Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 22
586 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N tímaspönnin frá þremur mánuðum og að 50 árum og meðaltíminn allt að 20 ár.6,8- 11,15,26,29,31,32 Í rannsókn okkar voru um 12 ár liðin frá brunaslysinu og var tímaspönnin víð, eða 1-44 ár. Því má ætla að þátttakend- ur hafi verið á mjög mismunandi stað í sínu bataferli og kann það að vera ein skýring á góðri líðan þátttakenda. Rétti tíminn til að meta afleiðingar eða fötlun eftir slys er ekki þekktur, en vitað er að bataferill eftir slys einkennist í flestum tilvikum af hröð- um framförum fyrstu mánuðina sem síðan hægist á þar til stöðugu ástandi er náð.30,33 Að öllum líkindum eru það langtímaafleiðingar slyss sem skipta mestu máli fyrir einstaklinginn og samfélagið. Rúmur helmingur svarenda hafði breyt ingar á húðskyni, svo sem dofa (53%), og tæpur helmingur hafði truflaða hitaskynjun (48%). Dofi í fingrum veldur minna næmi fyrir til dæmis hitastigi vatns og annarra vökva og fyrir þrýstingi, og eykur þannig hættu á nýjum bruna- og núningssárum. Breyting á húðskyni og önnur einkenni tengd taugakerfi eru þekkt langtímaáhrif brunaáverka.3,12 Tæpur helmingur svarenda þjáðist af langvinnum kláða (48%), en það er hærra hlutfall en kom fram í norskri rannsókn þar sem einn af hverjum fjórum hafði kláða.11 Langvinnur kláði í brunaör- um og gróinni húð getur verið íþyngjandi og truflað daglegt líf og vinnu.11 Kláði í brunaörum og gróinni húð raskar meðal annars svefni og hvíld og veldur nýjum sárum vegna núnings og klórs og því getur góð meðferð við kláða bætt lífsgæði. Rúmlega einn þriðji þátttakenda (37%) hafði verki um 12 árum eftir slysið samanborið við 18% til 52% allt að 12 árum frá slysi í öðrum rannsóknum.10,34 Vitað er að brunasjúklingar upplifa endurtekinn og mikinn sársauka í sjúkrahúslegunni sem með- al annars tengist sárameðferð og þjálfun36 og vísbendingar eru um að þeir sem muna eftir sársaukanum eru líklegri til að þróa með sér langvinna verki.34 Rannsóknir benda til að fullnægjandi verkjameðferð strax eftir brunaslysið og meðan á sjúkrahúsdvöl stendur geti minnkað líkur á áfallastreituröskun, kvíða og þung- lyndi og hugsanlega minnkað hættu á þróun langvinnra verkja.34,36 Áhrif verkja á geðheilsu, einkum á kvíða, þunglyndi og einkenni áfallastreituröskunar eru ennfremur þekkt34 og hefur verið bent á aukna tíðni sjálfsskaða hjá brunasjúklingum.37 Því er mikilvægt að meðferð verkja vegna brunaáverka sé markviss og fullnægjandi bæði hjá börnum og fullorðnum og hefjist sem fyrst eftir slysið. Þetta háa hlutfall brunasjúklinga á Íslandi með langvinna verki og kláða getur bent til þess að eftirfylgni og sérhæfð meðferð við þessum íþyngjandi einkennum hafi ekki verið nægilega markviss eða hafi ekki verið til staðar. Í þessari rannsókn kom fram að afleiðingar brunaslyss fyrir fé- lagslega virkni og tengsl eru talsverð, meðal annars átti um helm- ingur þátttakenda við tilfinningaleg vandamál að stríða, svo sem að vera einmana og að forðast samneyti við aðra. Um þriðjungur þátttakenda hafði brennst á sjáanlegum stöðum og kemur ekki á óvart að svipaður fjöldi (37%) hafði neikvæða lík- amsímynd. Þeir sem höfðu farið í húðágræðslu og/eða höfðu tapað líkamshluta höfðu neikvæðari líkamsímynd en aðrir. Ennfremur fundu 33% svarenda fyrir skömm vegna breytts útlits og reyndust marktæk tengsl vera milli taps á líkamshluta og tilfinningar um skömm. Komið hefur í ljós að bruni í andliti reynist hafa