Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Síða 18

Læknablaðið - 01.12.2021, Síða 18
582 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 frumuboðefna (cytokine) frá hitaskemmdum frumum. Áhrif á starf- semi hjarta- og æðakerfis eru meðal annars aukið háræðagegn- dræpi sem veldur bjúgsöfnun og truflun á vökvajafnvægi og rösk- un á blóðsöltum. Streituhormón og bólguboðefni (inflammatory mediators) valda hraðari efnaskiptum (hypermetabolic syndrome) og ónæmisbælingu sem eykur hættu á sýkingum og sýklasóttarlosti er leitt geta til fjöllíffærabilunar og meðferðar á gjörgæsludeild. Rannsóknir benda til að brunaslys geti valdið fjölþættum lík- amlegum, sálfélagslegum og geðrænum vanda í mörg ár eftir slysið með neikvæðum áhrifum á heilsutengd lífsgæði.6-16 Þekktir langtímafylgikvillar eru kláði, verkir, þreyta, skyntruflanir, ein- kenni frá hjarta- og æðakerfi, ör og kreppur (contracture), skert hreyfifærni og jafnvel tap á líkamshluta. Einnig má nefna skort á D-vítamíni, sem getur orðið alvarlegur, einkum hjá börnum, þar sem bruni á húð truflar D-vítamínframleiðslu húðarinnar.17 Sýnt hefur verið fram á marktæk neikvæð tengsl milli heilsu- tengdra lífsgæða og fullþykktarbruna, fjölda skurðaðgerða og at- vinnuleysis í kjölfar slyss allt að 16 árum eftir brunaslysið.11 Rann- sókn á sænskum brunasjúklingum leiddi í ljós að 30% þátttakenda höfðu langvinna verki tveimur til 7 árum eftir slysið og hafði sá hópur einnig lakari heilsutengd lífsgæði heldur en þeir sem ekki höfðu langvinna verki.10 Heilsutengd lífsgæði mælast einnig verri hjá þeim bruna- sjúklingum sem haldnir eru langtíma geðrænum einkennum, svo sem þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun í kjölfar brunaslyss6,9 og hjá þeim sem upplifa neikvæð áhrif á kynheilsu, líkamsímynd og samskipti vegna brunaáverkans.7 Útbreiðsla áverkans virðist ekki segja til um alvarleika geð- rænna einkenna19 og hefur komið í ljós að geðræn einkenni geta fylgt brunaáverkum sem jafnvel eru innan við 10% af líkamsyfir- borði.6 Ennfremur geta brunaslys á barnsaldri aukið hættu á geð- rænum vanda, svo sem kvíðaröskunum og þunglyndi, síðar á æv- inni.15,18 Einnig hefur komið fram að þeir sem bera sjáanleg merki um brunann, svo sem ör eða litabreytingar í andliti og höndum, eru líklegri til að glíma við sálfélagsleg vandamál sem hafa áhrif á lífsgæði heldur en þeir sem bera merki um brunann á minna sýnilegum stöðum.20-22 Af framangreindu er ljóst að brunaslys geta haft margvísleg langtímaáhrif á andlega og líkamlega líðan og hefur sú tillaga komið fram að líta skuli á afleiðingar brunaáverka sem langvinn- an sjúkdóm.13 Víðtækari þekking á langtímaáhrifum hefur varpað ljósi á mikilvægi þverfaglegrar og heildrænnar nálgunar sem felur í sér sérhæft eftirlit og stuðning eftir útskrift af sjúkrahúsi í lengri tíma, bæði fyrir börn og fullorðna.9,15,20 Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar faraldsfræðilegar rann- sóknir á brunaslysum sem meðal annars hafa sýnt fram á að tíðni brunaslysa hjá börnum og fullorðnum sé meðal þess lægsta sem gerist í heiminum.23-25 Hins vegar hefur líðan og heilsa þessa sjúk- lingahóps ekki verið skoðuð þar til nú og lítið er vitað um afdrif einstaklinganna þar sem sérhæft eftirlit og stuðningur eftir út- skrift af sjúkrahúsi er ekki til staðar. