Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Page 7
7LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 F R É T T I R Fundir með Alþjóðasamtökum ljósmæðra, ICM (International Confederation of Midwives) hafa verið rafrænir á þessu ári, sem þrátt fyrir sínar takmarkanir hefur þó gert mér kleift að mæta á þá alla. Fundað hefur verið í Evrópudeild ICM, Norður-Evrópu- deildinni og einnig var haldinn einn minni fundur á vegum ICM þar sem Ísland raðaðist með Slóveníu, Tékklandi og Tadsjikistan (sem reyndar mættu ekki á fundinn). ICM vinnur þessa stundina í mikill innri endurskoðun og endur- skipulagningu í því skyni að efla starf sitt, veita betri þjónustu til aðildarfélaga og styrkja þannig betur alþjóðasamfélag ljósmæðra og samstarf ljósmæðra. Þáttur í þeirri vinnu var t.d. skoðanakönnun sem var send á ykkur fyrir nokkrum vikum síðan þar sem kom í ljós að 89% ljósmæðra töldu skort á ljósmæðrum helsta vandamál ljós- mæðra. Launin voru í öðru sæti og skortur á stefnumótun í því þriðja. ICM áætlar að um 900.000 ljósmæður vanti í heiminum, þar af um 5.000 í Evrópu. Aðrar breytingar sem ICM stefnir á að innleiða á næsta ári er t.d. að vera með öfluga Facebooksíðu þar sem Evrópa verður með sérhóp og að stofna hópa á samskiptaforritinu Whatsapp. Fjölga á fundum og fréttabréfum sem verða með aukinni áherslu á hvert svæði fyrir sig. IMU (International Midwives Union), forveri ICM, var stofnað 1922 og því heldur ICM upp á 100 ára afmæli sitt á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með fyrirhuguðum breytingum og uppá- komum hjá þeim en hápunkturinn verður í kringum Alþjóðlegan dag ljósmæðra þann 5. maí. Ennþá er miðað að því að halda ICM ráðstefnu á Balí í júní 2023. Í Evrópu eins og hér á landi hafa ljósmæður áhyggjur af sjúk- dómsvæðingu barneignarferlisins og telja það stærstu áskorun ljós- mæðra í dag. Umræða hefur myndast í kringum þær áhyggjur að ljósmæður sem útskrifast nú þekki ekki lengur ferli eðlilegra fæðinga og að fæðingar geti tekið langan tíma, því inngrip, eins og gang- setningar og örvun með lyfjum hafi aukist svo mikið. Það er í raun umhugsunarvert að verklagsreglur, eins og til dæmis um gangsetn- ingar, eru innleiddar á grundvelli túlkana á eldri niðurstöðum rann- sókna. Verklagi er ekki breytt þó að nýjar rannsóknir sýni ekki fram á betri útkomu fyrir móður og barn. Þá virðist ekki vera hægt að innleiða þjónustuform sem felur í sér samfellda þjónustu, þrátt fyrir að allar rannsóknir sýni fram á mun betri útkomu í slíku kerfi. Ljós- mæður og það sem þær standa fyrir verða að fá aukið vægi. Seinni fundur norrænu samtakanna NJF á árinu var staðfundur í Kaupmannahöfn. Það var gaman að ná að hitta aðra formenn í persónu og mynda tengsl við þá, ólíkt því sem gerist á netfundi. Mikil umræða var einnig þar um gangsetningar og hversu mikið þeim hefur fjölgað. Norræn ráðstefna ljósmæðra verður haldin í byrjun maí 2022 í Helsinki. Vonandi komast sem flestar ljósmæður til Finnlands. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður. ERLENT SAMSTARF Frá NJF fundinum í Kaupmannahöfn.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.