Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
Allir forðuðu sér upp á keisinn nema
einn háseti, hásetinn með sjóhattinn.
Hann fór út, en skolaðist inn hjá aftur-
gálganum, og bátsmaðurinn náði í hann.
Nokkru seinna kom annað brot, og enn
fór hásetinn með hattinn út, og báts-
maðurinn náði taki á honum, en missti
hann í þetta skipti, og leit þá upp til
skipstjórans, sem var í glugganum, og
sagði: „Þú ættir nú að fara að hætta
þessu, að drepa menn svona.“ „Oh, þegi
þú, ég sá þig ýta honum út,“ hreytti
karlinn út úr sér. Hásetinn með hattinn
fannst aldrei. Þetta er saga. En hún sýnir,
að öðrum augum var litið á líf sjómanns-
ins í þá daga. Óhætt að segja.
Ég var heppinn. Búinn að segja það.
Systir pabba var Margrét Guðmunds-
dóttir. Hún giftist norskum manni, Kon-
rad Hatlemark. Dóttir þeirra er Hulda
Sigríður, gift Óla norska, Olav Öyahals,
vélstjóra. Þau bjuggu á Flateyri. Olav var
á togurum. Svo keyptu þeir bát nokkrir
saman, og í einum af fyrstu róðrunum
fengu þeir á sig hnút, báturinn sökk á
nokkrum mínútum. Fjórir hurfu strax
eða fljótlega, en Olav og skipstjórinn
svömluðu þarna í nokkra stund. Þá
skaut upp kistunni með björgunarbátn-
um! Hvað, ef henni hefði ekki skotið
upp! Olav er hraustmenni. Þeir voru 30
klst. í bátnum. Brezkur togari bjargaði
þeim. Olav og Hulda eiga mörg börn,
þau voru lítil, þegar þetta skeði. Mun-
aði litlu, að pabbi kæmi ekki heim aftur.
Alfons Kristjánsson, maður annarrar
föðursystur minnar, var ekki svona
heppinn. Sjómaður í Ólafsvík, sem
drukknaði.
Allur fl otinn vissi það
Bjarni riddari rifnaði, kom brestur í hann
fyrir framan hádekkið, og Skúli Magnús-
son rifnaði líka. Allir í flotanum vissu
þetta. Verið var að lappa upp á þá með
plötum og bitum; útgerðin djöflaði þessu
áfram.
Endalaust sögur, nánast ekkert þurfti
til. Ólafur Einarsson var einn. Hafði svo
einkennilegt göngulag í landi, að hann
var kallaður Óli gormur; þetta var ekki
sjóriða. Gauji frá Vestmannaeyjum var
annar, já, hann kunni Einar Ben. og enn
meira Davíð Stefánsson; þuldi þetta á
Langabar. Þær kvörtuðu undan honum
mellurnar í Bremerhaven og Cuxhaven.
Það var svo stórt ... hann þurfti að borga
tvöfalt, 80–100 DM. Af honum ganga
sögur, sem eru óprenthæfar. Magni
Kristjánsson hefur sagt söguna af honum
og kanarífuglunum. Gauji var fljótari
með valútuna en aðrir. Hann þurfti að
borga meira. Var að þessu fyrir opnum
dyrum; tóbaksröndin á öðru handar-
bakinu og viskíflaskan í hinni hendinni,
og hún ... Hann leit við, þegar bankað
var og hurðin opnuð. „Huh, hvað vilt
þú?“ Þegar hann hætti á togurunum,
keypti hann sér trillu í Vestmannaeyjum,
en varð stuttu seinna bráðkvaddur í
veiðiferð, einn á bátnum. Fundu trilluna,
hringsólandi með hann dauðan.
Túri var giftur þýzkri. Var alltaf að
hringja í konuna; gat það hjá loftskeyta-
manninum. En áður en hann hringdi,
rakaði hann sig, greiddi sér, fór í hvíta
skyrtu og setti á sig Old Spice. Fórst
nokkrum árum seinna á Steinunni
gömlu frá Keflavík. Voru á línu.
Föðurbróðir minn var Jón Guð-
mundsson, fæddur 16. nóvember 1900.
Fór á norskt skip, sem fórst á Írlandshafi
1916, í stríðinu. Hann var sá eini, sem
bjargaðist. Þá fór hann á annað skip. Það
fórst einnig, og hann var einn af þremur,
sem björguðust. Eftir stríðið var hann í
Ameríku, en kom svo heim og dó stuttu
seinna úr berklum, árið 1933, árið eftir
að ég fæddist. Pálmi, faðir minn, var frá
Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Afi hét
Guðmundur Finnur Guðmundsson og
bjó í Mýrdal.
Hver var þessi gamli maður?