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt: Í fyrsta lagi að meta langtímaáhrif brunaáverka á heilsu og heilsutengd lífsgæði full- orðinna á Íslandi sem dvöldu á sjúkrahúsi vegna brunaáverka í sólarhring eða lengur og höfðu brennst á barns- eða fullorðins- aldri. Í öðru lagi að meta próffræðilega eiginleika íslenskrar út- gáfu mælitækisins Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B) sem ætlað er að meta heilsu fólks sem hefur fengið brunaáverka. Efniviður og aðferð Þátttakendur Þýði þessarar lýsandi þversniðskönnunar voru allir lifandi einstaklingar, 18 ára og eldri, sem brenndust á húð á barns- eða full orðinsaldri, dvöldu á Landspítala í sólarhring eða lengur á tímabilinu 1. janúar 2003 til 31. desember 2018 og áttu lögheimili á Íslandi þegar gagnasöfnun fór fram. Leitað var að þátttakendum eftir aðgerðarnúmerum fyrir brunaáverka á húð og nöfn og kenni- tölur fengnar úr sjúklingabókhaldi Landspítala. Alls uppfylltu 196 manns þátttökuskilyrði og fengu þau sendan spurningalista í apríl 2019, ásamt kynningarbréfi og svarumslagi sem setja mátti ófrímerkt í póst. Haft var samband símleiðis tveimur vikum eftir útsendingu listans við þau sem ekki höfðu svarað. Leyfi fyrir rannsókninni var fengið hjá siðanefnd heilbrigðisrannsókna og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Skil á spurningalista var túlkað sem samþykki fyrir þátttöku. Mælingar Upplýsinga var aflað með tveimur matstækjum auk viðbótar- spurninga. Líðan og heilsa einstaklinga með brunaáverka er íslensk útgáfa matstækisins Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS -B) sem er notað til að meta sértæk áhrif bruna á heilsu fólks.3,26 Matstækið hefur verið í smíðum síðan árið 1982 og hafa próffræðilegir eigin- leikar þess reynst fullnægjandi.26,27 Við gerð íslensku útgáfunnar var frumútgáfan þýdd á íslensku og bakþýdd á ensku. Síðan var spurningalistinn yfirfarinn af rýnihópi heilbrigðisstarfsmanna sem sinna brunasjúklingum, ásamt tveimur brunasjúklingum. Eftir það var listinn prófaður á 11 brunasjúklingum sem valdir voru með hentugleikaúrtaki og voru gerðar nokkrar breytingar á orðalagi spurninga.28 Í BSHS-B eru 40 spurningar sem skiptast í 9 svið (nokkur dæmi um atriði): • Hitaskynjun (að vera úti í sól eða hita, viðkvæm húð) • Tilfinningar (vera einmana, forðast að vera með vinum, hafa engan til að tala við, finna fyrir depurð og leiða) • Færni handa (að skrifa, nota hnífapör) • Sjálfsumönnun (umhirða húðar, áhrif meðferðar á daglegt líf) • Starfshæfni (erfiðleikar í starfi) • Kynheilsa (áhugi á kynlífi, forðast faðmlög og kossa) • Samband við aðra (samband við fjölskyldu) • Einföld verk (að klæða sig og baða) • Líkamsímynd (útlitið veldur mér hugarangri, öðrum þykja brunaörin fráhrindandi, vildi geta gleymt útliti mínu). Þátttakandi svarar miðað við líðan sína og ástand síðustu tvær vikur og eru svarkostir á 5 punkta Likert-kvarða (frá 1 = mjög mik- il einkenni eða áhrif til 5 = engin einkenni eða áhrif). Heilsutengd lífsgæði voru metin með EQ-5D-5 sem er mik- ið notaður mælikvarði á heilsutengd lífsgæði og skiptist í 5 svið (hreyfigetu, sjálfsumönnun, venjubundin störf, verki/óþægindi og kvíða/depurð/þunglyndi) og eru 5 svarmöguleikar, frá 1 (engir R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.