Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 20
584 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N við (42%) og var vatn eða aðrir vökvar algengustu brunavaldar, samanber töflu I. Rúmur þriðjungur hafði brennst í andliti eða á höfði (35%) og rúmur helmingur (54%) hafði fengið húðágræðslu (tafla I). Áhrif bruna á líðan og heilsu samkvæmt kvörðum BSHS-B- listans mældist á bilinu 4,4-5,0 (miðgildi) og miðgildi líkamlegra einkenna var sömuleiðis á bilinu 4,0 til 5,0. Yfirlit yfir niðurstöður BSHS-B-spurningalistans um áhrif brunaslyss á líðan og heilsu er að finna í töflu II. Um helmingur þátttakenda (51%) taldi sig eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, svo sem að vera einmana og að forðast samneyti við aðra. Rúmur þriðjungur þátttakenda (37%) taldi að brunaslysið og afleiðingar þess hefðu neikvæð áhrif á lík- amsímynd (frekar mikil, talsverð, mjög mikil áhrif) og 34% þátt- takenda fann fyrir skömm vegna breytinga á útliti (frekar mikil, talsverð, mjög mikil). Rúmur fjórðungur (28%) taldi brunaslysið og afleiðingar þess hafa áhrif á núverandi kynheilsu sína, svo sem áhuga á kynlífi og að forðast faðmlög og kossa. Konur höfðu lakari líkamsímynd en karlar (M 3,7 (sf 1,37) á móti 4,4 (sf 0,97), p=0,023) og fundu fyrir meiri skömm en þeir (M 3,9 (sf 1,05) á móti 4,7 (sf 0,56), p=0,002). Þeir sem brenndust á barnsaldri höfðu betri hitaskynjun (M 4,5 (sf 0,86) á móti 3,8 (sf 1,22), p=0,028), færni handa (M 4,9 (sf 0,38) á móti 4,6 (sf 0,74), p= 0,022), starfshæfni (M 4,7 (sf 0,63) á móti 4,1 (sf 1,22), p=0,026) og kynheilsu (M 4,9 (sf 0,35) á móti 4,4 (sf 1,02), p= 0,039) en þeir sem brenndust á fullorðinsaldri. Þeir sem tapað höfðu líkamshluta höfðu verri hitaskynjun (M 3,2 (sf 0,89) á móti 4,2 (sf 1,03), p=0,011), þurftu að sinna meiri sjálfsumönnun (M 3,9 (sf 0,99) á móti 4,7 (sf 0,65), p=0,008), höfðu lakari starfshæfni (M 3,9 (sf 1,28) á móti 4,4 (sf 1,08), p=0,039), kyn- heilsu (M 3,63 (sf 1,15) á móti 4,66 (sf 0,82), p=0,011), líkamsímynd (M 2,50 (sf 1,20) á móti 4,53 (sf 0,86), p<0,001) og fundu fyrir meiri skömm (M 3,73 (sf 1,19) á móti 4,61 (sf 0,61), p=0,022) en þeir sem ekki misstu líkamshluta. Þeir sem höfðu fengið húðágræðslu höfðu neikvæðari líkams- ímynd (M 3,81 (sf 1,26) á móti 4,65 (sf 0,73), p<0,001) og þurftu að sinna meiri sjálfsumönnun (M 4,38 (sf 0,84) á móti 4,71 (sf 0,73), p=0,023) en þeir sem ekki fengu húðágræðslu. Ekki var munur á kynheilsu þeirra eða skammartilfinningu. Niðurstöður EQ-5D-5 sýndu að miðgildi skora var á bilinu 1-2 (spönn 1-5) og mátu þátttakendur heilsu sína að miðgildi 80 (spönn 10-100) samanber töflu III. Samkvæmt EQ-5D-5-listanum átti meirihluti þátttakenda (82-94%) ekki eða í svolitlum vandræð- um með atriði tengd hreyfingu, sjálfsumönnun og venjubundn- um störfum. Þó átti hluti þátttakenda (16%) í vandræðum með að sinna venjubundnum störfum og athöfnum og svipaður fjöldi upplifði skerta hreyfigetu (18%). Tæpur einn þriðji þátttakenda (30%) greindi frá þó nokkrum, verulegum eða mjög miklum kvíða og þunglyndi og 26% svarenda voru með þó nokkra, verulega eða mjög mikla verki. Þátttakendur voru spurðir hvað hefði reynst þeim erfiðast að glíma við eftir útskrift af sjúkrahúsi og hvað hefði mátt fara betur. Spurningunum svöruðu 27 (41%) þátttakendur, og töldu 18 (67%) Tafla II. Niðurstöður kvarða* BSHS-B-spurningalistans um áhrif brunaáverka á líðan og heilsu og viðbótarspurninga um einkenni. Kvarðar BSHS-B Áhrif n (%) Miðgildi (spönn) Engin Dálítil Frekar mikil Talsverð Mjög mikil Hitaskynjun 4,6 (1-5) 33 (52) 14 (22) 9 (14) 4 (6) 3 (5) Tilfinningar 4,4 (2-5) 30 (49) 18 (29) 9 (15) 4 (7) 0 (0) Færni handa 5,0 (3-5) 51 (83) 3 (5) 7 (11) 0 (0) 0 (0) Meðferðarúrræði 5,0 (2-5) 45 (76) 7 (12) 5 (8) 2 (3) 0 (0) Starfshæfni 5,0 (1-5) 40 (65) 12 (19) 5 (8) 1 (2) 4 (6) Kynheilsa 5,0 (1-5) 45 (73) 9 (15) 4 (6) 3 (5) 1 (2) Samband við aðra 5,0 (2-5) 54 (90) 3 (5) 2 (3) 1 (2) 0 (0) Einföld verk 5,0 (1-5) 47 (76) 10 (16) 3 (5) 1 (2) 1 (2) Líkamsímynd 4,8 (1-5) 39 (63) 10 (16) 6 (10) 5 (8) 2 (3) Skömm** 4,8 (2-5) 42 (67) 12 (19) 7 (11) 1 (2) 1 (2) Einkenni tengd brunaáverka Verkir 5,0 (1-5) 39 (63) 11 (18) 6 (10) 5 (8) 1 (2) Kláði 5,0 (1-5) 33 (52) 14 (22) 5 (8) 8 (13) 3 (5) Dofi 4,0 (1-5) 29 (47) 16 (26) 6 (10) 10 (16) 1 (2) Trufluð sjón 5,0 (1-5) 52 (85) 3 (5) 2 (3) 3 (5) 1 (2) Trufluð heyrn 5,0 (1-5) 52 (85) 4 (7) 4 (7) 0 (0) 1 (2) *Möguleg skor 1-5; hærra skor þýðir minni áhrif (betri líðan) Vegna námundunar er mögulegt að samanlögð prósentutala sé ekki nákvæmlega 100 *Byggðar á gildum svörum **Þessi kvarði (5 spurningar) var saminn af rannsakendum og tilheyrir því ekki upprunalega BSHS-B-spurningalistanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.