Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 105

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 105
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 105 legt. Hún eignaðist góða vinkonu, en Anna frá Tindum var gjarnan með henni við ráðskonuverkin. Og mikið af ungu fólki samankomnu þýddi aðeins eitt á þessum árum; það varð að halda ball. „Fyrsta haustið þegar ég kom hingað vildu strákarnir sem unnu í námunni endilega hafa ball. Það er samkomuhús hérna, Röðull, stein- hús sem stendur niðri á melnum. Þetta var þá bara steinkumbaldi, þar var ekki rafmagn eða hiti eða neitt. Pabba leist ekkert á að halda ball þar í október, það var kom- inn snjór og frost og vetur. Strák- arnir voru hins vegar alveg óðir í þetta og suðuðu mikið um þetta. Á endanum sagði hann: „Nú hættið þið þessu tali. Þið fáið bara húsið hérna, við hendum borðunum og stólunum og kojunum út, þetta var sameiginlegt rými til að borða í og sofa, fáum bara lánaða bekkina úr félagsheimilinu og ég lána ykkur húsið fyrir ball.“.“ Ekki er að orðlengja að piltarn- ir gerðu eins og fyrir þá var lagt og námuballið varð viðburður sem fólk þar um slóðir mundi lengi og man margt enn. Enda kom það víða að. „Það var slegið upp balli og það var mjög gaman. Margir hér um kring spiluðu á harmónikku, það var sko ekki skortur á því. Það kom hingað fólk vestan úr Reykhóla- sveit, þetta þótti mjög spennandi, og allir héðan úr sveitinni komu. Börn, fullorðnir og gamalt fólk, það komu allir. Þetta var mjög skemmtilegt, þetta var stór fjölskyldusamkoma. Þetta var samt bara í þetta eina skipti og bara vegna þess að það var svo kalt að ekki var hægt að fara í Röðul. Meirihlutinn komst ekki inn, það var svo fjölmennt, og það var varla hægt að bjóða fólki upp á að húka bara úti.“ Ílentist í sveitinni Náman á Tindum var ekki lengi í rekstri, raunar aðeins tvö ár. Til- raunir höfðu hafist í stríðinu með að vinna kol, enda þá erfitt um að- föng. Það var þó ekki fyrr en á sjötta áratugnum að hafist var handa af alvöru. Kolin fóru að mestu til Raf- magnsveitu Reykjavíkur sem not- aði þau í Toppstöðinni svo kölluðu, varastöð við Elliðaár. Kolin gáfust hins vegar ekki nógu vel. Það var maus að kveikja í þeim og varð ekki gert nema með öðrum eldsmat, en reyndar logaði vel í þeim þegar eld- ur var í þau kominn. Það sýndi sig hins vegar að ekki var grundvöllur fyrir rekstrinum nema í tvö ár. Enn lifa þó minningar um námuna og minjar má sjá í fjör- unni við Tinda. Þá lifir náman í máli fólks, allir vita hvað um er rætt þegar talað er um að fara nið- ur í kol. „Það er alltaf talað um að fara niður í kol, eins og að fara niður að sjó, niður í fjöru eða fram að ein- hverri ánni. Þetta er bara örnefni hér,“ segir Edda. Sjálf ílentist hún í sveitinni, að lokum, þó faðir hennar hefði horf- ið til annarra starfa að námuvinnslu lokinni. Hún kynntist manni frá Búðardal á Skarðsströnd og þegar færi gafst til hófu þau búskap á Klifmýri, næsta bæ við Tinda. Eftir að þau slitu samvistum flutti Edda suður til Reykjavíkur en árið 2007 flutti hún í nýtt hús að Klifmýri, en sonur hennar og tengdadótt- ir búa nú á bænum. „Ég var orðin hundleið á að vera í Reykjavík, það er ekkert gaman að vera þar,“ seg- ir Edda. Minningarnar ylja „Hér er svo vítt útsýni, maður sér yfir fjörðinn og yfir sjóinn. Vissu- lega getur blásið aðeins hérna, norðaustanáttin getur verið sí- felldur strengur. Mér finnst veðr- áttan reyndar vera öðruvísi, hafa breyst í seinni tíð. Nú eru komn- ar svo miklar vestanáttir og sunn- anáttir sem ekki voru hér áður,“ segir Edda, sem nýtur þess þó að hafa trjágróður í kringum sig sem hlífir. Hún unir sátt við sitt í fagurri náttúru Skarðsstrandar og þó kol- in af Tindum ylji ekki lengur ornar hún sér við minningarnar af lífinu og fjörinu úr námunni. kóp Edda heima hjá sér að Klifmýri Lyftan sem bar menn niður og þá og kol aftur upp. Úrklippa úr Morgunblaðinu 28. október 1954 þar sem segir frá starfsemi kolanámunnar. Edda, sextán ára gömul, ráðskona í kolanámu, til hægri. Anna frá Tindum, vin- kona hennar, er með á myndinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.