Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 21

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 585 R A N N S Ó K N þeirra að upplýsingar um andleg og líkamleg einkenni sem vænta má eftir brunaslys hefði vantað. Ennfremur töldu þeir að eftirlit og stuðningur við andlega og líkamlega líðan hefði verið lítið eða vantað algerlega og það þyrfti að bæta. Ætlunin var að gera staðfestandi þáttagreiningu á BSHS-B- listanum en þar sem KMO og Bartlettspróf var marktækt (χ2(780) = 3316,5, p<0,001) var ekki hægt að staðfesta hugtakaréttmæti list- ans. Hins vegar reyndist miðlungsfylgni eða sterk fylgni á milli allra þátta BSHS-B-listans og EQ-5D-5-listans. Áreiðanleiki BSHS - B-listans í heild, mældur með Cronbach‘s alfa, sem og einstakra kvarða, var í öllum tilvikum yfir 0,8. Yfirlit yfir próffræðilega eig- inleika BSHS-B er að finna í töflu IV. Umræða Niðurstöður þessarar fyrstu rannsóknar á langtímaáhrifum brunaslysa á Íslandi benda til lítilla áhrifa á heilsu og heilsutengd lífsgæði. Ekki var hægt að gera staðfestandi þáttagreiningu vegna lítils úrtaks en áreiðanleiki spurningalistans reyndist ásættanleg- ur. Þegar svör við einstaka þáttum matstækjanna eru greind frekar kemur í ljós að þrátt fyrir að almennt telji þátttakendur að bruna- slysið hafi lítil áhrif á líðan og heilsu er til hópur sem glímir við íþyngjandi einkenni og aðrar langtímaafleiðingar brunaslyssins. Þar má helst nefna einkenni frá taugakerfi, svo sem áhrif á tilfinn- ingu í húð, kláða og verki, sálfélagsleg einkenni, svo sem kvíða, þunglyndi, einmanaleika og félagslega einangrun, að finna fyrir skömm vegna breytinga á útliti og að hafa neikvæða líkamsímynd. Viðmið fyrir íslenskan almenning á EQ-5D-5 eða BSHS-B-list- anum eru ekki til og því er samanburður við almenna borgara ógerlegur. Ennfremur eru viðmið fyrir líkamsímynd Íslendinga ekki þekkt. Þessar niðurstöður eru hins vegar í samræmi við er- lendar rannsóknir sem benda til að lífsgæði brunasjúklinga batni með tímanum og nálgist heilsutengd lífsgæði almennra borgara sem ekki hafa brennst.29,30 Lífsgæði brunasjúklinga hafa lítið verið rannsökuð og eru niður stöður misvísandi.29-31 Samanburður þessara rannsókna er erfiður, einkum vegna mismunandi mælitækja sem notuð eru, breytilegrar tímalengdar frá brunaslysi og fram að þátttöku í rannsókn, og óstaðlaðs mats á alvarleika áverka.3,9,30 Í þeim rann- sóknum sem nota sambærilega aðferðafræði og hér er notuð er Tafla III. Niðurstöður* EQ-5D-5-spurningalistans um heilsutengd lífsgæði. Erfiðleikar n (%) Miðgildi (spönn) Engin Svolítil Þó nokkur Veruleg Mjög mikil/ófær um að framkvæma Hreyfigeta (1-5)** 1,0 (1-5) 43 (69) 8 (13) 7 (11) 3 (5) 1 (2) Sjálfsumönnun (1-5) 1,0 (1-4) 48 (79) 9 (15) 2 (3) 2 (3) 0 (0) Venjubundin störf og athafnir (1-5) 1,0 (1-5) 41 (68) 9 (15) 6 (10) 2 (3) 2 (3) Verkir/óþægindi (1-5) 2,0 (1-5) 27 (45) 17 (28) 8 (13) 6 (10) 2 (3) Kvíði/þunglyndi (1-5) 1,0 (1-5) 32 (52) 12 (19) 6 (10) 9 (15) 3 (5) Mat á heilsu (0-100)*** 80,0 (10-100) á ekki við - *Byggðar á gildum svörum **Hærra skor þýðir meiri áhrif (verri líðan) ***Hærra skor þýðir betri heilsa Tafla IV. Próffræðilegir eiginleikar BSHS-B-spurningalistans um áhrif bruna á heilsu. Áreiðanleiki og fylgni við EQ-5D-5-lífsgæðalistann. Próffræðilegir eiginleikar Cronbach‘s alpha Fylgni við EQ-5D-5 (p-gildi)* BSHS-B-heildarkvarði (40 atriði) 0,96 - BSHS-B-heildarkvarði og viðbótarspurningar (45 atriði)** 0,96 - Hitaskynjun (5 atriði) 0,92 0,53 (<0,01) Tilfinningar (7 atriði) 0,92 0,58 (<0,01) Færni handa (5 atriði) 0,87 0,44 (<0,01) Meðferðarúrræði (5 atriði) 0,87 0,60 (<0,01) Starfshæfni (4 atriði) 0,88 0,48 (<0,01) Kynheilsa (3 atriði) 0,84 0,43 (<0,01) Samband við aðra (4 atriði) 0,87 0,50 (<0,01) Einföld verk (3 atriði) 0,83 0,47 (<0,01) Líkamsímynd (4 atriði) 0,91 0,52 (<0,01) Skömm (5 atriði) 0,84 0,49 (<0,01) *Spearman‘s fylgnipróf, tvíhliða **BSHS-B-kvarðinn auk 5 viðbótarspurninga um íþyngjandi áhrif bruna (ásamt spurningu um skömm) sem gerðar voru af rannsakendum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.