Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Síða 50

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Síða 50
50 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 MIKILVÆGI BRJÓSTAGJAFARRÁÐGJAFAR Reynslusaga Nýlega var reglugerð breytt er varðar þjónustu brjóstagjafaráðgjafa en hún gerir konum kleift að fá ráðgjöf frá brjóstagjafaráðgjafa sér að kostnað- arlausu þar til barn er sex mánaða gamalt. Áður var það hægt í þrjár vikur eftir fæðinguna og vitj- anir í boði voru aðeins tvær. Þessi aukna og bætta þjónusta er afskaplega mikilvæg til þess að stuðla að góðri brjóstagjöf. Það er nefnilega þannig að vandamál í brjóstagjöf koma ekkert endilega upp fyrstu tvær vikurnar eftir fæðinguna. Því fékk ég að kynnast í vor þegar við hjónin eignuðumst okkar þriðja dreng. Á meðgöngunni hvarflaði aldrei neitt annað að mér en að brjóstagjöfin myndi ganga vel í þriðja sinn enda orðin nokkuð vön móðir og ljós- móðir, en annað kom á daginn, og langar mig að deila okkar brjóstagjafasögu. Fljótlega eftir fæðinguna reyndi ég að leggja drenginn á brjóst, en hann beit! Svo það mætti segja að þetta hafi byrjað brösuglega en eftir smá stund tók drengurinn brjóstið og saug. Og fyrstu dagarnir gengu vel, drengurinn saug brjóst með hatti líkt og eldri drengirnir höfðu gert í fyrstu og mjólkin kom mjög fljótt, drengurinn var farinn að kúka gulu á öðrum degi, hann pissaði vel og svaf vel. Í fimm daga skoðun vantaði 10 grömm upp á að hann næði fæðingar- þyngd. Allt var eins og ég hafði upplifað áður með þá eldri tvo. Þegar dreng- urinn var 15 daga gamall kom ljósmóðirin í ungbarnaverndinni heim til okkar. Hennar fyrsta verk var að vigta drenginn og mér til mikillar undrunar hafði hann ekki þyngst frá því í fimm daga skoðuninni heldur lést um 25 grömm. Það sem mér brá! Við ljósmóðirin ræddum stöðuna og ákváðum að bíða aðeins með þurrmjólkurábót og ég sagðist ætla að mjólka mig eftir gjafir og gefa drengnum það sem ég fengi aukalega. Þessi tíðindi höfðu þau áhrif að þegar ljósmóðirin hafði yfirgefið heimilið brast ég í grát enda fannst mér ég algjörlega hafa klikkað í móðurhlutverkinu. Ég hafði strax samband við ljósusystur mína sem kom færandi hendi með brjóstapumpu sem hún átti. Ég byrjaði svo að vanda mig betur við gjafirnar, reyndi að gefa brjóst án hattsins og mjólka mig í kjölfarið. Það kom svo í ljós að ég var ekki að fá mikið aukalega, en það sem ég fékk var drengnum gefið. Ég áttaði mig einnig á því að drengurinn saug sennilega ekki nógu vel og gat ekki tekið brjóstið án hattsins. Þremur dögum síðar var drengurinn vigtaður aftur og hafði þá aðeins þyngst um einhver grömm. Við ljósmóðirin ræddum stöðuna og hún gaf mér ýmsar upplýsingar og ráð en það vildi svo til að hún hafði nýlokið námskeiði um brjóstagjöf þegar þetta var. Hún þuldi meðal annars upp lista yfir matvæli sem eiga að auka mjólkurframleiðslu og sagði mér að það ætti einnig að vera áhrifaríkt að reyna brjóstavindingu. Eitthvað sem ég hafði aðeins heyrt um en aldrei vitað hvað væri. Hún sagði mikilvægt að fá brjóstin á hreyfingu. Ég hlustaði með eftirtekt og þagði þunnu hljóði. Eftir vitjun ljósmóðurinnar fékk ég leigða almennilega mjaltavél og strax fyrsta daginn áttaði ég mig á því hversu lítið ég var í raun og veru að mjólka. Eftir smá umhugsun ákvað ég að hætta að gefa drengnum brjóst og mjólka mig og gefa honum með pela. Fyrstu fimm dagana átti ég ekki alveg nóg