Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 114

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 114
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021114 Julio Cesar Gutierrez er fæddur í Uruguay en fluttist til Íslands árið 1994 og hefur því búið hér í um 25 ár. Julio er borinn og barnfædd- ur sveitamaður. Fjölskylda hans, foreldrar og fjórar systur, bjuggu skammt frá borginni Paysandú. Faðir hans lést árið 2002 og elsta og yngsta systirin eru einnig látn- ar. Móðir hans er 92ja ára og býr hjá systur Julio og manni henn- ar. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Julio til þess að forvitn- ast um hagi hans og hvað á daga hans hefur drifið. Uruguay er um margt frábrugðið Íslandi. Það á landamæri að Argent- ínu í vestri og suðvestri og Brasilíu í norðri og norðaustri. Veðurfar er mun hlýrra en að sögn Julio er nær aldrei frost að degi til í landinu. Á veturna frýs stundum um nætur og gras hélar. Þá er minna um fjöll í landinu en fáir staðir ná hærra en 200 metra yfir sjávarmál. Hæsti punktur landsins er fjallið Cerro Catedral (Dómkirkjuhæð) sem nær 513 metrum. Í Uruguay búa um þrjár og hálf milljón. Landið er um 176 þúsund ferkílómetrar og búa um tvær milljónir í eða nærri höf- uðborginni Montevideo. Landið er það næst minnsta í álfunni á eftir Súrinam. Talið er að fyrstu mennirnir hafi komið til Uruguay fyrir um 13 þúsund árum. Ættbálk- ur Charrúa var stærstur en um níu þúsund manns tilheyrðu honum og sex þúsund ættbálknum Chaná þegar Spánverjar hófu innreið sína í heimsálfuna. Frumbyggjum hafði verið að mestu eytt um 1830 og sorglega lítið er vitað um þetta fólk. Síðustu Charrúarnir voru fluttir til Frakklands og hafðir þar til sýnis en auk þess hafði Charrúa börnum verið komið fyrir víða til þess að þræla á ökrum nýlenduherranna. Heimildirnar um Charrúana eru fátæklegar og tungumál þeirra að mestu glatað. Afkomendur þeirra hafa þó í seinni tíð verið að samein- ast um að finna rætur sínar og það sem þó finnst enn um menningu þeirra. Uruguay öðlaðist sjálfstæði á árunum á milli 1811 og 1828 eft- ir stríðsátök á milli Portúgals og Spánar og seinna Argentínu og Brasilíu. Í dag er Uruguay „þróað“ land. Tekjur fólks eru nokkuð háar og landið er talið með þeim frið- sömustu í Suður-Ameríku og spill- ing með minnsta móti. „Landið er það dýrasta í álfunni enda oft kallað Sviss Suður-Ameríku,“ segir Julio. Sonurinn rekinn úr landi Eins og áður segir býr 92ja ára móðir Julio hjá systur hans. Julio segir að þó að dvalar- og hjúkr- unarheimili fyrir aldraða séu algeng í Uruguay þá sé mun algengara að fólk dvelji síðustu árin heima hjá fjölskyldumeðlimum. Móðir hans sem þarf nú orðið aðstoð við ým- islegt er hins vegar ekki á leiðinni á dvalarheimili. „Það er ekki til umræðu hjá systur minni að senda mömmu á elliheimili,“ segir Julio. Við Íslendingar mættum kannski líta í meira mæli til Uruguay í þess- um efnum. Julio gekk í barnaskóla og fór ríðandi í skólann. „Ég reið bara beina leið, fór ekki neina vegi, heldur bara stystu leið, fram og til baka. Þetta voru einir sjö eða átta kílómetrar.“ Skólagangan var stutt, einungis sex ár og Julio því tólf ára þegar skólagöngu lauk. Eftir barna- skóla fór hann að vinna á ýmsum búgörðum bæði í Uruguay og í Argentínu við að smala bæði sauð- fé og nautgripum. Slíkir smalar eða kúrekar eru oft kallaðir „gaucho.“ Blaðamaður sem hefur sennilega séð aðeins of margar kúrekamynd- ir spyr hvort hann hafi þá verið með byssu. „Nei, engar byssur en við vorum með hnífa, svo kallaða facón, en þeir voru nú ekki notað- ir í slagsmálum. Við notuðum þessa hnífa bæði til þess að borða með og sem verkfæri. Ef skepna drapst þurftum við til dæmis að flá hana. Þannig var hægt að hirða skinnið og einnig varð að flá skepnuna til þess að flýta fyrir rotnun. Það var því heilbrigðismál að flá skepn- una.“ Það var á búgarði í Uruguay sem hann hitti hana Lilju sína, bónda- dóttur frá Hávarsstöðum í Hval- fjarðarsveit sem hafði þá lokið bú- fræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Þau felldu hugi saman og fljótlega eftir það fluttist hann til hennar að Hávarsstöðum. Lilja, eiginkona Julio, lést árið 2018. Saman eiga þau Emiliano Elvar og Narcisu. Julio á einnig soninn Daniel sem býr í Paysandú í Ur- uguay og er lærður rafvirki. Hann starfar í sláturhúsi í heimaborg sinni. Það dimmir yfir Julio þegar talið berst að syni hans, Daniel. Árið 2010 hafði Daniel verið í lang- þráðri heimsókn til pabba síns á Ís- landi. Þegar Daniel hafði dvalið hjá pabba sínum í um eitt og hálft ár og unnið við hefðbundin bústörf ákvað Julio að sækja um dvalarleyfi fyrir soninn