Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Side 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Side 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 inum, þá hafa ljósmæður svo margt sameiginlegt, sem endurspeglast t.d. í skilgreiningu á hlutverki og hugmyndafræði alþjóðasamtaka ljósmæðra, sem ljósmóðurnám og starf byggir á. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur líka fram hæfniviðmið fyrir barneignarþjónustu og hvetur ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk til að vinna saman og leysa vandamál sem tengjast því að grípa inn í barn- eignarferli „of mikið of snemma eða of lítið of seint”. Það hafa orðið framfarir, við verðum að viðurkenna það, annars verðum við þunglynd og döpur, en það eru áfram vandamál til staðar víða, og verða á næstu árum. Það er ekki nóg að koma í veg fyrir mæðra- og barnadauða og bjarga mannslífum, sem er auðvitað mikilvægt grundvallarmarkmið, heldur þurfum við ljósmæður að gera meira, vera hugrökk, efla menntun og nota vísindin til að bæta ástandið. Á síðustu tveimur áratugum, síðan ljósmóðurfræði varð að akademískri grein, hafa ljósmæður framleitt mikla þekkingu, framkvæmt fjölda hágæðarannsókna til að efla gagnreynda ljósmóðurþjónustu í starfi. Við eigum að vera stoltar af því að eiga stóran þátt í þeim þekk- ingargrunni sem nú er til, þar sem við höfum tekið virkan þátt, á skyn- saman hátt í tengslum við okkar skjólstæðinga. Þess vegna eigum við líka að hjálpa til annars staðar t.d. í lágtekjulöndum og skoða hvort hægt er að heimafæra niðurstöður t.d. á Indlandi eða í Brasilíu, en þaðan kom fyrst upp hugmyndafræðin um mannúðlegar barnsfæðingar. Við eigum að vinna saman sem tvíburar eða sem alþjóðlegar systur, mynda keðju til verða betri ljósmæður í betri fæðingum og í breyttu þjónustuformi. Þar sem samfelld þjónusta, eins og við höfum verið að tala um, er veitt og konan upplifir sjálfræði, er við stjórnvölinn með stuðningi frá maka og sinni ljósmóður. Það er ljóst að víða er komið fram af vanvirðingu við konur og börn og mannréttindi brotin í barneignarþjónustunni. Lesley telur að við á Íslandi ættum að efla rannsóknir enn frekar og hafa áhrif ásamt öðrum ljós- mæðrum í hátekjulöndum sem búa við góðar félagslegar og menningar- legar aðstæður. Allar konur og fjölskyldur þeirra um allan heim eiga rétt á að upplifa mannlega nánd og mannúðlegar betri fæðingar sem einnig hefur jákvæð áhrif á umhverfið okkar. Um þessi mál og fleira talaði Lesley eftirminnilega í athöfninni þegar hún varð heiðursdoktor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Ljósmæðrabörn spiluðu á hátíðinni og slógu í gegn. Þau eru í fiðlunámi hjá Lilju Hjaltadóttur í Allegro Suzuki skólanum. Undirleik annaðist skólastjórinn Kristinn Örn Kristinsson. Fyrir miðju er Maríanna Arney Ívarsdóttir. Emma Maríe Swift er móðir hennar. Til hliðar eru Haraldur Áss Liljuson og Sveindís Eir Steinunnardóttir. Þau eru börn Steinunnar Blöndal. Börnin spiluðu lagið Csardas fyrir þrjár fiðlur eftir Michael McLean. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is HUNTLEIGH SONICAID DIGITAL FÓSTURDOPPLER • Nettur og handhægur doppler • Háskerpuskjár • Línurit • Hleðslubatterí • Áfastur vatnsheldur prób sem hægt er að nota við fæðingar í vatni

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.