Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 117

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 117
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 117 Nýfæddir Vestlendingar Íbúð til leigu á Bifröst Íbúð með einu svefnherbergi til leigu á Bifröst. 110 þúsund krónur á mánuði. Upplýsingar í síma 611- 4197 eða í tölvupósti rosehilm- ar8@gmail.com Til leigu á Bifröst 76 fm íbúð með tveimur svefn- herbergjum, baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél, geymslu og alrými til leigu á kyrrlátu svæði. Frekari upplýsingar í síma 570-7010 eða í tölvupósti bjorg@ sagaz.is. Íbúð til leigu í Borgarnesi. Er með 65 fm íbúð til leigu í Borg- arnesi. Upplýsingar í síma 863- 2022 Borgarnes dagatalið 2022 Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi. Hægt að skoða myndirnar og fá allar upplýs- ingar á: hvitatravel.is/dagatal. Frí heimsending í Borgarnesi. Daga- talið fæst einnig í smásölu á Olís í Borgarnesi. Frystikista til sölu Er með frystikistu til sölu. Stærð 100 cm á breidd, dýpt 61,5cm, hæð 90 cm. Verð 10.000 krónur. Staðsett í Borgarnesi. Hafið sam- band í síma 820-9405. Rafmagnsbarnabíll til sölu Er með lítið notaðan rafmagnsbíl fyrir börn eldri en þriggja ára sem keyrir áfram og afturábak á með- an barnið situr í bílnum og stýr- ir. Er stödd í Borgarnesi og verðið er kr. 10.000. Frekari upplýsingar í síma 820-9405. AL-ANON – Aðstendendur alkóhólista AL-ANON fundir á Akranesi. Stað- setning: Gamla Landsbankahús- ið – Suðurgata 57, 2. hæð Akra- nesi. Fundir eru á þriðjudögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 11:00. Nánari upplýsingar má finna á www.al-anon LEIGUMARKAÐUR Á döfinni Smáauglýsingar TIL SÖLU ÝMISLEGT 17. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.626 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Erla Katrín Kjartansdóttir og Elf- ar Már Ólafsson, Borgarnesi. Ljós- móðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 22. nóvember. Stúlka. Þyngd: 2.958 gr. Lengd: 46 cm. Foreldrar: Sigur- björg Ellen Ottesen og Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli. Ljós- móðir: G. Erna Valentínusdóttir. 1. desember. Drengur. Þyngd: 4.626 gr. Lengd: 54,5 cm. Foreldr- ar: Líney Rut Bjarnadóttir og Val- geir Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir. 9. desember. Stúlka. Þyngd: 3.624 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Birna Dröfn Birgisdóttir og Sæbjörn Elvan Vigfússon, Ólafsvík. Ljós- móðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. 11. desember. Stúlka. Þyngd: 3.318 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Eyrún Eiðsdóttir og Hallur Freyr Sigur- björnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 13. desember. Drengur. Þyngd: 3.046 gr. Lengd: 48,5 cm. Foreldr- ar: Ingibjörg Torfadóttir og Jó- hann Pétur Pétursson, Akranesi. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birg- isdóttir. Pennagrein Kæri lesandi! Nú þegar líður að jólum þá kvikna svo margar minningar tengdar þessum göldrótta árstíma þegar sólin dregur sig í hlé og gefur myrkrinu eftir sviðið að mestu. Á síðari tímum hafa orðið til minn- ingar sem margar tengjast löngum setum í þinghúsinu við Austurvöll. Það er alltaf eitthvað hátíðlegt við störfin í þinghúsinu á þessum tíma og orðaskak þingmanna á einhvern hátt innilegra og blíðara þótt hart sé oft tekist á. Árið 2021 kveður nú brátt. Það hefur tekið á fyrir okkur flest en faraldurinn hefur breytt lífi okkar um stund. Það er þó ánægjulegt að betur hefur gengið en við áætluð- um að koma hjólum atvinnulífsins af stað þrátt fyrir ýmsar brekkur. Það er alltaf ánægjulegt að taka þátt í kosningum til Alþingis. Kosningabaráttunni fylgja ferða- lög um allt land þar sem ég hef notið þess að hitta fólk sem hef- ur brennandi áhuga á samfélaginu okkar og sterkar skoðanir á því hvert það stefnir og hvaða leiðir séu ákjósanlegastar. Ég er virkilega þakklátur fyrir þann stuðning sem við í Framsókn fengum um land allt. Framtíðin er spennandi þótt mörg krefjandi verkefni séu fram undan. Í stjórnarsáttmálanum eru loftslagsmálin áberandi enda er loftslagsváin það verkefni sem brýnast er í heiminum í dag og næstu ára og áratugi. Fólk hef- ur áhyggjur og á það sérstaklega við um unga fólkið sem sér fram- tíð sinni ógnað. Heiminum verð- ur ekki bjargað með því að hafa áhyggjur. Óttinn getur haft lam- andi áhrif. Þess vegna er sá tónn sem sleginn er í nýjum stjórnar- sáttmála tónn vonar og bjartsýni. Við ætlum að nýta þær einstöku aðstæður sem við búum við á Ís- landi, þá þekkingu sem við höfum á endurnýjanlegum orkugjöfum og þann kraft sem býr í fólki og at- vinnulífi til að leysa þau verkefni sem að okkur snúa og gefa öðr- um verkfæri til að draga úr notk- un jarðefnaeldsneytis. Við leggjum áherslu á að orkuskiptin eru sam- eiginlegir hagsmunir og að þeim verði náð með jöfnuði og réttlæti að leiðarljósi. Ég hef þá bjargföstu trú að næstu ár verði okkur gjöful á Íslandi. Tækifærin eru víða og ekki síst á landsbyggðinni. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að byggja upp öruggari og greiðari samgöngur á atvinnusóknarsvæðinu í kring- um höfuðborgina. Aðskilnaður akstursstefna á Kjalarnesi breyt- ir miklu um öryggi vegfarenda. Áfram verður haldið undirbúningi fyrir Sundabraut sem mun breyta mjög til batnaðar tengingu höfuð- borgarsvæðisins við Vesturland. Í stjórnarsáttmálanum er sleginn nýr tónn þegar kemur að upp- byggingu atvinnutækifæra hring- inn í kringum landið. Það á einnig við um hið opinbera en síðustu fjögur árin hefur hugmyndin um störf án staðsetningar náð miklu flugi enda mikilvægur þáttur í því að gefa fólki aukna möguleika á því að velja sér hvar það vill búa. Í stjórnarsáttmálanum segir að; „til að styðja við byggðaþróun og val- frelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfs- ins krefjist þess sérstaklega.“ Þessi orð marka að mörgu leyti tímamót í viðhorfi til starfa hjá ríkinu. Ekki er talað um störf án staðsetningar sem sérstakt atriði heldur er hugs- uninni snúið við: Sérstaklega þarf að rökstyðja að störf séu staðbund- in. Þetta er stórt mál. Einnig ætl- um við að styðja við klasasamstarf hins opinbera og einkaaðila til að búa til starfsaðstöðu á lykilstöð- um á landinu en fyrsta verkefnið af þessu tagi er að hefjast á Selfossi. Lesandi góður, ég vona að að- ventan verði þér góð og að þú njótir jólahátíðarinnar með þínum nánustu. Sigurður Ingi Jóhannsson Höf. er formaður Framsóknar og innviðaráðherra. Nokkur orð á aðventu 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.