Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
á Rauðasandi, Naustabrekku, en fluttu til
Patreksfjarðar. Prýðismaður, litlu yngri
en ég, lágvaxinn, vanur sjómaður. Eitt
sinn vorum við í Grimsby, og Júlí var þar
líka. Óvenju langt stopp hjá þeim, og
Þórður var með mannskapinn á dekki í
hörkuvinnu, splæsa víra og var með
þeim í þessu sjálfur. Hann dró ekki af
sér. Ekki algengt í Grimsby.
Guðmundur: Benedikt Þorbjörnsson á
Júlí var bróðir Péturs, skipstjóra á Pétri
Halldórssyni. Benedikt var kallaður
Bessi. Bessi var ekki skemmtilegur
þannig, hann var hörkunagli, allt
hörkustrákar. Simmi, Sigmundur Finns-
son, var þrælduglegur úti á sjó, alveg
með þetta í hausnum. Var á Ísólfi með
Sveini Sigmars, sem kemur oft hingað
(á N1). Simmi kom með öðrum strákum,
Erni Scheving og Steina pont og héldu
uppi húmornum, fyrirferðarsamur.
Kannski var foringjaefni í honum úr
karlinum, föður hans. Þeir hafa tekið ís
við togarabryggjuna og síðast olíu í
Örfirisey, og þaðan hafa þeir lagt í það.
Svanur Þorvarðarson var ungur, 19
ára, spíssari á Júlí eins og vinur minn,
Skúli Lárus. Hilmar, hálfbróðir Svans,
hefur fengið hann fyrir sig. Held, að
þetta hafi verið hans fyrsta ferð, já, og sú
eina. Hilmar hafði verið á þessum togara.
Var lengi leigubílstjóri á Borgarbílastöð-
inni, látinn núna. Þekkti ekki vélstjór-
ana. Við á dekkinu þekktum oft ekki
þessa í vélinni eða loftskeytamanninn.
Örn: Runólfur Viðar Ingólfsson var
kyndari á Akureynni, þegar ég var þar,
og Stefán Jónsson var vélstjóri, líklegast
2. vélstjóri. Þeir fóru saman yfir á Júlí,
líklegast fyrsta ferð Stefáns; Jóhannes
Jónsson var vélstjóri á Júlí, en fór ekki
þessa ferð (afskráði sig 28. jan. 1959).
Runólfur og fólkið hans átti heima á
Skagabraut 8 á Akranesi. Húsið hét
Björk. Akurey AK 77 var þá gerð út frá
Akranesi; ég var á henni frá 1957 og til
hausts 1958. Fór þá í skólann, svo aftur
á skipið sumarið 1959. Vorum á salti við
Vestur-Grænland, tókum vistir í Færey-
ingahöfn, en olíu í Norðmannahöfn.
Elías Benediktsson, faðir Guðmund-
ar, háseta á Júlí, var seglagerðarmaður á
Akranesi; gamall togarajaxl, sem lenti í
Halaveðrinu. Hann hafði stóra saumavél
í skúrnum hjá sér; hefur eflaust kunnað
vel fyrir sér í netum líka. Við vorum oft í
skúrnum hjá Ella, hann notaði okkur
strákana til að snúast fyrir sig og kenndi
okkur að splæsa. Hann sá um flest fyrir
bátaflotann. Elías hafði misst annan son.
Hann drukknaði á 11. ári í Akraneshöfn
1937, verkfallsátök2.
Sigurður Guðnason var háseti á Júlí.
Sigurður var frá Hákoti á Akranesi,
Siggi í Hákoti. Átti pínulitla trillu, fór á
skytterí á þessu. Skrýtið að sjá, þegar
hann stóð í henni og var að koma að
landi. Eins og hann stæði upp úr sjón-
um, báturinn sást ekki, tvö borð. Héld-
um, að hann myndi frekar drepa sig á
þessu en farast á togara.
Guðbrandur: Ég keyrði Jón bróður
niður á bryggju, Ingólfsgarð, þar sem
togarinn Júlí lá; þetta var um kvöld.
Hafði fengið bílprófið um vorið 1958,
var í Verzló, og skólabróðir var með
okkur. Einhver óhugur, beygur, var í Jóni
að fara. Hann var að hugsa um að fara
ekki túrinn, ræddum það eitthvað. En
hann ákvað að fara samt og hætta svo.
Karlinn sótti svo stíft, var harður. Jón
hafði verið í byggingarvinnu fyrir sunn-
an hjá Indriða Níelssyni, byggingar-
meistara og á síld á mb. Sigrúnu frá
Akranesi og á togaranum Gylli BA 261
frá Flateyri; þetta gæti hafa verið þriðji
túr Jóns á Júlí.
Pétur: Andrés Guðbrandsson, móður-
bróðir okkar, sem hafði um árabil verið á
togurum Bæjarútgerðar Hafnafjarðar,
sagði mér á mánudegi, það hefur verið 9.
febrúar, að ekkert hefði heyrzt frá skip-
inu, hefðu verið komnir með 100 tonn,
sem var góð hleðsla í svona skip; ekkert
væri að óttast, væru líklegast sambands-
lausir. Ég fór heim í hádeginu, rétt fyrir
fréttir. Ég sagði móður minni þá, að
ekkert hefði heyrzt frá Júlí, og hún svar-
aði: „Mig dreymdi hann í nótt. Ég sagði
honum, að ég væri að prjóna á hann
peysu. Hann sagðist ekki þurfa hana.“
Hún vissi, hvað það merkti. Þegar lesin
voru upp í útvarpinu nöfn þeirra, sem
fórust, var á eftir nafni Jóns Geirssonar
lesið nafn Jóns Haraldssonar, og að hann
hefði verið einkabarn foreldra sinna. Þá
sögðu foreldrar okkar: „Við höfum þó þá
tvo.“ Og í sömu fréttum var tilkynningin
um vitaskipið Hermóð.
Umræðan þá var ekki á þeim grunni,
partur af náttúrulegu lífi, að skip færust;
bara eðlilegt, að kæmi slæmt veður og
menn færust. Ekki fyrr en eftir 1968,
þegar brezku togararnir fórust í Ísafjarð-
ardjúpi vegna ísingar, að talið var, að það
þyrfti að gæta sín.
Árni Jón: Þorkell Árnason, háseti á
Júlí, var garðyrkjumaður, sá um Skalla-
grímsgarðinn í Borgarnesi, var á sjó á
veturna. Vorum á Elliðaeynni frá Vest-
mannaeyjum, það hefur verið á árunum
1950–1953; og eftir það líklegast á gamla
Guðmundur Heimir Pálmason í höfn í St. Anthony á Nýfundnalandi árið 1963.
Mynd: Guðmundur Heimir Pálmason