Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 118

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 118
118 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Hver var minnistæðasta jóla- gjöfin þegar þú varst lítill? Spurning vikunnar (Spurt á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi) Haukur Ármannsson „Leikfangabíll sem foreldrar mínir gáfu mér þegar ég var sex ára.“ Þórir Sigurðsson „Við bræðurnir fengum kassa af Mekkanó kubbum sem móður- bróðir okkar gaf okkur þegar ég var sjö eða átta ára.“ Sigurður Reynir Guðmundsson „Við vorum þrír bræðurnir og fengum ein jólin eitt par af skíð- um saman sem pabbi og mamma gáfu okkur þegar ég var tíu ára.“ Ágúst Gíslason „Við vorum fjórir bræðurn- ir og pabbi smíðaði oft eitt- hvað handa okkur og gaf okk- ur í jólagjöf.“ Fyrir helgi greindi stjórn Fim- leikasambands Íslands frá því að Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kol- brún Þöll Þorradóttir hafi verið út- nefnd sem fimleikakarl og fimleika- kona ársins 2021. Helgi Laxdal og Kolbrún Þöll æfa og keppa bæði með liði Stjörnunnar úr Garðabæ. Í öðru sæti karla megin í kjörinu var Valgarð Reinhardsson og Ein- ar Ingi Eyþórsson í því þriðja. Hjá konunum var Ásta Kristinsdóttir í öðru sæti og Margrét Lea Kristins- dóttir þriðja. Þá var lið ársins val- ið Kvennalandsliðið í hópfimleik- um en þær urðu eins og kunnugt er Evrópumeistarar í hópfimleik- um en mótið var haldið í Portúgald á þessu ári. Helgi Laxdal hóf sinn íþróttafer- il á Akranesi þar sem hann er fædd- ur og uppalinn. Hann hefur ver- ið í fremstu röð í hópfimleikum á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár og náð feikilega góðum árangri. Í umsögn Fimleikasambands- ins um Helga segir: „Helgi var í karlalandsliði Íslands á nýafstöðnu Evrópumóti í hópfimleikum þegar liðið tryggði sér 2. sæti en það er í fyrsta sinn sem karlaliðið kemst á pall. Hann keppti fyrstur í heiminum með framseríuna skrúfa- -kraftstökk-tvöfalt strekkt heljar- stökk með tveimur hálfri skrúfu á dýnu og braut þar blað í fimleika- sögunni. Hann var valinn í úrvalslið mótsins, einn af sex fimleikamönn- um á öllu mótinu sem fengu þann heiður, en Helgi var valinn fyrir stökkin sem hann framkvæmdi á dýnu. Helgi keppti einnig með yf- irslag með tvöföldu heljarstökki og hálfri skrúfu og þrefalt heljarstökk með tveimur og hálfri skrúfu á trampólíni og er þar á pari við allra bestu fimleikamenn heims í erf- iðleika. Helgi keppti ásamt liðinu sínu á Bikar og Íslandsmóti í vor og hampaði þar Íslands og Bikarmeist- aratitlum. Hann hefur löngum vak- ið athygli fyrir mikla útgeislun á dansgólfinu þar sem hann nýtur sín vel og skilar dansinum virkilega vel frá sér. Helgi er einnig framúrskar- andi góður stökkvari og keppir iðu- lega í öllum umferðum þegar að liðið hans keppir.“ vaks Borgfirðingurinn Kristín Þór- hallsdóttir varð á sunnudaginn Evrópumeistari í klassískum kraft- lyftingum kvenna í mínus 84 kg flokki í samanlögðu og setti í leiðinni nýtt Evrópumet, en mótið fór fram í Svíþjóð. Kristín lyfti af miklu öryggi þremur lyftum í hné- beygju, 200 kg, 212, 5 kg og 220 kg sem er nýtt Evrópumet. Í bekk- pressu lyfti hún 102,5 kg, 110 kg og 115 kg en það er bæting á Ís- landsmeti. Kristín lyfti síðan í rétt- stöðunni 212 kg og 225 kg sem er nýtt Íslandsmet og tryggði henni 560 kg í samanlögðu sem er nýtt Evrópumet í hennar flokki. Hún endaði á góðri tilraun til að ná Evrópumetinu í réttstöðulyftu með að reyna að lyfta 230, 5 kg en mistókst naumlega. Uppskera dagsins hjá þessari mögnuðu