Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 2
Efnis- Ólafur Björnsson segir frá fyrstu tilrauninni með skuttog á Íslandi. Allt í plati og þó ekki. Stórskipasiglingar á smáskipum. Hilmar Snorrason siglir. Jón Páll Halldórsson um Skarphéðinn; fylgdi gæfa nafninu? Gunnar Guðmundsson siglir með Bjarna Ingimarssyni á Úranusi og Neptún. Arnbjörn H. Óskarsson: Háhyrningar, ásigling og sjóréttur. Gamla myndin: Um borð í Agli rauða. Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum Grængolandi kjaftur. Enn ber Júlí á góma í viðtali Ólafs Gríms við togarakarlana. Sannarlega einstakt viðtal þar sem ekkert er dregið undan; jafnvel gleðikonur og leyndar- limir eru hér ekkert feimnismál. Ljósmyndakeppnin 2012, myndið og sendið. Ragnar Franzson segir frá baráttunni við að komast í Stýrimannaskólann og sviða- hausum. Hinrik sæfari var einstakur maður. Örnólfur Thorlacius skrifar afar fróðlega grein um þennan einstaka sæfara sem aldrei fór á sjóinn. Mikið er hún Siv falleg; Pólitíkusar taka til máls. Fyrsti vitinn reistur fyrir meira en 2000 árum. Helgi Laxdal skrifar. Hér hnýtir Helgi við um fyrsta ljósvitann á Íslandi. Guðs hönd. Hilmar Snorrason grufl ar í fróðlegum fréttum að utan. Ragnar Hólm fer í veiði – einn. Ótrúlegar hrakfarir Færeyinga. Skotnir niður af Þjóðverjum. Árni Björn Árnason skrifar. Drukknuðu í fjöruborðinu. Bernharð Haraldsson fer í gömul plögg. Villi frá Brekku sér um Frívaktina. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Hilmar Snorrason á Skjálfandafl óa. 4 6 12 22 16 24 18 25 31 32 38 39 40 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 35 Harður vetur framundan Þegar þetta er skrifað er að ganga niður fyrsta áhlaup vetrarins. Þessi norðan garður var óvenju illskeyttur og olli bændum fyrir norðan skelfi legum búsifjum auk þess sem að þetta óvænta áhlaup hefur valdið mesta tjóni sem orðið hefur í 17 ár á fl utningskerfi RARIK, þessari líf- línu okkar sem okkur fi nnst sjálfsagt og eðlileg að njóta, rétt eins og að hafa besta drykkjarvatn í veröldinni svo ekki sé minnst á heita vatnið. Eftir ótrúlegt blíðviðrissumar með tilheyrandi afslöppun og rólegheit- um, ef frá er talin rífandi gangur í afl abrögðum fi skiskipafl otans á fl estum sviðum, þá hefst nú með setningu Alþingis, tímabil fundahalda með tilheyrandi sviptingum. Stór mál óleyst Ljóst er að komandi vetri munu fylgja mikil átök á sviði kjaramála. Fjárlagafrumvarpið er komið fram og viðbrögð láta ekki á sér standa þar sem stjórnvöld eru ásökuð um hrein svik og þar með samningsrof gagnvart aðilum vinnumarkaðarins. SA og ASÍ koma til með að þurfa að ákveða hvort forsendur séu til að taka eitthvað sem kalla mætti „næstu skref“ í samskiptum við stjórnvöld að fenginni reynslu á þeim vettvangi. Hvað sem þeim samskiptum líður þá blasir við að það mál sem kemur til með að verða afdrifaríkast fyrir undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og um leið á framgang þjóðfélagsins, er að sjálfsögðu frum- varpið um breytingar á stjórnkerfi fi skveiða. Þar er á ferðinni mál sem er hreinlega ógnvekjandi fyrir atvinnugreinina. Í kjölfar breyttra rekstr- arforsendna hafa samtök útgerðarmanna sett fram kröfugerð í 23 liðum sem allir eiga það sameiginlegt að skerða kjör sjómanna. Ekki þarf að hafa mörg orð um að sjómenn munu aldrei láta yfi r sig ganga þá gríðar- legu kjaraskerðingu sem felst í kröfum LÍÚ. Jafn ljóst er að útgerðin mun ekki sætta sig við margföldun veiðigjalds og vaxandi rekstrar- kostnað, án aukinnar kostnaðarþátttöku sjómanna. Þar með er það umhverfi sem skapað hefur vinnufrið í sjávarútvegi síðasta áratuginn fyrir bí. Aftur til fortíðar Um áramótin verða tvö ár frá því að kjarasamningar sjómanna og út- gerðarmanna runnu út. Himinn og haf eru á milli aðila og í raun má segja að um sé að ræða algjöran forsendubrest sem kristallast í því að þótt málið sé í höndum sáttasemjara þá voru aðilar á fundi í ágúst á einu máli um að ekkert hefði upp á sig að hittast á ný fyrr en í október og þá til málamynda fremur en að eitthvað hefði breyst. Það er hrein- lega sorglegt að sjá fram á að raunveruleg hætta sé á að framundan sé endurupplifun á tímabili harðra deilna með tilheyrandi „skemmtileg- heitum“ í formi hugsanlegra verkfalla eða verkbanna sem enduðu með lögbanni frá Alþingi. Við skulum svo sannarlega vona að takast megi að leysa þennan hnút án þeirra hörmunga sem lýst er hér að ofan, en morgunljóst er að óralangt stím er til lands í þessum efnum. Árni Bjarnason ÍKINGURV 3. tbl. 2012 · 74. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum Reynslubanki Arnbjörns Hinrik sæfari Brauðstrit Ragnars 42 45 49 50 Á kápu fyrsta tölublaðs þessa árs er skelfi legur fi ngurbrjótur, sem ég tók þó ekki eftir fyrr en góður maður benti mér á, og segir sitt um rit- stjórann. Þar stendur; Júní, togarinn sem hvarf – en á vitaskuld að vera Júlí. Afsakið aulaskapinn sem er endurtekinn í efnisyfi rlitinu. 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.