Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 41
41LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 V I Ð TA L LOKSINS, LOKSINS KOMIÐ LEYFI TIL AÐ ÁVÍSA GETNAÐARVÖRNUM, EN… Viðtal við Steinu Þóreyju Ragnarsdóttur, ljósmóður í Keflavík Lög voru samþykkt á Alþingi 18. desember 2018 um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu og reglugerð frá 24. ágúst 2020 um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til ávís- unar hormónalyfja til getnaðarvarna. Í samræmi við þetta hafa verið í boði á vegum Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands námskeið um getnaðarvarnarráðgjöf, í umsjón Hildar Sigurðardóttur og Sóleyjar Bender. Námskeiðið er fyrir nemendur í ljósmóðurfræði í MS námi til starfsréttinda, starfandi ljósmæður og hjúkrunarfræðinga sem eru í eða hafa lokið framhaldsnámi á viðeigandi sviði. Í fyrsta námskeiðinu sem fór fram í byrjun árs 2020, tóku bæði nemendur og starfandi ljósmæður þátt. Nú er þetta námskeið tvíkennt, annars vegar fyrir nemendur í ljósmóðurnámi og hins vegar fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga. Haldin hafa verið alls þrjú námskeið og nú hafa 60 lokið því (54 ljósmæður eða ljósmæðranemar og 6 hjúkr- unarfræðingar). Á þessari stundu er ekki ljóst hversu margir hafa sótt um leyfi og hafið ávísun á getnaðarvarnarlyfjum en ljóst er að það er vandkvæðum bundið vegna kerfislægra galla og tafa hjá Land- læknisembættinu. Ein af ljósmæðrunum sem lauk fyrsta námskeiðinu innan ljósmóð- urnámsins, sem einnig hefur fengið formlegt leyfi til að ávísa getn- aðarvörnum, er Steina Þórey Ragnarsdóttir ljósmóðir í Keflavík. Fyrir hönd Ljósmæðrablaðsins fór ritstjórinn á stúfana og ræddi við hana um þetta nýja mikilvæga námskeið, reynsluna og þá möguleika sem ljósmæður hafa nú til að efla þjónustu við konur fyrir og eftir barneign. NÁMSKEIÐIÐ UM GETNAÐARVARNARRÁÐGJÖF OG ÁVÍSANIR HORMÓNAGETNAÐARVARNA „Við sem vorum í fyrsta hópnum til þess að fá þessa kennslu, vorum mjög spenntar yfir því að fá þetta tækifæri. Námskeiðið sjálft stóð yfir í 5 daga og lauk 4 mánuðum seinna með krossa- prófi. Tímann á milli átti að nota til að afla sér reynslu, og fá að fylgja eftir fagfólki með kunnáttu og færni s.s. kvensjúkdómalækni, setja upp hormónastafinn eða lykkju. Í námsmatinu fólst að skrá þessa reynslu og svo voru tvö verkefni um getnaðarvarnaráðgjöf sem voru kynnt í umræðutíma. Þetta var allt í allt mjög áhugavert námskeið en með nokkrum vanköntum, sem er ekki skrýtið þar sem verið var að kenna námskeiðið í fyrsta sinn og það enn í mótun. Kennararnir voru yndislegir sem vildu endilega fá frá okkur hvað mætti gera betur. Okkur fannst vera svolítið af endurtekningum milli tíma hjá kennurunum, en þeir voru ljósmæður, hjúkrunar- fræðingur, læknir, kvensjúkdómalæknir og lyfjafræðingur. Þetta var hins vegar skemmtilegt efni og einnig verklegu æfingarnar“. Í umræðum við fleiri ljósmæður sem hafa tekið námskeiðið hefur komið fram að almennt þykir það ókostur við fyrirkomu- lag námskeiðsins að nemendur þurfi sjálfir að verða sér úti um námstækifæri og klíníska starfsþjálfun, t.d. til að fylgjast með getn- aðarvarnarráðgjöf, finna og fá tækifæri til að fylgja kvensjúkdóma- lækni og æfa sig að setja upp lykkju og hormónastafinn. „Ég var heppin þar sem að ég fékk að fylgja kvensjúkdómalækni sem vinnur á sömu heilsugæslu og ég gat því fylgst með hvenær hún væri að setja upp lykkju og mætti þá. Það hefði getað gengið vel upp á þessum tíma ef kórónuveiran hefði ekki stungið sér niður. Þá gat ég ekki haldið áfram að vera með henni“. Það er ljóst að þegar farið er af stað með svona nýtt verkefni þá þarf að undirbúa það mjög vel. Steinu finnst fræðileg umfjöllun, handbók og glærur hafa nýst vel; „en ég veit að flestar ljósmæður sem hafa tekið námskeiðið hafa átt í erfiðleikum með að verða sér úti um þau námstækifæri sem varða lykkjuuppsetninguna, taka lykkjuna úr ásamt því að fá þekkingu við að meta í sónar hvort lykkjan sitji á réttum stað. Ég hefði viljað útfæra þann þátt þannig að samið væri við ákveðna kvensjúkdómalækna með aðstöðu á LSH, fá nauðsynlega þjálfun þar og öðlast góða reynslu áður en farið væri á sínar heilsugæslustöðvar til að efla þessa þjónustu ljósmæðra þar“.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.