ofan í hann svo hann fékk smá þurrmjólkurábót. Og þá grét ég og svo grét ég aðeins meira. Ég sem hef oft gefið öðrum börnum þurrmjólkurábót átti svo erfitt með að taka því að ÉG þyrfti að gefa barninu mínu þurrmjólk. En ég hafði alltaf trú á því að ég gæti mjólkað nóg ofan í hann því hann var sá létt- asti af þeim bræðrum og ég hafði alltaf mjólkað meira en nóg ofan í hina. Þessa fyrstu daga fór ég eftir ráðum ljósmóður- innar og passaði upp á að borða hafragraut, spínat og sitthvað fleira alla daga, allt matvæli sem voru á listanum yfir mjólkuraukandi matvæli. Á hverju kvöldi fór ég í sturtu og þar stóð ég og vatt upp á brjóstin, sneri þeim í hringi, hristi þau upp og niður og til hægri og vinstri og allt sem mér datt í hug. Hugsaði þar sem ég stóð í sturtunni að ég væri nú alveg við það að missa vitið. Á þessum tíma hafði ég einnig samband við yndislega samstarfskonu mína sem er brjósta- gjafaráðgjafi. Eftir að hún fékk að heyra okkar sögu bauðst hún til þess að koma til mín en hún gaf mér einnig góð ráð og benti mér á að prófa mjólkuraukandi töflur og te. Hún sagði mér svo frá því að óáfengur bjór ætti einnig að vera mjólkuraukandi. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei drukkið áfenga drykki og eingöngu vegna þess að mér finnast þeir allir svo bragðvondir. En ég ætlaði mér að ná upp þessari mjólkurframleiðslu svo óáfengur bjór var drukkinn yfir Eurovision. Í fyrstu gekk það ágætlega en eftir nokkra sopa var ég farin að halda fyrir nefið til þess að koma bjórnum niður og gafst upp þegar um helmingurinn var eftir. Hún hvatti mig einnig til þess að hafa samband við Huldu Línu brjóstagjafa- ráðgjafa. Ég hringdi strax í Huldu Línu. Hana þekki ég ekki persónulega svo þegar ég hringdi kynnti ég mig sem ljósmóður en fyrst og fremst móður þriggja stráka sem væri í vandræðum með brjóstagjöf þess yngsta. Hún sagðist vera í fríi en bauðst til þess að ráðleggja mér í síma. Huldu Línu fannst líklegt að drengurinn væri með sogvillu. Hún taldi að allt hefði gengið vel í upphafi því mjólkurframleiðslan hefði verið svo mikil að hann hefði ekki þurft að hafa neitt fyrir hlutunum og mjólkin rynni bara upp í hann. En svo þegar á leið hefði það ekki dugað og hann hefði dregið úr mjólkurframleiðslunni með ófullnægjandi sogi. Hún ráðlagði mér að fá höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð fyrir drenginn og vonaðist til að það gæti losað um spennu sem gæti truflað hann. Hún kenndi mér jafnframt aðferð til þess að gefa pela á þann hátt að drengurinn myndi ekki fúlsa við brjóstinu þegar að því kæmi að hann færi á brjóst aftur, en hún taldi allar líkur á því að það gæti tekist þegar hann yrði 5-8 vikna gamall. Hún sagði mér einnig að til þess að mjólka nóg ofan í hann yrði ég að fá um 900 ml á sólarhring með mjaltavélinni. Að endingu sagði Hulda Lína mér að það væri líka mikilvægt að hugsa vel um sjálfa mig og það gæti verið gott að prófa brjóstavindingu. Í stuttu máli þá fór ég í einu og öllu eftir því sem mér var ráðlagt. Drengurinn fékk höfuðbeina- og spjaldshryggmeðferð sem hafði engin áhrif á getu hans til þess að drekka brjóst. Ég reyndi að hugsa vel um sjálfa mig, hvíldist, drakk og borðaði vel og hélt áfram að stunda brjóstaleikfimi í sturtu. Ég prófaði þó Anna Guðný Hallgrímsdóttir, brjóstmjólkandi móðir og ljósmóðir H U G L E I Ð I N G L J Ó S M Ó Ð U R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.