Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 111

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 111
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 111 Hannes Marinó Ellertsson, úti- bússtjóri Landsbankans á Akra- nesi, er einn þeirra sem alist hefur upp við laufabrauðsgerð á aðvent- unni frá barnæsku. „Þannig var að móðir mín kynntist laufabrauðs- bakstri þegar hún fór í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur árið 1966. Eft- ir það varð laufabrauðsgerð fastur liður á aðventunni á æskuheimili mínu í Stykkishólmi, sagði Hann- es Marinó. Hann er sonur hjón- anna Ellerts Kristinssonar og Jó- hönnu Bjarnadóttur sem búsett eru í Stykkishólmi. „Hjá foreldr- um mínum var ætíð mikil stemning í kringum laufabrauðsgerðina. Það var spiluð jólatónlist og borðað- ar jólasmákökur á meðan hnoðun, flatning, útskurður og steiking stóð yfir. Þá mættu einnig ömmur mín- ar báðar og voru þær með okkur í fjölskyldunni, foreldrum mínum og bræðrum,“ segir Hannes. „Á uppvaxtarárum mínum var haldið mjög í hefðir á aðventunni, auk laufabrauðsbakstursins. Ein var sú að alltaf fórum við bræð- ur með föður okkar í heimsókn til St. Fransiskussystranna í klaustr- inu og færðum þeim konfektkassa. Önnur hefð var að fjölskyldan fór út í Sauraskóg og hjó lítið jólatré sem ávallt stóð á útidyratröppunum heima með jólaseríu á. Svo má ekki gleyma skötuveislunni í hádeginu á Þorláksmessu heima hjá foreldr- um mínum. Þetta eru afskaplega hugljúfar æskuminningar á aðvent- unni. Ég hef náð að viðhalda hefð- inni með laufabrauðið hjá minni fjölskyldu og jólatónlistin hljómar við laufabrauðsgerðina, þetta eru góðar samverustundir. Við bökum alltaf tvær tegundir, sem er annars vegar sú hefðbundna og svo önnur með kúmeni. Svo var útskurðurinn fag út af fyrir sig. Áður voru mest notaðir hnífar en í seinni tíð komu auk hnífanna sérstök útskurðarjárn sem notuð eru með í dag. En það er ekkert í mínum huga sem jafn- ast á við þá stemningu og hefð sem felst í því að búa til laufabrauðið frá grunni á aðventunni.“ Verkþekkingin kom með fólki að utan Í framhaldinu er ekki úr vegi að rýna aðeins í upphaf þessarar séríslensku jólahefðar sem laufabrauðsgerðin er. Hjá mörgum er hún ómissandi á aðventunni, ef vitnað er í frásögn Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings á vísindavef HÍ. Þar segir hún: „Laufabrauðsgerð á sér langa sögu á Íslandi. Ekki er vitað um uppruna laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum hafi verkþekk- ingin komið með fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu. Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin. Hversu þunnt það er flatt út, skreytingin og nafngiftin. Þegar allt þetta kemur saman má fara að tala um eitthvað „séríslenskt.“ Fyrstu rituðu heimildir um laufa- brauð eru frá fyrri hluta 18. aldar og þá var brauðið sagt vera helsta sælgæti Íslendinga. Við lok 19. aldar var laufabrauðið og ekki síst laufabrauðsgerðin orðin að föst- um þætti í jólahaldi í sveitum bæði norðanlands og norðaustanlands og eflaust á fleiri stöðum á landinu en smitaðist síðan til landsins alls.“ Yngsta barnið setur jólastjörnuna á Hannes segir að það sé mikilvægt við laufabrauðsgerðina að bakstur- inn sé unninn skipulega. Það þurfi að halda deiginu heitu oft með því að leggja álpappír yfir það og þá er auðveldara að fletja það út og skera í það áður en það er steikt. „Það er nú þannig í mínum huga að nauðsynlegt er að halda í að viðhalda jólahefðum í aðdraganda jólanna hvort sem það er frá æsku- árunum eða með eigin fjölskyldu. Það gerir jólin hátíðleg. Hjá okk- ur er ein sú hefð sem við höfum alltaf haldið, sú að við látum yngsta barnið setja jólastjörnuna á jóla- tréð á Þorláksmessukvöld. Okkur finnst þetta hátíðlegt og jólatréð þá komið í fullan skrúða og pakkarnir komnir undir tréð og jólin að ganga í garð.