Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 112

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 112
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021112 Elsku lesandi. Í skrýtnu húsi í nágrenni höfuð- borgarinnar safnast þrjátíu börn og unglingar hverja helgi. Í húsinu eru engin fullorðins húsgögn sem þarf að passa og ekkert svo dýrt að það megi ekki brotna. Þar má hlæja og gráta, hoppa og skoppa og vera maður sjálfur. Einkunnarorð starfseminnar eru gleði, traust og nánd og börn- in og unglingarnir eru komin til að gleyma sér yfir helgi og fá frí frá aðstæðum sínum. Þau eru komin til að upplifa gleði og læra að treysta. Hins vegar hverfur barnsgleðin oft þegar búið er að lesa á kvöldin og svefninn bíður átekta. Þá leita hugsanir og áhyggjur á litla huga og þau byrja að hvísla. Þau hvísla sögurnar í myrkrinu eins og starfsfólkið kallar það, sög- ur um upplifanir sínar, áhyggjur, reynslu og líðan. Aðstæður þeirra eru nefnilega ekki alltaf til fyrir- myndar og sum þessara barna hafa upplifað alvarleg áföll, vanrækslu, lítið sem ekkert stuðningsnet og óviðunandi heimilislíf. Sum þeirra kunna illa á félagsleg samskipti og lifa við félagslega einangrun. Það ætti því að vera stærsta jóla- ósk samfélagsins að æska hvers barns megi einkennast af nánd, gleði og kærleika og að hvar sem er í heiminum líti hinir fullorðnu aldrei undan heldur horfi með vök- ulum og kærleiksríkum augum. Jólaguðspjallið er svo alls ekki fjarri þessum börnum því fæðingar- saga Jesú er að hluta til saga margra barna. Að fæðast í heiminn án þess að allt sé tilbúið, að fæðast í heim- inn og bera með sér von og kær- leika þrátt fyrir ytri aðstæður. Öll erum við nefnilega afsprengi þeirra félagslegu skilyrða sem við fæð- umst og búum við og við vitum að líf fólks er ekki og þróast ekki eftir beinni línu þar sem tækifæri og breytingar koma í réttri röð. En eins og í jólaguðspjallinu, þá var Jesú fyrir löngu í ætlunarverki og sköpun Guðs, eins og við öll. Nema hvað að sérstaða hans var að framkvæma það óframkvæmanlega. Hann kom til þess að við mættum verða frjáls, heil og óhult. Auð- mjúkur og allslaus en ekki í valdi og krafti, en þó sterkari en allt vald á jörðu. Við þurfum bara að ljúka upp dyrum hjarta okkar, helgidómi okkar, eins og Valdimar Briem orti svo fallega í einum af sálmum sín- um: Hjarta þitt að helgidómi Hann vill gjöra og búa þar. Opna glaður hjartans hús, hýs hinn tigna gestinn fús. Getur nokkuð glatt þig fremur: Guð þinn sjálfur til þín kemur. Þar sem Guð kemur, þar er Guð, og hvorki ótti né nokkuð annað fær hrakið Guð burt. Guð kemur með gjafir sínar inn í líf okkar, gjaf- ir vonar, réttlætis, lausnar, heilun- ar, kærleika og gleðilegs boðskapar. Guð vill ganga með okkur öll okkar spor, hversu smá eða stór sem þau eru. Hversu ljúf eða sár. Nú er undirbúningstími, tími til- hlökkunar og eftirvæntingarinnar, sjálf aðventan þar sem Jesús segir: Ég stend við dyrnar og kný á. Á aðventunni er gott að líta aft- ur yfir okkar andlega hús. Horfa í spegil sálar okkar og undirbúa komu Krists í hjarta okkar á kær- leiksríkan og nærandi hátt, með þakklæti, bæn og með því að eiga ábyrgðarfullt, gefandi og traust samfélag. Þær gjafir sem Kristur kemur með inn í líf okkar eru aldrei slæmar gjafir og vonandi verð- um við aldrei svo andlega snauð að við þiggjum þær ekki. Við get- um orðið fyrir erfiðri reynslu, verið beitt órétti á ýmsan hátt sem erfitt er að sjá fram úr en hann, sem leysti þjáða og læknaði blinda, mæt- ir okkur fyrst og fremst með kær- leika og umburðarlyndi. Gjafir sem nýtast okkur til þroska og reynslu, gjafir sem við þurfum að finna stað fyrir í hjarta okkar. Aðventan og jólin eiga í hug- um flestra að kalla fram kærleika, von, trú og tilhlökkun. En þessi tími kallar líka oft fram allskon- ar tilfinningar og uppgjör innra með okkur. Flóknar bernskutilf- inningar, nýjar tilfinningar, tilfinn- ingar sorgar og söknuðar og svo má lengi telja. Hvorki áföll né sorg yf- irgefa okkur á þessum tíma heldur verður alltaf hluti af reynslu okk- ar og sögu, tilfinningum og við- brögðum. Því er svo mikilvægt að við sýnum okkur sjálfum og öðrum mildi og skilning. Að við sækjum okkur annað ljós en dagsljósið sem er af svo skornum skammti á þess- um árstíma. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Ljós lífsins er kærleikur og sú vissa að við erum elskuð. Ljós lífs- ins er þetta einstaka og sérstaka sem færir ró og frið í hús hjartans. Tökum því þátt í verki Krists að lina þjáningar, veita lausn og um- bera. Umföðmum fólkið okkar og okkur sjálf. Hefjum nýtt kirkju- ár með von, þor og hugrekki í brjósti. Fögnum honum innilega sem stendur við dyrnar og knýr á. Gefum sjálf áfram gjafir sem skipta raunverulega máli, semjum ást- arbréf, hrósum og gefum von og styrkjum hvert annað. Sýnum því hinu smæsta en jafn- framt því dýrmætasta kærleika Krists og veitum gleði og von þar sem gleði og vonar er þurfi án þess að þurfa að hugsa okkur um. Með óskum um ljúfa aðventu og gleðileg jól. Sr. Hildur Björk Hugvekja á aðventu Reykholt í haustskrúða. Ljósm. mm.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.