kraftlyftingakonu er Evrópumeistaratitill, gull í öllum greinum, tvö Evrópumet og Ís- landsmet í öllum greinum. Kristín braut þar með blað í sögu kraftlyft- inga á Íslandi því hún er fyrst allra til að vinna titil í þríþraut. vaks Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur tekið þá ákvörðun að draga kvennalið félagsins úr keppni í Subway deildinni. Í yfir- lýsingu sem send var Skessuhorni á fimmtudagskvöldið kemur fram að yfirstandandi tímabil hafi einkennst af erfiðleikum við mönnun á liðinu og ófyrirséðum breytingum. Þá hafi jafnframt ekki tekist að manna að fullu meistaraflokksráð og stjórn deildarinnar sem er forsenda fyrir framgangi starfseminnar: „Markmið körfuknattleiks- deildarinnar verður eftir sem áður að vinna að því að efla meist- araflokka félagsins til framtíð- ar og byggist það á góðu yngri flokka starfi. Unnið verður að því á næstu mánuðum að efla innra starf deildarinnar, hlúa að og bæta starf yngri flokka enn betur auk þess að styðja við meistaraflokk karla og stefna á þátttöku kvenna- liðs á næsta tímabili. Sú ákvörðun að draga kvennaliðið úr keppni er þungbær, en stjórn telur af ýms- um ástæðum sem ekki verða rakt- ar frekar nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana með hag klúbbs- ins að leiðarljósi. Stjórn vill þakka leikmönnum kvennaliðsins og öðr- um sem hafa haft aðkomu að því starfi í vetur fyrir vel unnin störf,“ segir í yfirlýsingunni. vaks Stjarnan og Snæfell mættust á sunnudaginn í 8-liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Garðabæ. Mik- il spenna var í loftinu enda mikið undir, sæti í undanúrslitum í húfi en Snæfell fagnaði sigri í bikarn- um í fyrsta skipti árið 2016. Í fyrsta leikhluta var jafnt á nánast öllum tölum, munurinn aldrei meiri en þrjú stig á milli liðanna og stað- an jöfn við flautið, 17:17. Spenn- an hélt áfram í öðrum leikhluta en Stjarnan þó ívið sterkari og fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 37:32 fyrir Stjörnuna. Snæfellskonur voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu með mikilli seiglu að koma sér inn í leikinn aftur og staðan hnífjöfn fyrir lokasprettinn, 50:50. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eft- ir af leiknum var Stjarnan kom- in með sjö stiga forystu, 61:54 og virtust vera að sigla sigri í höfn. En Snæfellskonur komu enn á ný til baka, náðu að jafna 61:61 þegar tvær mínútur voru eftir og tryggðu glæsilegan sigur með því að skora síðustu sex stig leiksins, lokatölur 61:67 Snæfelli í vil. Stigahæstar hjá Snæfelli voru þær Sianni Martin með 19 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir með 18 stig og þær Minea Takala og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru með 9 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Diljá Ögn Lárusdóttir með 19 stig og þær Myia Starks og Elva Lára Sverrisdóttir voru með 15 stig hvor. Í hádeginu í gær var svo dregið í undanúrslit og þar mætir Snæfell liði Breiðabliks á heimavelli. Í hin- um leiknum mætast Njarðvík og Haukar og fara báðir leikirnir fram fimmtudaginn 13. janúar. vaks Kristín Evrópumeistari í kraftlyftingum Skallagrímur hættir þátttöku í Subway deild kvenna Það var hart barist í Garðabænum á sunnudaginn. Ljósm. karfan.is Snæfellskonur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum Helgi Laxdal kjörinn fimleikakarl ársins 2021 Helgi Laxdal er fimleikamaður ársins 2021. Ljósm. FÍ Stefán Kristinn Teitsson „Rauður heimasmíðaður leik- fangabíll sem foreldrar mínir gáfu mér.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.