“ Þegar Hannes er spurður um há- tíðarmat fjölskyldunnar sagði hann að þau héldu sig við eigin hefðir á aðfangadagskvöld. Þá væri humar í forrétt, hamborgarhryggur og að endingu heimalagaður ís. Þau hjón- in, Hannes Marinó og Lára Dóra kona hans ásamt krökkunum sín- um þremur, vildu þetta og krakk- arnir elskuðu hamborgarhrygginn. Á jóladag er hangikjöt og að sjálf- sögðu er ómissandi heimagerða laufabrauðið með. „Um áramótin erum við meira tilbúin að breyta til og prófa eitthvað nýtt og hef- ur kalkúnninn oft verið vinsæll hjá okkur.“ Soðin ýsa með tómatsósu „En það er nú gaman að segja frá því svona í lokin að þegar ég var krakki þá neitaði ég að borða allt sem var í boði af kræsingum jólanna og vildi ekkert annað en soðinn fisk með tómatsósu á aðfangadagskvöld. Það var að sjálfsögðu gert. Hef ég nú verið minntur á þetta alveg fram á þennan dag. En ég geri nú ráð fyrir því að margir kannist við þetta hjá sjálfum sér eða hjá börnum sínum. Að lokum vil ég segja; Að leggja sig fram um að viðhalda hefðum jól- anna með fjölskyldum sínum er svo mikilvægt, það nærir jólaandann, það geta allir gert. Með þeim orð- um vil ég óska öllum þeim er þetta lesa gleðilegra jóla,“ segir Hannes Marinó að endingu. se Laufabrauðsgerðin á aðventunni er fastur liður í undirbúningi jólanna segir Hannes Marinó Ellertsson sem rifjar upp jólahefðirnar Útskorið laufabrauð tilbúið í pottinn. Hannes Marinó og Lára Dóra. Laufabrauðsgerðin er fjölskylduverkefni. Húsbóndinn að fletja út. Grétu var boðið áframhaldandi vinna í borginni. „Þetta var æðisleg reynsla en samt allt öðruvísi en ég hafði búist við. Það var mjög erfitt að lifa í New York og ég var ekki al- veg tilbúin að standa í því að þurfa að b erjast bara til að geta lifað. Ég fór frekar aftur til Kaupmannahafn- ar að vinna á Milas,“ segir Greta. Sumarið eftir, árið 2012, ákvað hún að koma til Íslands og vinna á hót- eli í Stykkishólmi. Frænka mín var að vinna hér og mig langaði að prófa að búa á Íslandi í smá tíma. Ég hafði ekki gert það frá því ég var sex ára og langaði að upplifa Ís- land aðeins meira en maður gerir í heimsókn. Það sumar kynntist ég Kára, kærastanum mínum, en hann er fæddur og uppalinn hér í Stykk- ishólmi,“ segir Greta. Eftir sumar- ið varð hún að fara aftur til Dan- merkur þar sem hún hafði lofað sér í vinnu. „Við flugum eitthvað fram og til baka yfir veturinn og svo kom ég aftur sumarið eftir. Um haustið byrjaði ég svo í námi í Danmörku í Jewellery Technology & Business, eða gullsmíðatækni og viðskipt- um og þar sem við Kári áttum von á barni flutti hann til mín um haustið. Dóttir okkar fæddist svo í febrúar 2014,“ segir Greta. Fluttu í Stykkishólm Í ársbyrjun 2018 kláraði Greta námið og fluttu þau Kári þá aftur í Stykkishólm þar sem þau búa enn í dag. Eins og fyrr segir rekur Greta gullsmíðaverkstæði en Kári vinn- ur sjálfstætt sem pípari og vélvirki. Sonur þeirra fæddist svo í nóvem- ber 2019. „Það er rosalega gott að búa í Stykkishólmi, sérstaklega með lítil börn,“ segir Greta. Að- spurð segir hún starf gullsmiðar í litlu samfélagi á Íslandi vera nokk- uð frábrugðið því að starfa í Kaup- mannahöfn. „Ég er meira í við- gerðum og svoleiðis hér en ég var úti. En svo hefur starf gullsmiða verið að breytast almennt síðustu ár. Það er meira um fjöldafram- leidda skartgripi í dag en áður. Ég reyni að halda mig við að vera að- eins öðruvísi og er lítið að fjölda- framleiða. Mín hönnun er líka frekar óhefðbundin og ég legg mig kannski frekar fram við að gera að- eins öðruvísi skartgripi. Ég er samt alls ekki að segja að fjöldafram- leiddir skartgripir séu betri eða verri en hitt. Þetta er bara öðru- vísi,“ segir Greta. En hvað er skemmtilegast við starfið? „Það er góð spurning. Mér þykir þetta allt mjög skemmti- legt en mér þykir alveg sérstak- lega vænt um að hvað starfið get- ur verið persónulegt. Skartgripum fylgja oft miklar tilfinningar og ég fæ fólk til mín sem deilir með mér mjög persónulegum sögum og mér þykir mjög vænt um að vera treyst fyrir því. Þetta er þá oft fólk sem þarf að láta breyta eða laga skartgripi sem það erfði eða eitt- hvað slíkt. Þannig verkefni held ég mikið upp á og reyni að gæta þess að bera alltaf mikla virðingu bæði fyrir fólkinu og skartgripnum,“ segir Greta. arg Hringur sem Greta gerði úr fallegri perlu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.