Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 35

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 599 S J Ú K R A T I L F E L L I A B C Mynd 1 Mynd 1A og 1C. Drep í höfuðleðri hjá sjúk- lingi með risafrumuæðabólgu. Mynd 1B. Drep á vinstra eyra hjá sama sjúklingi. ennþá með töluverðan höfuðverk og átti sökum verkja erfitt með að hreyfa höfuðið til hliðanna. Ennþá var til staðar drep á höfuð- leðri (samanber fyrri lýsingu) (mynd 1A,B,C). Taugaskoðun sýndi fram á máttleysi ofarlega og neðarlega í neðri útlimum, ásamt hyporeflexiu beggja vegna og óræðu Babinski-viðbragði. Aðspurð fór hún að finna fyrir kraftleysi í neðri útlimum um það leyti sem höfuðverkurinn kom fram, einnig munnþurrk og versnandi augn- þurrk. Við komu á Landspítalann mældist sökk 20 mm/klst, CRP 58 mg/L og var merki um járnskortsblóðleysi. Fengin var slagæða- rann sókn með tölvusneiðmynd af hálsi, höfði og niður í brjóst- hol sem sýndi breytingar í gagnaugaslagæðum beggja vegna og í ósæðarboga sem gæti vakið grun um risafrumuæðabólgu (mynd 2). Sýnataka úr hægri gagnaugaslagæð var gerð daginn eftir komu á Landspítala. Þá fannst enginn púls í vinstri gagnaugaslagæðinni og mjög veikur púls í þeirri hægri. Vefjagreining á sýni úr hægri gagnaugaslagæð sýndi fram á risafrumuæðabólgu, ásamt þrengingu og lokun hluta æðarinnar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.