Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 Bókin Víkingasynir, „Úr sjómannsins sögu í kríggstíðini 1939- 1945“ eftir J. Joensen, hefur marga ótrúlegar sögur að geyma. Einn þeirra er frásögn af hetjudáð skipshafnar Union Jack, sem með þrautseigju og þekkingu bjargaði lífi og limum til lands eftir að skipi þeirra hafði verið sökkt. Hrakningasaga þessi er hér stytt og endursögð. Skotnir niður Union Jack, sem var frá Vestmanna í Færeyjum, hafði keypt fisk í Vestmannaeyjum seinnipart sumars 1940 og var á siglingu til Aber- deen þar sem hann skyldi seldur en á stríðsárunum gerðu Færey- ingar mikið af því að kaupa fisk á Íslandi og sigla með hann til Englands og selja þar. Klukkan hálf sex að kvöldi sunnudagsins 22. september 1940 var skipinu sökkt af þýskum kafbáti. Skipstjórinn Viggo Dam og Frederik Bláhamar segja svo frá þessum atburði. „Það var hið besta veður og við staddir 100 sjómílur suður af Færeyjum og álíka langt norður af Súluskeri á Suðureyjum við vesturströnd Skotlands. Báðir vorum við í stýrishúsinu og ekkert skip sjáanlegt á haffletinum þrátt fyrir mjög gott skyggni en allt í einu sjáum við skip á bakborða um mílu frá okkur“. Fljótt varð ljóst að þarna var kafbátur á ferð, sem nálgaðist óð- um. Ekki var gott að ráða í hvort þarna væri vinur eða óvinur á ferð. Þar sem komið var að vaktaskiptum var ákveðið að vekja mannskapinn, þó að í fyrra fallinu væri, svo að ráðrúm ynnist til að bjarga sér ef kafbáturinn reyndist óvinveittur og réðist á þá. Skipstjórinn hljóp fram í lúkar en hinn, sem á vakt var, niður í káetu. Þegar þeir komu aftur upp á dekk ásamt mannskapnum var kafbáturinn farinn að skjóta á skipið með vélbyssum og því ljóst að ekkert gott var áhöfn Union Jacks ætlað. Kúlurnar hvinu ýlfrandi í gegnum loftið þvert yfir skipið og lentu í sjónum stjórnborðs megin og fyrir aftan. Á Union Jack var einn stór björgunarbátur og lítill fjórróinn árabátur eða julla. Þar sem árabátnum var hvolft ofan í björgunarbátinn varð fyrsta verk mannanna að ná honum þaðan og setja á sjóinn. Eftir að árabáturinn var kominn fyrir borð var skorið á festingar björgunar- bátsins í þeirri von að hann flyti upp ef skipinu yrði sökkt. Engu náðu mennirnir með sér um borð í árabátinn öðru en sjókorti, kompás, tveimur olíustökkum og einum yfirfrakka, óvatnsheldum. Einum skipverja tókst að skera skriðlínuna lausa og draga hana til sín ásamt logginu. Svo ótrúlegt sem það var þá sluppu allir mennirnir heilir frá kúlnahríðinni og ofan í árabátinn, sem þeir reru lífróðri á frá skipinu. Í þann mund sem þeir voru lausir frá skipinu hleypti kafbátur- inn af fyrsta fallbyssuskotinu. Kúlan lenti í sjónum mitt á milli kaf- báts og Union Jack þó að færið væri ekki lengra en 200 faðmar en næstu tvær fóru í gegnum stórseglið og fannst færeysku sjómönn- unum lítið til skotfimi þessara manna koma. Kafbáturinn virtist hafa nóg af skotfærum þar sem þau voru hvergi spöruð. Ein sprengjan hitti björgunarbátinn, sem splundr- aðist í loft upp, og þar með brast von mannanna um að hann flyti upp þegar skip þeirra sykki. Þegar kafbáturinn hafði skotið einum 25 fallbyssuskotum að Union Jack hitti ein sprengjan skipið í vatnslínu undir bógnum. Þetta var banaskotið. Skipið stakkst niður að framan og eftir tvær mínútur hvarf Union Jack í mjúkan faðm hafsins. Augnablik blakti færeyski fáninn yfir haffletinum og bað fyrir kveðju til Vestmanna og Færeyja. Kafbáturinn hvarf einnig undir yfirborðið en eftir sátu sjö menn í litlum árabáti úti á reginhafi, 100 mílur undan landi. Hvers áttu þessir menn að gjalda? Jú, þeir fluttu fisk til lands sem átti í ófriði við annað land. Þeir voru að- eins að vinna við það sem þeir kunnu. Selja fisk fyrir peninga, sem notaðir voru til að brauðfæða sig og sína. Þetta voru frið- elskandi sjómenn, sem engum stóð ógn af og vildu engri lifandi sálu illt. Róið Samt var skipi þeirra sökkt og þeir skildir eftir bjargarlausir á sökk hlaðinni smákænu úti á miðju Atlantshafi þar sem allra veðra var von. Hvað var nú til ráða? Að sigla undan golunni í átt til Færeyja hafði þann annmarka að fara þurfti þvert yfir breitt tundurdufla- belti þar sem nær engra skipa var von, sem gætu veitt þeim aðstoð, eða til Suðureyjar þar sem meiri von var til að rekast á skip. Sam- eiginleg ákvörðun mannanna var að taka stefnu á Suðureyjar þó að á móti smágjólu væri að sækja. „Gömlum hefðum skal enginn gleyma“ segir orðtakið og trúir forfeðrum sínum fóru mennirnir með sjóferðabæn, áður en sest var undir árar, og sungu sálminn „Verði þinn vilji“. Svo var lagst á árar en lítið gekk og langt til lands. Veðrið var gott en geigvænlegt var að eiga fyrir stafni 100 mílna róður með 4 árum, matarlausir, vatnslausir, nánast engin vatnsheld klæði, ekkert til að ausa bátinn með og ekkert tæki um borð til að senda frá sér neyðarkall. Hve langan tíma gátu þeir búist við að það tæki að róa til lands? Í góðu veðri gekk báturinn 3 mílur á klukkustund knúinn áfram af fjórum árum og mátti því reikna með að róðurinn tæki um 40 klukkustundir. Óvissuþættir voru þreyta mannanna og veðrið. Þreyttir ræðarar ná ekki 3 mílna ferð á klukkustund og vindur á móti myndi hrein- lega stoppa bátinn. Gætu mennirnir aftur á móti nýtt sér vind til að sigla gæti báturinn náð allt að 5 mílna skriði. Um miðnætti hljóp á snærið hjá skipbrotsmönnum því að vind- ur snerist til norðurs. Segl voru undin upp í skyndi og siglt alla nóttina og næsta dag. Veður versnaði er á daginn leið, vindur jókst og sjóir stækkuðu. Um kvöldið sáu þeir vitann á Stornoway. Upp- örvandi var að hafa ljós fyrir stafni og á það var stefnt. Veðrið versnaði stöðugt, vindurinn varð að stormi og skrið bátsins jókst. Árni Björn Árnason UNION JACK Vestmanna er bær á Straumey. Þar búa nú eitthvað á annað þúsund manns.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.