Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 52

Læknablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 52
616 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 B Ó K A D Ó M A R er hann fluttist til Vest- urheims.“ Ekki orð um fangelsisvist. Nú er komin út bókin Læknirinn í Englaverksmiðj- unni. Saga Moritz Halldórs- sonar eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Í formála rek- ur höfundur persónulegar ástæður þess að hún fékk áhuga á Móritz og segir svo: „Forvitnin rak mig í umfangsmikla heimildaleit í fjórum löndum. Smám saman fann ég gögn sem vörpuðu ljósi á lífshlaup Moritz og hvers vegna þegjandi samkomulag var um að opinbera ekki þær miklu raunir sem hann lenti í.“ Þetta er lipurlega skrifuð heimilda- skáldsaga en það sem heillaði mig var aðalpersónan Moritz sem er margslunginn og áhugaverður. Moritz Hans Edvards Halldórsson fæddist í Reykjavík árið 1854. Faðir hans var Halldór Kr. Friðriksson yfir kennari, bæjarfulltrúi og alþingismaður og móðir hans, sem var dönsk, ræktaði matjurtir þar sem nú er Alþingisgarðurinn. Guð- faðir drengsins var Trampe greifi og má því segja að hann hafi fæðst inn í íslenskan aðal. Að loknu námi í Lærða skólanum hélt hann til Hafnar þar sem hann las læknisfræði og var virkur í stúd- Læknirinn í Englaverksmiðjunni Saga Moritz Halldórssonar Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir kvensjúkdómalæknir Fyrst heyrði ég af lækninum Móritz Hall- dórssyni þegar ég las skáldsögu Helga Ingólfssonar Þegar kóngur kom (2009). Sögumaðurinn er skólapilturinn Móri eða Moritz Halldórsson. Sagan byrjar þegar ung kona finnst myrt í Reykjavík sum- arið 1874 og fylgjast Móri og vinir hans úr Lærða skólanum með Jóni Hjaltalín landlækni kryfja hana. Í sögulok segir meðal annars: „Ef til vill er hér líka komin skýringin á ógæfu Moritzar Halldórssonar sem tók upp á því sem velmegandi læknir í Kaupmannahöfn að hjálpa portkonum að leysast við höfn sína, hlaut fyrir vikið fangelsisdóm og flutti í kjölfarið vestur um haf með fjölskyldu sína“. Áhugi minn var vakinn en rannsóknir mínar urðu ekki meiri en þær að ég fletti Moritz upp í Læknatalinu. Þar stendur undir kafl- anum um störf hans: „Starfandi læknir í Kaupmannahöfn frá jan. 1885 til júní 1892 entapólítík. Þar var hann heima- gangur hjá Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu konu hans og var áhugasamur um sjálfstæðis- baráttu Íslendinga. Hann var læknir fátæks fólks á Norður- brú og vildi bæta heilsu þeirra, ekki síst kvenna. En hvernig stóð á því að þessi velviljaði og vel tengdi læknir komst í kast við lögin, hlaut dóm og var fangelsaður? Bókin segir frá því og svo frá útlegð hans í Vesturheimi eftir að hann var náðaður af konungi með því skilyrði að hann stigi aldrei aftur fæti á danska grund, þar með talið á Ísland. Sagan fjallar um lækni sem dregst inn í pólitísk átök og kemst á forsíður blað- anna. Hún höfðar til okkar tíma þegar fjöldagrafir barna hafa fundist við mun- aðarleysingjahæli og verið er að skerða rétt kvenna til þungunarrofs beggja vegna Atlantsála. Moritz taldi sig ekki hafa gert neitt rangt heldur væri löggjöfin ranglát. Það kallast á við bréf læknisins Alan Braid í Washington Post í haust, þar sem hann ját- ar að hafa framkvæmt þungunarrof eftir 6 vikna meðgöngu, enda mundi hann þá tíð að konur dóu í kjölfar ólöglegra aðgerða. Það er líka harmur Moritzar í sögunni að þurfa að lokum að hlíta lögunum á kostn- að heilsu og lífs kvenna. 11.000 volt – þroskasaga Guðmundar Felix Skrásett af Erlu Hlynsdóttur, Sögur 2021 Jóhann Róbertsson bæklunarlæknir Íslenska þjóðin hefur fylgst með Guð- mundi Felix frá því hann slasaðist í janúar 1998 og þessi saga því verið að gerast fyrir framan okkur. Undirtitillinn þroskasaga er réttnefni. Frásögnin er eig- inlega í ,,Maður er nefndur“ stíl þar sem hann rekur lífshlaup sitt. Inn í það skotið stuttum umsögnum samferðafólks og gögnum, svo sem úr málaferlum og fleiru. Þarna eru lýsingar frá gömlu Reykjavík um frjálsræðið sem fylgdi því að alast upp til dæmis í Kleppsholtinu, ævintýragirni og tilraunamennsku unglingsáranna. Lýsingar á ungu fólki að finna sér stefnu í lífinu, mynda fjölskyldu og svo framvegis. Síðan lendir hann í þessu grafalvarlega slysi 26 ára gamall, sem útaf fyrir sig er ótrúlegt að hann hafi lifað af. Eins og margir Íslendingar þá þekkir maður til sögu hans úr fjölmiðlum. Samt er ým- islegt sem kemur á óvart og þá einkum tengt baráttu hans við alkóhólisma. Hann átti eitthvað í þeirri glímu fyrir slysið en þó á allt öðrum skala ítrekað eftir það. Finnast mér lýsingar hans á þeirri glímu um margt áhugaverðastar í frásögninni. Hann nálgast þann þátt af einlægni og ósérhlífni. Áherslur sem hann leggur á sjálfsskoðun, það að maður hefur alltaf eitthvert val, kærleika og að losa sig við Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Veröld 2021 Braid A. Why I violated Texasī extreme abortion ban. Washington Post 2021/09/18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.