Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Sölvi kokkur fór með okkur sem farþegi á Gunnsteini. Ebbi, Eðvald, var þá skipstjóri, Svavar í fríi. Sölvi kom og spurði. „Erum við örugglega á heim- stími?“ Ég svaraði já við því. Þetta var um miðnættið. Um morguninn var hann ekki í matsalnum, ekki í sinni káetu, hvarf. Fjölskyldan hafði útilokað hann. Birgir, vélstjórinn á Röðli, fékk móral. Kannski eftir yfirheyrslur og bara skutl- aði sér. Kenndi sér um kælivökvalekann og eitrunina. Góður vinur Skúla dauða- leggs, Skúla Kjartanssonar. Pétur Jónsson var blautur, vildu hann ekki lengur hjá Gæzlunni; hann var kapteinn þar. Kafn- aði í bruna og reyk á Veigunni ásamt fimm öðrum. Hverjir bera ábyrgð á þessu öllu? Áhöfnin? Nei. Bjargað úr höfninni Var á Narfa, líklegast um 1971 í Þýzka- landi. Var uppi í brú og sá náunga koma. Hann ætlaði augsýnilega að taka á móti togara, sem var að leggja þarna að fyrir framan okkur; þurfti að fara í gegnum hlið á milli bryggja, sleipt, þetta var um vetur, og hann rann til og datt í höfnina. Enginn hefði tekið eftir því eða heyrt í honum; hávær ísmulningsvél var í gangi þarna nærri. Ég skar reipi, setti hnúta á það og renndi því niður. Hann náði taki á því, fljótlega varð þungt að hífa hann upp. Svo greip hann um vinstri úlnliðinn á mér, járntaki, hann starði á mig stórum augum, svo skelkaður, orðinn ískaldur í sjónum. Ég náði stráknum upp, hann sleppti ekki takinu. Bíll var sóttur og farið með hann á spítala. En ég fór inn í messa í kaffi, orðinn blautur á þess og kaldur. Yfirmaður fiskmarkaðarins, Pauli, kom um borð og þakkaði mér mikið fyrir, talaði við vélstjórann, sem skildi þýzku. Ég vildi, að hann hefði verið í minni sveit, á hann að hafa sagt um mig. Pauli var víst officer í þýzka hernum í stríðinu. Ég fór inn á bar þarna, og þeir voru alltaf að ýta að mér koníaksglösum, gat ekki drukkið nema úr nokkrum þeirra. Alltaf verið að þakka mér fyrir að bjarga stráknum. En hann var ekki háttsettur, strákurinn. Ef hann hefði verið það og í uniformi, þá hefði ég fengið Verdienstkreuz! Ólafur: Í febrúar 1957 bjargaði Jó- hannes Jónsson, þá vélstjóri á Akurey, manni frá drukknun í Þýzkalandi. Sá hafði fallið í höfnina í Bremerhaven og rotazt. Jóhannes stakk sér til sunds og náði manninum. Sendiherra Vestur- Þýzkalands sæmdi Jóhannes hér í Reykja- vík heiðusverðlaunum Bremerhaven- borgar fyrir afrekið. Jóhannes var þá orðinn vélstjóri á Júlí frá Hafnarfirði, og viðstaddir athöfnina voru Þórður Péturs- son, skipstjóri á Júlí, Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi, forseti Slysavarna- félagsins o.fl.6 Gott kvöld, Guðmundur Guðmundur: Hafði verið 6 mánuði á Fylki og Auðunn hafði ekki yrt á mig. Þurfti að fara upp í brú til loftskeyta- mannsins að ná í lesefni. Auðunn situr í stólnum, myrkur var þarna uppi, og hann segir. „Gott kvöld, Guðmundur.“ Hélt, að ég fengi hjartaslag. Seinna fór hann meira að segja að tala við mig. Snarlað var fyrir aftan spilið yfir grind- ina. Ég sá á Skálaberginu, að Færey- ingarnir snörluðu fyrir framan spilið, náðu því í 2 færum, þegar við þurftum þrjár. Ég sagði frá þessu. Mikið ertu klár, sagði Auðunn, að sjá þetta, og svo var útbúin kastblökk fyrir snörluna. Auðunn kom og settist við sitt borð. Það var saltfiskur. Þá sagði hann: „Guð- mundur“, hann hét það kokkurinn, „mér finnst þetta svo góður fiskur, að við ætt- um að hafa saltfisk tvisvar í viku, já, á laugardögum og fimmtudögum“. Svo, næsta fimmtudag, erum við byrjaðir að éta kjötbollurnar eins og venjulega, þegar Auðunn kemur og sezt við sitt borð. Þá kemur Guðmundur kokkur til hans með disk af saltfiski. Nei, þetta vildi Auðunn ekki. „Nú, vildirðu ekki saltfisk á fimmtudögum?“ spurði kokk- urinn. „Nei, ég vil borða það sama og hinir,“ sagði Auðunn. Annað hvort væri saltfiskur fyrir alla á fimmtudögum eða engan. Auðunn rak kokkinn, þegar komið var í land; Guðmundur var annar kokkur. Í Pentlinum voru við á lensi á Fylki, mældist 22 hnútar ferðin á honum, slík- ur er straumurinn. Þá var ég sendur upp í afturmastur til að skipta um ónýta peru. Þegar ég var að fara niður, fór ég að skjálfa, lofthræðslan, og skipið sveifl- aðist mikið. Hélt, ég ætlaði ekki að hafa það. Ég er hérna frammi á Fylki að bogra, taka spottana klára til að binda skipið. Fylkir var voða gott ferðaskip, en valtur á kvikunni, góður, þegar hann var kom- inn af stað í keyrslu. En þreytandi var að standa í aðgerð á honum í brælu. Ágúst, vélstjóri, hélt öllu gljáfægðu í vélarrúm- inu. Úti í Bretlandi þurftum við vakt- mann. Var bent á karl, sem vann á dekk- inu. Jú, hann samþykkti það. Og við gáfum honum auga. Karlinn opnaði hurðina að vélarrúminu, hann var bara í skítagallanum. Hann stakk ekki löppinni inn fyrir, því hann var búinn að sjá yfir allt gljáfægt. Sagði eitthvað við löndunar- formanninn brezka. Fór svo heim og í sparifötin, tók leigubíl til baka og um borð. Þetta var svo flott. Fylkir var seld- ur til Bretlands, hét þar Ian Fleming. Kom þá um borð í hann með Gústa. Vorum á Pétri Halldórssyni. Þetta hafði verið eins og í stássstofu hjá Gústa, en nú var allt í sóti og drullu. Þeir fóru að veiða í Norður-Íshafinu, sigldu til Noregs innan skerja og strönduðu honum 1975. Prince Charles hét systurskip hans. Það endaði á dufli og á hafsbotni líka. Styrkir brjósk og bein www.hafkalk.is Virðist draga úr liðverkjum vegna slitgigtar Jón Geirsson. Fórst með Júlí 1959.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.