Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 26
590 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Faglegir mannkostir lækna og vinnuumhverfi Svanur Sigurbjörnsson1 læknir, MA í heilbrigðissiðfræði Vilhjálmur Árnason2 doktor í heimspeki 1Læknadeild, 2sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Svanur Sigurbjörnsson, svan@hi.is Greinin var unnin við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Inngangur Framkvæmd var rannsókn vorið 2019 á vegum sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands í samvinnu við læknadeild um reynslu og upplifun kandídata og almennra lækna (K-Alm) og reyndra sérfræðinga (RSér) af klínísku starfi. Kveikjan að rannsókninni var bresk rannsókn frá Jubilee-rannsóknarsetrinu við Birmingham-háskóla í Englandi um dygðir og mannkosta- menntun.1 Notaðar voru sömu spurningar til að fá samanburð milli lækna úr menningarheimum landanna tveggja en þær eru byggðar á Eurostat-staðli kannana um gæði vinnustaða á evrópska efnahagssvæðinu.2 Í læknanámi, á kandídatsárunum og í sérnámi er lagður grunn ur að fagmennsku lækna. Fagmennskan samanstendur af þremur meginþáttum: fræðilegri þekkingu, verklegri færni og samskiptahæfni sem felur í sér siðferðilega, sálræna og félagslega mannkosti.3 Rannsóknin beindist að siðferðilegum mannkostum lækna og því hvernig starfsumhverfið hefur áhrif á líðan í starfi og faglegar væntingar þeirra til starfs síns. Rannsóknir á þessu sviði benda til að þegar fagfólk geti nýtt mannkosti sína í þágu starfsins auki það bæði ánægju þess og tilgang.4 Yfirlit 12 rann- sókna um sálræn áhrif þess óheilnæma vinnuálags sem læknar búa við víða bendir til að það komi niður á gæðum læknisþjón- ustunnar. Frekari rannsóknir skorti þó til að staðfesta betur þessi tengsl.5 Hérlendis leiddi könnun Læknafélags Íslands frá 2018 í Á G R I P INNGANGUR Greint er frá niðurstöðum könnunar um reynslu og upplifun kandídata og almennra lækna og reyndra sérfræðinga af klínísku starfi á Íslandi. Til samanburðar var höfð samskonar rannsókn við breskar sjúkrastofnanir þar sem reyndir sérfræðingar fengu spurningarnar. Rannsóknin beindist að því hvernig starfsumhverfi lækna hefur áhrif á mannkosti þeirra, upplifun af stuðningi, vinnuálagi, sjálfræði og tengingu við starfið. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Samtals 89 læknar tóku þátt og svöruðu 15 spurningum. Tíðni svara var borin saman úr klösum fjögurra efnisflokka. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður bentu til markverðs vanda á vinnustöðum lækna hérlendis. Upplifunin var neðarlega í öðrum fjórðungi (2,1-3,0) matsskala þess að vinnuumhverfið hamli því að fagleg manngerð þeirra njóti sín. Einnig vantaði upp á þætti stuðnings. Í samanburði við breska sérfræðinga var upplifun þeirra sambærileg en þó skárri hvað stuðning varðaði. Kandídatar og almennir læknar upplifa marktækt meiri streitu, minni stuðning og sjálfræði í vinnu sinni en reyndu sérfræðingarnir hérlendis. Í samanburði við bresku rannsóknina var upplifun íslensku sérfræðilæknanna jákvæðari varðandi sjálfsákvörðun og tilfinningaleg tengsl við starfið. Rannsókn okkar sýnir í fyrsta sinn samband vinnuumhverfis og álags á mikilvæga fagtengda mannkosti lækna hérlendis. UMRÆÐA Þessar niðurstöður endurspegla niðurstöður fræðigreina um mikilvægi þess að læknar geti nýtt mannkosti sína í starfi, því þeir tengist starfsánægju, langvarandi velfarnaði og tilfinningu fyrir tilgangi starfsins. Niðurstöðurnar styðja viðhorf í skrifum lækna hérlendis um óheyrilegt vinnuálag og manneklu. Rannsóknin sýnir upplifun lækna af því hvar skóinn kreppir í starfi og mikilvægi þess að þjóðfélagið bæti starfsskilyrðin til að gera þeim kleift að starfa eftir hugsjón sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.