Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 Fylki líka, þessum sem sprakk og sökk 1956. Skipin voru sitt hvoru megin við tog- arabryggjuna, Júlí og Júní. Þurfti ekki leigubílstjóra til þess að villast á þeim. Já, þetta var við togarabryggjuna hérna í Reykjavík. Einn fór í vitlaust skip, bjarg- aðist þannig. Júlí var farinn, þegar hann fattaði það. Júlí var síðast að kalla upp Fylki, já, þann nýja. Ég var þá háseti á Fylki. Við snerum við, fórum aldrei á miðin. Blaðamenn vildu hafa samband við okkur. „Slökkvum bara á þá“, sagði Auðunn. Jörundur Sveinsson var loft- skeytamaður á Fylki. Hann datt á milli skips og bryggju á Siglufirði, höfuðkúpu- brotnaði og drukknaði. Ég var líka á gamla Fylki, þegar hann fékk duflið undir sig í nóvember 1956. Það var tæpt, að við björguðumst allir. Þremur dögum seinna var ég kominn á Júlí GK 21 frá Hafnarfirði. Þórður skip- stjóri var sóknarharður. Hef aldrei verið á skipi, þar sem sótt var eins hart. Ég var á honum í 2 og ½ mánuð. Hafliði Þórður Stefánsson stýrimaður á Júlí, var öðl- ingur, ætlaði að hætta eftir þennan túr í febrúar 1959. Andrés, bátsmaður, keyrði leigubíl á Litlu-Bílastöðinni, áður en hann fór á sjóinn. Var nokkuð upp á kvenhöndina. Ólafur Ólafsson, netamað- ur, var fátækur. Vorum saman í Laugar- nesskólanum hjá Vigdísi Blöndal í deild- inni fyrir fátæk börn. Stefán: Stefán Hólm Jónsson, 1. vél- stjórinn á Júlí, var kallaður Stebbi danski. Var með honum á Vetti frá Fáskrúðsfirði. Faðir Stefáns, vélstjóra, var Sigurður Jónsson, læknir í Færeyjum og Kaup- mannahöfn. Stefán var danskur í siðum og reyndur vélstjóri. Þegar slys urðu á mönnum, við misst- um mann, þá lá það eins og mara yfir skipinu út túrinn, en menn töluðu ekki um það, engir vælukjóar. Svo kom næsti túr eins og venjulega. Menn töluðu bara ekki um það. Axel Björnsson var faðir Júlíusar Við- ars Axelssonar. Axel var stórbryti á Tungufossi, kokkur á Reykjafossi. Ég hitti hann um þetta leyti, þegar Viðar var farinn út á Júlí, og Axel spurði, hvort ekki væri gott að vera hjá Bæjarútgerð- inni í Hafnarfirði. Jú, sagði ég, ég var þá á Ágústi. En þá var þetta að ske. Við Við- ar höfðum verið saman á kokkaskólan- um 1955 í Stýrimannaskólanum, fyrsta sinn, sem það nám var löggilt. Gísli Ólafsson var skipstjórinn á Ágústi (áður Elliðaey frá Vestmanna- eyjum). Þetta var í desember 1958, ég var kokkur, Stebbi kokkur í grein Haf- liða Magnússonar.3 Fyrst var farið á Grænland. Hann ætlaði að fiska í holu, bleyðu, sem Geiri Gísla, Ásgeir Gíslason, hafði verið í. Þá gerði brælu, hann hætti við, og við fórum á Nýfundnaland og lentum í þessum svakalega ísbarningi á leiðinni þangað. Tolli rak þá áfram við ísbrotið. Byrjað var að kasta á aðfanga- dag, þá var veðrið gengið niður. Man, að ég hafði steik og gaf þeim vindla, fékk þá hjá Kristjáni Andréssyni. Náðum að fylla skipið á annan í jólum, komum heim á gamlársdagsmorgun 1958. Viðvörun, nei, hraustir strákar. Sagt var, að kanadíska strandgæzlan hefði séð skip á hvolfi á þeim slóðum, þar sem Júlí sökk, og að hún hafi skotið það í kaf, hætta stafaði af því. Og í blöð- unum var ein frétt um togara á hvolfi, og svo kom ekki meira um það. Ólafur: Hér er átt við fréttina í Al- þýðublaðinu 15. febrúar 19594: „Togari á hvolfi. New York Herald Tribune segir frá því s.l. fimmtudag, að togarinn Blue Wave hafi farizt við Ný- fundnaland. Einnig segir blaðið frá því, að togarans Júlí frá Íslandi sé saknað. Segir blaðið að togarinn sé 193 fet á lengd. Síðan segir blaðið: Í skeyti frá strandgæzlunni í Argentia á Nýfundna- landi segir, að flugvél, sem talin er frá Goose Bay hafi komið auga á togara á hvolfi, 300 feta langan, á 49. gráðu n. b. og 49.58 v l eða um það bil 60 mílum suð suð vestur af síðasta stað Júlís. Júlí er aðeins 193 fet. Starfsmenn strand- gæzlunnar segja, að mat á lengd togarans sem var á hvolfi hafi verið erfitt og geta skeikað. – Frétt þessi virðist nokkuð óljós í New York Herald Tribune.“ Stefán: Lillý afgreiddi á Langabar. Sá hana um daginn. Strýta var kaffibarinn í Hafnarfirði, annar var Mánabar. Allir þarna, fólk úr Fiskiðjunni. Mangi dropi, Magnús Gunnar Sveinsson, hann var á Reykjafossi, var alger dropi í stærð mið- að við Óla í Slippnum. Mangi var lágvax- inn, en Óli tveir metrar. Stæll á Manga, smart klæddur, skemmti sér mikið, var aðeins 21 árs, þegar hann fórst. Jón var gamall bræðslumaður á Júlí, stamaði, þekktur fyrir tilsvör. Dyravörð- urinn í Alþýðuhúskjallaranum stoppaði Jón og sagði: „Það er lykt af þér, manni minn.“ Jón svaraði: „Úr hvorum end- anum, góði?“ Jón orti um Þórð Péturs- son, skipstjóra á Júlí og sjanghæið: Þórður siglir saltan mar, sífellt vantar gæja. Ef ´ann ryður Adlonbar, ætti það að nægja. Aðrar útgáfur eru til, sem þykja betur ortar, en eru tvíræðnari: Siglir Þórður saltan mar, sífellt vantar gæja. Allan ryður Adlonbar, ætti það að nægja. Hörður Guðjónsson, stýrimaður, Guðmundur Heimir Pálmason og Hermann Jónsson (Hemmi froskur) á Austurvelli í Reykjavík. Þeir voru að fara út á Narfanum kl. 4 síðdegis, nema Froskurinn, hann fór ekki. Mynd: Guðmundur Heimir Pálmason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.