á Íslandi. Umsókn- inni var hafnað á grundvelli þess að móðir Daniels, búsett í Urugu- ay, var skráð forráðamaður piltsins. Þrátt fyrir að hann ætti hér pabba, systkini og frændfólk, var Dani- el hreinlega rekinn úr landi með viku fyrirvara. Auðséð er á Julio að honum sárnar mjög meðferðin sem sonur hans fékk á Íslandi. Ekki tog á kindum í Uruguay Á Íslandi hefur Julio fengist við ýmislegt. Hann hefur fengist við tamningar hesta og er annálaður sem tamningamaður. Þegar hann er spurður út í það gerir hann sem minnst úr því enda afskaplega hóg- vær maður. Sagan segir þó að hon- um hafi tekist að temja marga ótemjuna sem aðrir höfðu gefist upp á. Julio er einn fremsti rún- ingsmaður Íslands, margfaldur Ís- landsmeistari, og hefur meira að segja keppt á heimsmeistaramóti í rúningi. Þegar Julio er spurður út í árangurinn á heimsmeistaramótinu dregur hann nú úr og finnst það ekkert sérstakt en hann lenti í 19. til 20. sæti. „Það er ekki hraðinn sem skiptir mestu máli heldur gæð- in,“ segir Julio. „Það er dómari við hliðina á þér allan tímann, hann er eiginlega með hausinn inni í roll- unni. Það er allt metið. Þú færð refsistig fyrir hverjar 15 sekúndur sem líða og þá er maður dæmdur niður ef maður skilur eftir of mikla ull.“ Þegar Julio er spurður út í mun- inn á íslensku sauðkindinni og kindum í Uruguay segir hann mesta muninn vera að það er ekki tog á kindum í Uruguay en eins og kunnugt er þá er íslenska sauð- kindin bæði með þel og tog. „Þel- ið er fína hárið innst og veitir ein- angrun gegn kulda en togið, síða ytra hárið er eins konar gúmmí- galli sem ver kindina fyrir rign- ingunni og snjónum. Það vilja fáir kaupa íslensku ullina nema kannski þá í gólfteppi. Fé í Uruguay er hins vegar að stórum hluta af svoköll- uðu Merino kyni sem er mun fínni og hentar betur í fínar flíkur. Sauð- fé í Uruguay er enda ræktað í mun meira mæli til framleiðslu á ull en kjöti.“ Ætlið þið að drepa rolluna? Julio hefur einnig unnið við ýmsar smíðar og meðal annars unnið við smíði á leikmyndum kvikmynda- og sjónvarpsþátta. „Ég hef unnið svo- lítið hjá Verkstæðinu ehf. í Mos- fellsbæ. Þá er það þannig að leik- myndin er smíðuð á verkstæðinu og allar einingar númeraðar. Síð- an er farið með einingarnar á töku- stað þar sem þeim er raðað upp.“ Aðspurður segist Julio nú ekki hafa hitt marga fræga leikara í þessum smíðum. „Það eru þá helst leikstjór- ar sem koma á verkstæðið,“ seg- ir hann. Julio hefur þó tekið óbeint þátt í framleiðslunni en við tökur á jólaauglýsingu var hann beðinn um að rýja þrjár rollur. „Það var ekk- ert mál. Ég var klæddur í köflóttu skyrtuna sem aðalleikarinn átti að klæðast. Ég rúði þessar rollur en það eina sem sást af mér á skján- um voru hendurnar og framhand- leggirnir. Þegar ég var búinn að því þá fór aðalleikarinn í skyrtuna og setti sig í stellingarnar. Honum gekk hins vegar hræðilega að eiga við blessaða rolluna. Þegar hann var búinn að vesenast við þetta í um hálftíma sá ég að rollan var bara hreinlega að drepast, hún var hætt að anda og augun snúin upp. Ég stökk af stað og reif rolluna úr höndunum á leikaranum. Það varð allt brjálað. Leikstjórinn öskraði á mig enda hafði ég vaðið þarna inn í tökur. Ég öskraði bara á móti; ætlið þið að drepa helvítis rolluna? Það endaði með því að ég sleppti roll- unni og hún hrundi bara í gólf- ið. Þegar leikstjórinn sá það áttaði hann sig á því hvað var að gerast og allt róaðist.“ Julio keypti nýlega hús í Urugu- ay, nálægt heimahögunum. Hús- ið er gamalt en því fylgja um fimm ferkílómetrar lands. Draumur hans er að búa helminginn af árinu á Ís- landi og hinn helminginn í Urugu- ay. Hann hafði hugsað sér að gera húsið sem hann keypti upp en er nú farinn að hallast að því að byggja nýtt hús við hlið hins gamla og nota gamla húsið sem skemmu og bílskúr meðal annars. Þá hyggst hann jafn- framt rækta nautgripi á landareign- inni en algengt er að bændur í Ur- uguay kaupi skepnur sem ekki eru nægilega feitar og ali þær til slátr- unar. Þá sér hann einnig möguleika í því að kenna rúning í Uruguay en landið elur marga frábæra rúnings- menn. Árlega fara um þrjú til fjög- ur hundruð rúningsmenn þaðan til Spánar sem er stór ullarframleið- andi. Þá fara einnig um fjörutíu til fimmtíu rúningsmenn til Banda- ríkjanna. Það er því ljóst að Julio verður ekki verkefnalaus á næst- unni. frg / Ljósm. aðsendar. Julio er margfaldur Íslandsmeistari í rúningi. Julio Gutierrez fór ríðandi í barnaskólann Er einn fremsti rúningsmaður Íslands Hér mundar Julio hnífinn, facón. Julio í rúningskeppni. Julio fór sem barn ríðandi í skólann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.