meiri áhrif á félagslega virkni og tengsl heldur en brunaáverkar á öðrum stöð- um líkamans.21 Ennfremur hefur komið fram að tilfinningar um höfnun, um skömm og um niðurlægingu eru íþyngjandi hjá þeim sem hafa brunaör á sjáanlegum stöðum.20 Í rannsókn okkar höfðu konur lakari lík- amsímynd en karlar og fundu fyrir meiri skömm en þeir, sem rímar við erlendar rann- sóknir.7,9 Þennan kynjamun má sennilega að einhverju leyti skýra með ólíkum vænting- um samfélagsins til útlits kvenna samanbor- ið við karla. Við fundum ekki tengsl milli bruna á sjáanlegum stöðum, svo sem í andliti/á höfði, og líkamsímyndar, skammar eða kvíða og þunglyndis. Mögulegar skýringar á því eru lítið úrtak og/eða hversu lítil dreifingin var í gögnunum. Rúmur fjórðungur þátttakenda nefndi að brunaslysið og af- leiðingar þess hafi áhrif á núverandi kynheilsu. Marktæk tengsl voru til staðar milli taps á líkamshluta og lakari kynheilsu en við vitum ekki um hvaða líkamshluta var að ræða. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem fram kemur að brunasjúklingar upplifa breytingar á kynheilsu, líkamsímynd og félagslegum tengslum sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði.7 Húðin gegnir mikilvægu hlutverki í skynjun einstaklingsins á sjálfum sér og hvort og hvernig hann fellur inn í viðtekinn ramma samfélagsins um ásjónu og útlit. Djúp brunasár og húðágræðsla valda oftast áberandi örum, breyttum hárvexti og litabreytingum á húð. Þessar óafturkræfu breytingar á húð valda því að viðkom- andi tapar fyrra útliti og þarf að aðlagast nýrri líkamsímynd sem oftar en ekki er á skjön við væntingar og norm samfélagsins og það sama á við um missi líkamshluta. Því er hætt við að sá sem lendir utan rammans vegna útlitsbreytinga þrói með sér neikvæða líkamsímynd. Í þessari rannsókn var tæpur einn þriðji þátttakenda yngri en 18 ára þegar þeir brenndust. Almennt voru þeir sem brenndust á barnsaldri með betri starfshæfni og betri lífsgæði en þeir sem brenndust á fullorðinsaldri. Hins vegar þarf að hafa í huga að meðalaldur þátttakenda sem brenndust sem börn var mun lægri en þeirra sem brenndust sem fullorðnir, sem hugsanlega kann að skýra þennan mun fremur en aldur við bruna. Hafa þarf hugfast að brunaslys í bernsku og á unglingsaldri geta verið afdrifarík fyrir geðheilsu seinna á lífsleiðinni ef fyrirbyggjandi aðgerðum er ekki beitt. Til dæmis hefur komið fram að alvarleg geðræn vanda- mál, svo sem kvíðaröskun, er algengari hjá þeim sem brennast ungir heldur en á fullorðinsárum15,18 og vísbendingar eru um hærri tíðni fíknsjúkdóma hjá þeim.15 Einnig hefur komið fram að bruni í andliti hjá börnum og unglingum hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra borið saman við sambærilegan hóp með brunasár á öðrum stöðum.22 Það er því áríðandi að foreldrar og þau sem vinna með börnum og ungmennum í heilbrigðis- og menntakerfinu séu meðvituð um mikilvægi mats og eftirlits með einkennum og þann sálfélagslega vanda sem af slíku slysi getur hlotist. Forvarnir og tímanleg viðbrögð við vísbendingum um stríðni, einelti, félags- lega einangrun og skólaforðun eru dæmi um þætti sem foreldrar, kennarar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að vera vakandi fyrir. Við fundum ekki tengsl milli bruna á sjáanlegum stöðum, svo sem í andliti/á höfði, og líkamsímyndar, skammar eða kvíða og þunglyndis. Mögulegar skýringar á því eru lítið úrtak og/eða hversu lítil dreifingin var í gögnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.