Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 50

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 50
614 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartadeildar Landspítala, Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka og Runólfur Pálsson, settur framkvæmdastjóri með- ferðarsviðs Landspítala, á málþingi á Lyflæknaþingi 2021. Mynd/gag Bjarni telur stjórn yfir spítalanum til bóta Gagn væri að faglegri stjórn milli heil- brigðisráðuneytisins og yfirstjórnar spít alans. Stjórn með mikla þekkingu sem styddi spítalann í verkum sínum og setti honum ákveðinn ramma. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra á Lyflæknaþingi 2021. Útfærslan skipti máli. „Ég er ekki að tala um pólitíska varðhunda. Ég er ekki að tala um þverpólitíska stjórn heldur okkar allra besta fólk í faginu og með rekstr- arþekkingu sem gæti verið fram- kvæmdastjórninni og forstjóranum til stuðnings og aðhalds,“ sagði hann. Davíð O. Arnar læknir tók undir þetta og sagði að útvíkka mætti hugmyndina í að einhvers konar fagráð væri heil- brigðisráðuneytinu til stuðnings í að skipuleggja þjónustuna í heild sinni. „Ég held að allir geti verið sammála um að heildarmyndin um hvernig eigi að veita heilbrigðisþjónustu; hvar rétti staðurinn er fyrir hvern og einn sjúk- ling, er pínulítið óskýr,“ sagði Davíð. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segir þjóðina hafa efni á framúrskarandi heilbrigðiskerfi en skoða þurfi hvernig fé sé nýtt Nýta megi heilbrigðiskerfið betur og auka samvinnu Arna Guðmundsdóttir, kennslustjóri í lyf- lækningum, benti að bæði heimilis læknar og barnalæknar væru með þjónustu eftir dagvinnutíma. Ekki lyflæknar. „Hins vegar er fasti kostnaðurinn kom- inn. Við rekum fyrirtæki okkar út í bæ og borgum fasteignafélögum Regin og Eik „Auðvitað hefur verið vilji til þess að ná samningum en það er mjög óheppilegt hversu langan tíma það hefur tekið. Von- andi getur ný ríkisstjórn leitt þær viðræð- ur til lykta sem allra fyrst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og fjármálaráðherra síðustu fjögur ár, um samningaviðræður ríkisins við sér- fræðilækna. Læknablaðið talaði við Bjarna eftir að hann sat málþing á Lyflæknaþingi 2021. Þingið var haldið í Hörpu 5.-6. nóv- ember. „Við höfum efni á því að bera okkur saman við það sem best gerist,“ sagði Bjarni um íslenska heilbrigðiskerfið á mál- þinginu. „Það er vegna þess að þegar við skoðum hagtölurnar framleiðum við Ís- lendingar hvað mest allra þjóða í heimin- um á mann. Stundum erum við á topp 5. En aldrei neðar en topp 10 undanfarin ár,“ sagði Bjarni. „Það þýðir að við getum gert kröfu um framúrskarandi opinbera þjón- ustu; þar með talið heilbrigðisþjónustu.“ Umræðurnar fóru fram undir yfir- skriftinni; Heilbrigðisþjónusta í kjölfar heimsfaraldurs: hvernig höldum við sjó? Runólfur Pálsson, settur fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfir- læknir COVID-göngudeildar Landspítala, stýrði pallborðinu. Davíð O. Arnar, fyrr- um formaður Félags íslenskra lyflækna og yfirlæknir hjartalækninga á Landspít- ala, og Jakob Falur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka frumlyfjafram- leiðanda á Íslandi, Frumtökum, sátu fyrir svörum ásamt fjármálaráðherra. Arna Guðmundsdóttir á Lyflæknaþingi 2021. Mynd/gag Arna vill lyflæknavakt leiguna en lokum klukkan 5. Við erum ekki með vaktþjónustu,“ benti hún á og spurði hvort ekki væri hægt að semja við lyflækna um slíka. „Við höfum öll séð hvað þetta virkar vel hjá hinum og getum gert þetta frá mánudegi. Gætum við fengið svona samning?“ spurði hún úr sal þegar rætt var um verkaskiptingu innan heilbrigð- iskerfisins. Davíð sagði málið stundum hafa kom- ist í umræðuna en þó ekki farið á flug. „Við tölum oft um fráflæðisvandann á spítalanum en ég held að það sé líka viss aðflæðisvandi,“ sagði hann. Margt sem þangað kæmi mætti leysa með einfaldari hætti fyrr í ferlinu. „Það verður að skoða hvaða verkefni Landspítali sem þriðja stigs sjúkrahús á að Lyflæknaþing 2021

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.