sem gaus upp frá stálinu.“ Edda segir að sér hafi þó ekki fundist mikið mál að fara niður í námuna á sínum tíma, þrátt fyr- ir ungan aldur. Allt hafi verið upp- lýst með ljósalömpum. Um leið og kólna tók í veðri hafi þó verið brunagaddur þar niðri. Námuballið Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð, ekki síst á yngri árum æviskeiðsins, að þrátt fyrir erfið- ar aðstæður lyftir hún sér gjarnan upp. Maður er manns gaman og Edda segir það hafa vel átt við um þennan tíma. Starfsemin hafi vakið mikla athygli og fólk komið víða að til að berja hana augum, þó náman væri ekki í alfaraleið. Mikið af ungu fólki hafi verið í sveitinni og þetta hafi verið mjög líflegt og skemmti- Ráðskona í kolanámu Kolanáma var starfrækt á Tindum á Skarðsströnd á sjötta áratugnum. Skessuhorn ræddi við Eddu Hermannsdóttir um minningar frá þeim tíma Edda við gamla námuopið. Það er þarna enn, þó búið sé að setja grind yfir það til að fyrirbyggja að nokkur detti ofan í það. Gömul spil og vindur hafa ryðgað yfir áratugina. Að fara niður í kol er þekkt í máli heimamanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.