Ég var á Narfa. Hann var hastur, valt til
hliðanna, en var með perulaga stefni og
gekk hraðar en aðrir og keyrði af sér
veltinginn. Ég kom á skrifstofuna til að
fá peninga hjá Guðmundi Jörundssyni.
Hann kom fram. „Hvað viltu mikið?“
spurði hann. Daginn eftir kom ég aftur
og þurfti meira. Já, allt í lagi, en nú
spurði Guðmundur mig að öðru. „Hver
var þessi gamli maður, sem kom með þér
í gær?“ Hann hafði þá séð Guðmund afa!
Guðmundur Jörundsson var dulskyggn.
Ég kunni níðvísur eftir afa, en ekkert
annað, ljóðrænt.
Valli graði var með mellu um borð.
Svo heyrðist mikið öskur, og hún kom
hlaupandi hálfnakin og hann allsnakinn
á eftir henni, nema að hann var með
sjóhattinn á hausnum og ... út í loftið.
Ætli hún hafi ekki verið hrædd við
sjóhattinn, nei, ekki ...
Var á Rauðanúpi. Hörður Guðjónsson
var þá með hann. Fiskaði vel og ekkert
vesen eða læti. Ekkert skeði, bara fiskað
og fiskað. Vorum fáir á Rauðanúpi. Hef
aldrei haft hærri hlut, stýrimannskaup.
Fór af honum á Gunnstein, þegar
Rauðinúpur var seldur til Akureyrar. Að
ekki hafi verið drukkið á skuttogurun-
um, það er ekki rétt. Kannski ekki
drukkið núna, en þau árin, sem ég var á
þeim, fram yfir 1990. Hörður var stýri-
maður á Narfanum, þegar ég var þar.
Prýðis félagi. Þannig eiga yfirmenn að
vera. Eins og hann. Ég kenndi honum
líka, þegar hann var strákur að byrja.
Bjössi í Gröf, bróðir Binna, fór með
vafasama ferskeytlu um Tryggva beint
framan í hann. Það þorðu fáir. Bjössi
hafði verið svo lengi hjá Tryggva Ófeigs-
syni. Tryggvi sat uppi með hann. Tryggvi
lærði að fiska og gera út togara hjá
Hellyers-bræðrum, gyðingunum Owen
og Orlando. Hann kunni þetta betur en
aðrir. Var aldrei á togara hjá Tryggva
Ófeigssyni. Fór með einum uppá skrif-
stofuna í Aðalstræti. Sá var að sækja
kaupið sitt. Þarna sátu 20 karlar. Þungt
var loftið og þögn. Þeir rétt hvísluðu
saman. Kúgaðir þrælar, hugsaði ég. Hér
verð ég aldrei; en sumir voru búnir að
vera hjá honum mjög lengi.
Af og til á milli skipa var ég í upp-
skipun á Eyrinni. Ellefu voru í gengi.
Eitt gengið var djöflagengið. Þeir unnu
eins og djöflar. Ekki hægt að reka þá.
Þeir sáu sér ekki hag í því að reka þá,
þótt þetta væru víst allt kommúnistar.
Sigurður J. Árness birti í Lesbók
Morgunblaðsins 1959 frásögn af
draumi, sem hann dreymdi að-
faranótt 5. febrúar 1959, rétt fyrir
Júlíslysið. Sigurður lá þá á Sól-
vangi í Hafnarfirði. Hann ritaði:
„Ég þóttist þá sjá gegnum húsið
og langt út á Faxaflóa. Þar virtist
mér eitthvað svífa í loftinu og
færast hratt nær, og fylgdi því
gnýr, líkastur stormhvini. Eg gaf
þessu nánari gætur og sýndist
það þá líkjast trjáfleka og innan í
honum margir nýlegir trékrossar
og sló á þá gulleitum lit. Þeir voru
festir hver við annan, eins og
keðja, og fannst mér þeir vera
um 30 að tölu. Ég fylgdi þessu
krossabákni með augunum, því
mig fýsti að vita hvar það mundi
lenda. Sé eg þá að það stefnir á
mitt Sólvangshúsið, og rétt á eftir
riðlar það á mæni þess. Fannst
mér þá allt húsið hristast og
skjálfa, eins og í ógurlegum jarð-
skjálfta. Þó vissi eg að húsið gekk
ekki úr lagi, en hræðsla og ótti
við þetta vissi eg að mundi grípa
um sig í Hafnarfirði, og þó víðar
hér á landi.“
Þennan draum sagði Sigurður
forstjóra Sólvangs, Jóhanni Þor-
steinssyni, 7. febrúar. Óttaðist
Sigurður, að draumurinn væri fyrir
miklu manntjóni.
Sigurður J. Árness. Var það forboði?
Lesbók Morgunblaðsins, 24. árg., 10.
tbl., bls. 155, 25. marz 1959.