Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur andi skipstjórar á breskum skipum. Þennan dag voru fimm nemendur á námskeiðinu sem voru með mismikla sjómennsku- reynslu. Tveir voru hafnsögumenn á Thamesá, írskur stýri- maður sem var að auka möguleika sína á starfi og tveir Banda- ríkjamenn sem eru í þjálfun sem hafnsögumenn á Hampton Roads sem er íslensku farmönnum í Ameríkusiglingum kunnar slóðir. Voru nemendurnir að byrja þriðja daginn í þjálfun þegar hér er komið við sögu. Var byrjað á því að taka eina kennslu- stund í stofu þar sem farið var yfir verkefni morgunsins en það var yfirtaka skips í skurði og síðan að mæta skipi við sömu aðstæður. Fór kennarinn yfir þrýsti- og sogbylgjur frá skipum ásamt skurðáhrifum sem skipin verða fyrir við siglingar við skurðbakka. Nú var stóra stundin upprunnin. Við vorum á leið á „sjó- inn“. Fyrir utan kennslustofuna var aðal viðleguplássin á svæð- inu en alls eru 19 bryggjur eða viðlegukantar á æfingasvæðinu þar sem skipstjórnendur geta framkvæmt allar hugsanlegar æf- ingar í stjórntökum skipa. Þrjú skip voru tilbúin til brottfarar en þetta voru skipin Diligence, sem er 40.000 tonn að stærð, Progress, 60.000 tonn, og Endeavour, sem er 140.000 tonn. Það kom í minn hlut að vera á Progress ásamt Íranum Tristan Murphy sem var að afla sér reynslu í stjórnun skipa. Tveir menn eru á hverju skipi og er annar í hlutverki rórmanns meðan hinn sér um skipstjórn. Ég byrjaði sem rórmaður en síðan skiptum við þannig að allir fengu að reyna sig bæði sem rórmenn og sem skipstjórar við þær æfingar sem framkvæma átti. Verkefni morgunsins voru siglingar um þröngan skurð. Fyrst skyldi skipi mætt í skurðinum. Í þeirri æfingu náðust vel skurðáhrifin sem og þegar skipi er siglt á grunnu vatni og stjórnhæfni skipa rýrnar. Módelin voru í hlutföllunum 1:25 þannig að sama stuðul þurfti að nota til að áætla veður og sjó- lag. Golan á vatninu var því á við talsvert meira veður sem hafði sín áhrif á hegðun skipanna. Síðari æfing morgunsins var í að draga skip uppi og sigla fram úr því á þröngri siglingaleið. Þar reynir sannarlega á stjórnun skipanna en yfirtökuskipið er í þeirri hættu að geta lent þvert á hitt skipið enda eru slík atvik því miður orðin ótal mörg um allan heim og það í tilfellum skipa í fullri stærð. Það var óþægileg tilfinning að fá 40.000 tonna stórflutningaskip þvert fyrir bóginn vegna þrýstibylgju án þess að geta með nokkru móti afstýrt árekstri þrátt fyrir fullt vélarafl afturá. Ég átti eftir að skipta um „skiprúm“ og fara um borð í Dili- gence ásamt Pólverjanum Ciselskij sem starfar sem hafnsögu- maður á Thames. Sem rórmaður hjá honum lenti skip okkar þversum fyrir Progress á sama hátt og fyrr hafði gerst. Það kom síðan í minn hlut að koma skipinu að bryggju sem ekki var vandkvæðum bundið. Það var ekki laust við að ég hefði viljað sleppa mat til að geta siglt lengur á skipunum á vatninu en þessi morgun var alveg einstakur og ein- hver sá allra besti samlíkir sem ég hef nokkru sinni komist í tæri við. Frábær þjálfun Það var árið 1980 sem Warsash Maritime Academy tók í notkun líkön til kennslu í stjórnun skipa en þá fóru þær fram á vatni sem var í Marchwood sem er næsti bær við Southampton. Núverandi vatn var tekið í notkun árið 2010 eftir að miklar umbætur höfðu farið fram á umhverfi þess en heildar stærðin er um 10 hektarar. Núverandi skipastóll eru sjö rafknúin skip sem eru frá 7 til 9 metra löng og vega um fimm tonn hvert. Að sögn kennarana eru í dag sjö skól- ar í heiminum sem bjóða upp á álíka kennslu í meðhöndlun skipa. Skólinn hefur annast þjálfun skipstjórnenda fjölda útgerða sem senda alla sína skipstjórn- Hafnsögumennirnir á Thamesá, Kris Grandy og Ciselskij, við stjórn á Endevour.Diligence snýst fyrir stefni Progress eftir að hafa lent í bógbylgjuþrýstingi. Eins og svo glöggt má sjá á þessari mynd af Íranum, Tristan Murphy, þá sitja skipstjórar skipanna í augn- hæð brúarglugga svo útsýnið er sambærilegt við raunveruleg skip.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.