Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 49
 Sjómannablaðið Víkingur – 49 Bernharð Haraldsson AF GÖMLUM BLÖÐUM Drukknuðu skammt frá landi „6. apríl [1876] varð skipskaði undir Jökli. Drukknuðu þar 5 menn úr Vestmannaeyjum, allir ungir og efnilegir, en for- manninum, Snæbirni Kristjánssyni frá Hergilsey, var bjargað af formanni frá Hrappsey, með því að dufli frá lóð var kastað til hans. Horfði múgur manns á, er skipi þessu hvolfdi fáa faðma frá malarkambinum og gat enga björg veitt. Veltist skipið í brimrótinu fulla tvo tíma áður en því kastaði upp að kambinum með formanninum á kili. Meðal þeirra sem fórust voru Pétur Pétursson frá Skáleyjum og Andrés Magnússon frá Flatey.[Sonarsonur Snæbjörns Kristjánssonar var Snæ- björn Jónasson, sem lengi var vegamálastjóri.]“ Sigldir niður „10. s. m. lá þilskipið Olga, um 20 tonn að stærð, eign 6 hinna efnuðustu bænda í Vestmannaeyjum, við hákarl fyrir akkeri nálægt 2 vikur sjávar í suðvestur af Ingólfshöfða, og hafði aflað um 30 tunnur lifrar. Veður var heiðskírt og tungl- skin, svo að sjá mátti víðsvegar. Stinningsvindur var norð- austan og sjór nokkuð úfinn. Undir miðnætti sáu þeir, er vörð héldu, skip koma siglandi af hafi. Hafði það vind á hlið, og er það nálgaðist, stefndi það beint á Olgu. Reyndu þá skipverjar á Olgu að kalla til aðkomuskipsins, en það bar eigi árangur og sigldi skipið á Olgu flata með fullri ferð. Öllum skipverjum á Olgu 7 að tölu, tókst að komast upp á aðkomuskipið um leið og áreksturinn varð. Höfðu sumir hlaupið upp úr rúmum sínum og voru á nærklæðum einum. Skip þetta var franskt fiskiskip, Virgin að nafni, frá Dun- kirque. Hvorki franska skipið né Olga höfðu ljós í reiða. Þótti þess eigi þörf, því að sjá mátti skip í hálfrar mílu fjar- lægð. Daginn eftir sigldi franska skipið, sem engan bát hafði, fast að Olgu, svo að skipverjar gátu stokkið yfir í skip sitt. Var þá kominn í það mikill sjór, stórt gat á því og reiðinn bilaður. Dvöldu þeir í skipinu aðeins fjórðung stundar og óx sjórinn í því 4-6 þumlunga á þeim tíma. Skipverjar sáu, að eigi var um annað að gera en yfirgefa skipið. Björguðu þeir sér allslausir á litlum og lekum skipsbát yfir í franska skipið. Þar dvöldu þeir til 17. s. m., en þá var bátur þeirra settur út um 1½ mílu austur af Vestmannaeyjum, í úfnum sjó og mót- vindi, og þeim skipað að fara í hann. Skipstjórinn á Olgu bað franska skipstjórann að sigla nær landi, en hann þver- neitaði. Urðu þeir þá að fara í bátinn og náðu landi með miklum lífsháska. Höfðu þeir orðið að standa í austri alla leið, því að báturinn var lekur og ofhlaðinn í úfnum sjó. Tvisvar hafði franski skipstjórinn viljað losna við skipbrots- mennina, á föstudaginn langa í austanstormi, dimmviðri og veltibrimi, fyrst hjá Hjörleifshöfða og síðan hjá Dyrhólaey. Hvarf hann þó frá því fyrir mótmæli Olgumanna og fortölur eins hinna frönsku sjómanna, með því að það var nálega hið sama og að fleygja þeim í sjóinn. Olgu-menn létu illa fyrir vistinni hjá Frökkum og sögðu, að aðeins einn eða tveir af skipverjum hefðu verið þeim góðir. Höfðu þeir illan aðbúnað, verra en ekkert legurúm og viðurværi miklu verra en Frakkar. Urðu þeir þó að vera á verði og undir færi til jafns við Frakka. Einungis skipstjór- inn af Olgu átti þar allgóða æfi. Til merkis um siðgæði skips- hafnarinnar var þess getið, að þeir hefðu sleppt ýmsum fisk- um lifandi, svo sem skötu, háfi og flestum lúðum, en alla þessa fiska höfðu þeir sært áður, blindað suma eða skorið í tálknið, höggvið halann af skötunum o. s. frv. Virtust þeir hafa hið mesta yndi af þessum þorparaskap.“ Síra Pjetur Guðmundsson frá Grímsey: Annáll nítjándu aldar, Akureyri, 1943-54, IV. b., bls. 251-253 Frönsk skúta á Eskifi rði. Ljósmynd: Frederick W.W. Howell/Cornell Univer- sity Library.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.