Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39
Fyrsti ljósvitinn í heiminum, til
leiðsagnar skipum, reis á eyjunni
Pharos úti fyrir hafnarborginni Alexan-
dríu í Egyptalandi. Vitinn var reistur á
árunum 290-270 fyrir Krist til að vísa
skipum leiðina inn til Alexandríu.
Talið er að vitinn hafi verið um 300
cubits á hæð en mælieiningin cubits var
víst ögn breytileg frá einum stað til. Að
slegnum þessum varnagla má ætla að
vitinn á Pharos hafi verið á bilinu 140-
183 metrar á hæð en þó er talið að talan
140 sé nær sanni.
Sagan segir að það hafi verið Sostratus
of Knidos (eða Cnidus), sem hannaði
vitann. Að vísu herma sumar heimildir
að hann hafi eingöngu séð um fjármögn-
unina. Sostratus ákvað til þess að nafn
hans félli ekki í gleymsku að það yrði
grafið á sökkulinn undir byggingunni.
Ptolemy II sem tók við stjórn Egypta-
lands að föður sínum gengnum hafnaði
þeirri ósk en í staðin er talið að hann
hafi látið grafa eigið nafn á sökkulinn.
Hönnun vitans
Hönnun vitans var ólík hönnun síðari
tíma vita sem eru yfirleitt hringlaga
turnar en vitanum á eyjunni Pharos
svipaði meira til nútíma skýjakljúfa.
Hann var þriggja forma þar sem hvert
formið tók við af öðru sem saman mynd-
uðu þessa 140-183 m háu byggingu sem
byggð var úr tilhöggnu grjóti sem límt
var saman með sementi og síðan var
byggingin klædd að utan með hvítum
marmarablokkum sem tengdar voru
saman með blýi.
Neðsti hlutinn, sem hvíldi á 6 m háum
sökkli, var ferhyrndur um 30 m² neðst
að flatarmáli en mjórri efst og um 73m á
hæð.
Inngangurinn í þennan hluta vitans
var ekki neðst heldur um 20 m fyrir ofan
grunninn en þangað lá um 183 m löng
skábraut gerð úr massífum steinum sem
hvíldi á bogadregnum súlum. Inni í
neðsta hluta vitans var hringlaga braut
sem lá upp á þak þessa hluta hans en
eftir henni var efninu í efri hlutana ekið
í kerrum sem dregnar voru af dráttar-
dýrum þess tíma.
Ofan á fyrsta hluta byggingarinnar
kom áttstrendur turn um 35 m á hæð og
í framhaldi af honum sívalningur um 18
m á hæð og ofan á honum hvelfing þar
sem stöðugt brann eldur. Á þaki hvelf-
ingarinnar var stórt líkneski, líklega af
sjávarguðinum Poseidon.
Í tveimur efstu hlutum vitans var
búnaður til þess að flytja olíu upp í eld-
stæðið; sömuleiðis var þar stigi sem bæði
gestir og starfsmenn gátu notað til þess
komast að eldstæðinu. Við eldstæðið
var spegill, sennilega gerður úr bylgjuð-
um kopar, sem safnaði birtunni frá
eldinum saman í geisla og varpaði út.
Talið er að skip hafi getað numið geisl-
ann frá eldinum að nóttu til og reykinn
að degi til í allt að 100 sjómílna fjar-
lægð.
Helgi Laxdal
Undrið á eyjunni Pharos
Vitinn á Pharos. Líklega er þetta egypsk mynt, vita-
skuld prýdd sjálfum vitanum, stolti Egyptanna og
kannski einum helsta túristastað þess tíma.
Trúlega tölvugerð mynd af hinum tignarlega vita á eyjunni Pharos. Myndir sýnir glöggt hversu mikið mann-
virki þetta var. Vitaljósið efst sést greinilega sem var svo máttugt að gat grandað óvinaskipum. Í frásögninni
kemur aftur á móti ekki fram hvernig vitinn átti að greina á milli vinaskipa og óvinaskipa fyrir tíma raf-
rænu byltingarinnar. Það sannast hér sem forðum að góða sögu má ekki skemma með staðreyndastífl u eða
tittlingaskít.