Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
bæði sprungin og brunnin. Landsíminn,
sem þau voru frá, var með talstöðina til
sýnis í mörg ár. Ég veit ekki hvað hefði
skeð ef menn hefðu verið að vinna þegar
þetta gerðist. Leiðslurnar fyrir toppljósin
í mastrinu, voru sprungnar út úr blý-
þynnunni, sem negld var yfir þær.
Vertíðin gekk nú alveg stórslysalaust
sem eftir var. Við héngum svona í meðal-
lagi með afla, þökk sé ýsuveiðinni á
Drífunni litlu. Um vertíðarlokin bauðst
okkur að leigja bátinn til Dalvíkur á síld-
veiðar með hringnót og máttum við láta
fimm menn fylgja með. Við þáðum til-
boðið. Það var ákveðið að við Hörður
bróðir yrðum vélstjórar en Sigurður
Kristjánsson, sem búinn var að vera
með mér frá því að við keyptum bátinn,
hætti. Hörður kláraði mótornámskeið
Fiskifélagsins um veturinn. Við vorum
fimm að sunnan. Auk okkar bræðra voru
það Laugi Þórðar og mágar mínir, Guð-
mundur og Helgi Ólafssynir frá Grinda-
vík. Við fórum frá Keflavík í byrjun júní.
Ég sigldi bátnum norður með viðkomu á
Þingeyri en þar var sett í bátinn nýtt
dekkspil er tók þrjá daga hjá Mattíasi
Guðmundssyni.
Ég held að ég muni enn hvað allir
hétu, eða þeir fimm, sem komu að norð-
an. Skipstjórinn hét Jóhann – mig minn-
ir Sigurðsson – og bróðir hans Sveinn
var stýrimaður, kokkurinn hét Almar og
annar hásetinn var kallaður Steini Sím
og hinn hásetinn hét Tómas Pétursson,
harðduglegir menn, Tómas drukknaði í
páskaveðrinu sem gerði í Eyjafirði og
víðar 1963.
Veiðarnar gengu svona og svona, mig
minnir að við fengjum rúmar 3000 tunn-
ur og megnið í salt á Dalvík. Það var gott
að vera með Jóhanni og lærdómsríkt
fyrir mig en ég hafði aldrei verið á hring-
nót fyrr. Aðalsteinn Loftsson á Dalvík
tók bátinn á leigu. Þetta var yfirleitt
mjög lélegt sumar, mig minnir að við
fiskuðum rúmlega fyrir kauptryggingu
sem þótti sæmilegt þá.
Það var náttúrlega farið á reknetaveið-
ar þegar komið var suður. Síðustu ár
hafði síldin verið að breytast, hún gekk
nú meira í torfum og var því erfiðara að
fást við hana, heldur en þegar hún var
dreifð um stórt svæði og ef þú hittir ekki
á lóðningu þýddi ekki að leggja. Stund-
um rak okkur út úr lóðningunum og þá
varð að draga netin. Oft hafði legan verið
nógu löng en stundum varð að leggja
netin aftur því að ekkert var í þeim. Það
kom fyrir að torfurnar voru það þéttar að
það var nóg að láta liggja í klukkutíma,
eða svo, þá voru netin orðin full. Marga
af yngri mönnunum, eins og til dæmis
Eggert Gíslason á Víði 2., var farið að
langa til að prófa nótaveiði og mig minn-
ir að hann hafi gert tilraun með hringnót
annað hvort haustið ´58 eða ´59, en erfitt
var að athafna sig með nótabát inni í
höfnum í skammdeginu. En kraftblökkin
leysti þennan vanda eftir 1960.
Vonbrigði
Það urðu okkur mikil vonbrigði, hvað
vélaskiptin skiluðu okkur litlu því á
þessum árum reru frá Keflavík um og
yfir 60 bátar, flestir nýir og ganggóðir, og
allir á línuveiðum. Það var ekki efnilegt
að eiga að róa á eftir öllum þessum flota
og eiga að fiska svipað og helst betur en
hinir. Oft fór maður eitthvað út úr en ef
maður fiskaði vel og gat ekki logið til
um veiðisvæði missti maður plássið dag-
inn eftir.
Næstu tvær vertíðar héngum við
svona rétt í meðallagi á Sæborginni en
vertíðin 1959 var fyrsta vertíðin sem
almennt var byrjað að veiða með þorska-
netum frá Keflavík og fengum við okkur
útbúnað, eins og aðrir. Þá komu enn ein
vonbrigðin, spilið reyndist allt of kraft-
lítið fyrir netadrátt svo að við urðum að
fara með netin í land eftir nokkra daga
æfingar og með skottið á milli lappana.
Þorskanetin gjörbreyttu vetrarvertíðun-
um.
Már Gunnarsson sendi myndina og segir frá: „Myndin er tekin af mér á salti
við Grænland sumarið 1953. Þarna er ég átta ára og var með pabba sem var
skipstjórinn um borð. Maðurinn fyrir aftan mig hét Hilmar. Mér er það alltaf
minnisstætt að karlarnir borguðu mér rúmar fimm hundruð krónur fyrir að
gogga þorskinn til hausaranna og Jón Svan forstjóri gaf mér 300 krónur þegar
við komum í land. Rúmar 800 krónur árið 1953 voru miklir peningar.“
Við þetta skal bætt að Egill rauði var einn af fyrstu nýsköpunartogurunum
og frá upphafi eign Bæjarútgerðar Neskaupstaðar. Togarinn fórst í janúar 1955
og með honum fimm skipverjar, 29 var bjargað.
Egill rauði
Gamla myndin