Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Síða 33

Læknablaðið - 01.12.2021, Síða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 597 Inngangur Risafrumuæðabólga (giant cell arteritis) er algengasti æðabólgu- sjúkdómurinn hjá einstaklingum 50 ára og eldri, þá helst á aldr- inum 70 til 80 ára.1-3 Sjúkdómurinn herjar aðallega á stórar og meðalstórar slagæðar líkamans og sér í lagi þær sem hafa elastín í æðaveggjum.1,4,5 Aðallega má sjá bólgur í greinum ósæðarbog- ans og einkum þeim sem leiða til höfuðs, þar með talin gagn- augaslagæðin (superficial temporal a.).1,2,6 Mikilvægt er að greina og meðhöndla sjúkdóminn sem fyrst þar sem hann getur valdið mjög alvarlegum sjúkdómseinkennum, til dæmis blindu.1,2,5 Orsakir risafrumuæðabólgu eru ekki þekktar en talið er að óútskýrt samspil erfða og umhverfisþátta kveiki á ónæmiskerf- inu sem veldur hnúðóttum (granulomatous) bólgum í innri og ytri teygjuhimnu (elastic lamina) slagæða og -æðlinga. Þetta leiðir til þrengingar á æðinni og jafnvel blóðtappamyndunar.1,2,3,5 Því eru birtingarmyndir sjúkdómsins fjölbreyttar, allt frá ósértækum ein- kennum almenns bólguástands til einkenna blóðrásatruflana eða blóðþurrðar. Tíðni risafrumuæðabólgu er meiri á norðurhveli jarðar og fer tilfellum fækkandi því sunnar sem litið er.2 Á Norðurlöndunum og Norður-Evrópu er tíðnin um 17-18 á hverja 100.000 íbúa.2 Sam- kvæmt faraldsfræðilegri rannsókn var nýgengi sjúkdómsins á Ís- landi á árunum 1984 til 1990 meðal kvenna og karla, yfir 50 ára og Á G R I P Sumarið 2020 leitaði kona á níræðisaldri til læknis vegna höfuðverks og sjóntruflana. Greining var óljós og einkenni versnuðu hratt. Hún varð blind á báðum augum og fékk stórt drep í hársvörðinn. Um var að ræða hröð versnandi einkenni risafrumuæðabólgu sem er einn algengasti æðabólgusjúkdómurinn og getur haft ólíkar birtingarmyndir. Hér er tilfellinu lýst og fjallað um helstu einkenni, greiningaraðferðir og meðferð. Risafrumuæðabólga – sjúkratilfelli með drepi í hársverði og skyndiblindu Berglind Árnadóttir1 læknir Gerður Gröndal2,3 læknir Þórður Tryggvason4 læknir Björn Guðbjörnsson3,5 læknir 1Lyflækningadeild, 2gigtlækningadeild, 3rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, 4meinafræðideild Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Berglind Árnadóttir, bergliar@landspitali.is eldri, 36 og 18 á hverja 100.000 íbúa.1 Risafrumuæðabólga er allt að tvöfalt algengari hjá konum en körlum.2 Algengasta einkenni risafrumuæðabólgu er höfuðverkur (65- 90% sjúklinga) og margir upplifa einnig eymsli í hársverðinum, sérstaklega yfir greinum gagnaugaslagæðarinnar.3-7 Æðarnar er oft hægt að sjá með berum augum, þykkar og hlykkjóttar. Púls- ar æðarinnar greinast jafnvel ekki við skoðun eða eru daufari en eðlilegt er.3 Um helmingur sjúklinga finnur fyrir kjálkaöng (jaw claudication) og í sumum tilvikum geta sjúklingar einnig fundið fyrir verkjum í tungu.3,5,8 Í þeim tilvikum sem æðin lokast vegna mikillar bólgu getur það orsakað drep í höfuðleðri, tungu eða á öðrum svæðum sem slagæðin nærir, en það eru mjög sjaldgæfir fylgikvillar sjúkdómsins.3,7,8 Í um 20% tilvika verður sjónskerðing eða blinda, á öðru eða báðum augum. Er þetta oftast óafturkræft ástand sem getur gerst snemma í sjúkdómsferlinu. Þá er aðal- ástæða blindunnar blóðþurrð augntaugarinnar (optic nerve).5 Ef ekki er tafarlaust gripið til meðferðar er hætta á að sjúkdómur- inn skaði heilbrigða augað innan fárra daga.3,5 Amaeurosis fugax er birtingarmynd blindu í 44% tilvika þeirra sem hljóta sjón- skerðingu af völdum risafrumuæðabólgu, þá lýsa sjúklingar því eins og að tjald hafi verið dregið fyrir augað.5 Allt að 30% sjúk- linga fá taugaeinkenni, í flestum tilvikum röskun á úttaugakerf- inu (mononeuropathy, peripheral neuropathy).5 Tíundi hver sjúklingur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.