Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur komst skipið aldrei lengra en til Hjalt- landseyja, en þar strandaði það 10. marz 1884. Heimir G. Hansson sagnfræðingur skráði frásögn af hinni örlagaríku ferð Skarphéðins í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2002, 42. ár og er eftirfarandi frásögn byggð á ritgerð hans: Á sjóminjasafninu í Leirvík á Hjalt- landi er nú varðveitt það eina, sem enn er til af Skarphéðni, en það eru löskuð skilti, annað með áletruninni Skarphéð- inn, hitt Ísafirdi. Í fórum safnsins er einnig handskrifuð frásögn af örlögum Skarphéðins, tekin saman af Robert Henderson, sem bjó þar á eyjunum og fer hún hér á eftir í íslenzkri þýðingu: „Skonnortan Skarphéðinn frá Ísafirði, Íslandi, 27 tonn, strandaði við Dunross- nessvog 10. mars 1884 á leið sinni til Ís- lands með frakt. Þremur mönnum var bjargað, en tveir drukknuðu. Skarphéð- inn var ný skonnorta, smíðuð 1883 í Kaupmannahöfn fyrir íslenzka eigendur og átti skipstjórinn hálft skipið1. Hún var ætluð til hákarlaveiða við Ísland. Skip- stjórinn hafði farið til Kaupmannahafnar frá Íslandi með þrjá háseta með sér til að sækja nýja skipið og sigla því heim. Þar sem hann var ekki góður siglingafræð- ingur fékk hann danskan mann, Johann Custer, til að aðstoða við siglinguna til Íslands og var hann fyrsti stýrimaður.2 Skarphéðinn var hlaðinn allskyns varningi og lét í haf frá Kaupmannahöfn þann 6. mars. Þann 10. mars gerði suð- austanstorm með svartabyl og þungum sjó. Skarphéðinn stefndi á sundið milli Friðareyjar og Dynrastarhöfða undir þöndum seglum og gekk vel þrátt fyrir veðrið. Um klukkan tvö um nóttina sáu skipverjar að í gegnum kafaldið grillti í land þar skammt fyrir framan. Skipið reyndist vera við sunnanvert mynni Gruntessvogs. Því var umsvifalaust snúið frá landi og stefnt í norður en vegna stormsins var erfitt að eiga við seglin og þung aldan færði skipið stöðugt undan sér í átt að landi. Innan stundar sáu menn aftur land framundan, að þessu sinni reyndust það vera klettarnir við Troswick. Magnús skipstjóri áttaði sig á því að ekki yrði umflúið að skipið ræki á land og reyndi að stýra fram hjá klettum og lenda á þægilegri stað fremst í Dun- rossnessvoginum. En skyndilega reið mikil alda yfir skipið og hvolfdi því. Þarna var grunnt svo að möstrin rákust í botninn og brotnuðu. Skarphéðinn rétti sig að nokkru við aftur og var þá á hlið- inni og farmurinn hafði allur færst úr stað. Skipstjórinn lá klemmdur og illa særður við stýrishjólið, danski stýrimað- urinn og einn hásetanna lentu útbyrðis en náðu að krafla sig aftur um borð en hinir hásetarnir sáust aldrei framar. Skarphéðinn rak áfram á hliðinni og strandaði á grynningum við sunnan- verðan voginn. Þar lá skútan nánast á þurru en öðru hverju gengu yfir hana ógnarstórar öldur svo að hún hvarf í löðrið. Hópur manna safnaðist saman á ströndinni og fylgdist með því sem fram fór. Hásetinn sem hafði náð að komast upp í bátinn úr sælöðrinu sætti lagi og stökk frá borði niður á klettana. Þaðan hljóp hann svo upp í fjöru, í öruggt skjól áður en næsta alda reið yfir. Fjölmargir mannanna á ströndinni þutu á móti hon- um og hjálpuðu honum í land. Stýri- maðurinn reyndi að gera það sama en hafði aðeins komist stuttan spöl þegar hann féll á hálum klettunum. Mennirnir á ströndinni komu honum til bjargar. Magnús skipstjóri var enn um borð, enda særður og ófær um að hreyfa sig. Tveir þeirra manna sem stóðu í landi ræddu stöðuna sína á milli og voru sam- mála um að ef bjarga ætti skipstjóranum yrði að gera það strax, enda var stutt í flóð og þá yrði sjórinn enn illvígari og því ljóst að Skarphéðinn myndi brotna í spón áður en langt um liði. Annar þeirra mælti: „Ef þú reynir að komast um borð þá mun ég fylgja þér.” „Gott og vel.” svaraði hinn. Svo tók- ust þeir í hendur og innan skamms hafði þeim tekist að komast yfir klettinn og upp í skipið. Þeir lyftu Magnúsi upp á lunninguna og þegar gaf stukku þeir niður frá borði og lögðu af stað til lands með hann á milli sín. Þrír menn komu á móti þeim úr fjörunni og hjálpuðu við að bera skipstjórann. Skömmu síðar losnaði Skarphéðinn af strandstaðnum og örfáum mínútum síðar brotnaði hann í spón í klettunum. Ströndin varð fljótlega þakin braki og farmi úr Skarphéðni. Tollgæslan tók málið í sínar hendur og gerði út flokk manna til að bjarga farminum og koma honum í öruggt skjól. Brak og vörur var svo selt. Skipstjórinn var afar illa haldinn í marga daga á eftir, en um leið og hann hafði náð bata héldu hann og hinir sem komust af áleiðis til Leirvíkur. Lík ann- ars hásetans sem drukknaði rak á land og var jarðsett í kirkjugarðinum í Dun- rossness. Nokkru síðar afhentu dönsk yfirvöld fimm björgunarmönnum verðlaunapeninga úr silfri í viðurkenn- ingarskyni fyrir björgunina. Mennirnir hétu George Irvine, James Mainland, William Barinson, John Eitken og Robert Halcrow.“  Magnús Össurarson var fæddur í Súðavík árið 1845. Hann var bróðir Maríu, konu Torfa Halldórssonar á Flateyri, og hafði alizt þar upp og átt lengi heima, en flutt- ist síðar til Ísafjarðar. Magnús kvæntist 1871 Hólmfríði Vilhelmínu Ámunda- dóttur, smiðs Halldórssonar. Þau voru barnlaus. Móðir Hólmfríðar var Guðrún, systir Ásgeirs Ásgeirssonar, skipherra. Magnús var fljótur að ná sér af meiðslum sínum og fyrr en varði var hann kominn aftur til Danmerkur, til að taka þar við nýju skipi. Var Ásgeir G. Ásgeirsson einn skráður eigandi þess. 29. júlí 1884 tók Magnús við hinum nýja Skarphéðni, sem var 26,00 rúmlestir, eins og sá fyrri og hélt fljótlega af stað áleiðis til Íslands. Eftir heimkomuna hélt Magnús fljótlega til fiskveiða á Skarp- héðni. Hann reyndist enn sem fyrr sjó- maður góður og aflamaður í fremstu röð. Var hann sagður harður við háseta sína og ekki vorkunnlátur, en þeir umbáru slíkt vegna dugnaðar hans og aflasældar. Þetta er hið eina sem eftir er af Skarphéðni hinum fyrri, varðveitt á sjóminjasafninu í Leirvík á Hjaltlandi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.