Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15
Varð honum jafnan gott til manna og gat
valið sér hina hraustustu og duglegustu
menn. Skipshöfn hans því jafnan ein-
valalið.
Skarphéðinn var meðal fyrstu skipa,
sem sigldu út til hákarlaveiða vorið 1887
og aflaði vel að vanda. Magnús Össurar-
son fiskaði einatt fyrir suðurlandi framan
af vori og svo var einnig þetta vor. Þar
taldi hann ekki einasta von um betri afla,
en einnig gerði hann það, til að forðast
hafís, sem tíðum var til trafala á Vest-
fjarðamiðum á þessum árstíma. Afli
Skarphéðins þessa vertíð var 100 tunnur
af lifur, en næsta skip var með 60 tunnur
og önnur með minna.
Um sumarmálin 1887 varð einn mesti
slysa- og hrakfallatími, sem um getur hjá
þilskipum hér á landi. Þá fórust þrjú
vestfirzk hákarlaskip og með þeim 24
menn. Tvö þessara skipa voru frá Ísa-
firði, Skarphéðinn og María Margrét, sem
var eign Ásgeirsverzlunar. Þriðja skipið
var Jeanetta frá Flateyri, eign Torfa Hall-
dórssonar. Mörg önnur hákarlaskip urðu
fyrir áföllum og lentu í hrakningum í
þessu illviðri, eins og fram kemur í ævi-
sögu Sæmundar Sæmundssonar skip-
stjóra, Virkum dögum eftir Guðmund G.
Hagalín.
Skömmu eftir að Skarphéðinn lagði í
aðra veiðiför sína vorið 1887 fór veður
versnandi og rak hafís langt upp á Vest-
fjarðamið. Flest hákarlaskipin leituðu þá
hafnar og komust sum í krappan dans,
enda var brostið á hið mesta stórviðri
fyrr en varði. Skipverjar á kaupfarinu
Amphitrite frá Ísafirði, sem þá var
skráð eign Maríu S. Ásgeirsson, ekkju
Ásgeirs skipherra, og var að koma frá
Danmörku, mættu lítilli skonnortu út af
Látrabjargi. Lensaði hún suður fyrir
Látraröst og töldu skipverjar, að það hafi
verið Skarphéðinn, sem þar var á sigl-
ingu. Skipverjar á skútunni Fortunu frá
Dýrafirði töldu einnig, að þeir hafi orðið
varir við ferðir Skarphéðins, þar sem
skipið sigldi undir fullum seglum undan
veðrinu og stefndi suður fyrir Jökul. Var
það í síðasta skipti, sem til Skarphéðins
fréttist.
Lengi vel var haldið í vonina, að skip-
in myndu skila sér, a.m.k. eitthvert
þeirra. Ekki sízt var vonazt til að Skarp-
héðinn skilaði sér. Bæði var, að hann var
talinn traustasta skipið og Magnús Öss-
urarson vel lærður í siglingafræði og
talinn ágætur stjórnandi. Þær vonir urðu
fljótlega að engu. Seinna fóru að koma á
kreik sögur um afdrif Skarphéðins.
Flestir töldu þó fullvíst, að skipið hefði
farizt í óveðrinu með rá og reiða og skip-
verjar á Skarphéðni hafi gist hina votu
gröf í sumarmálagarðinum 1887. Aðrir
töldu ólíklegt, að jafnöruggum skipstjóra
og Magnúsi Össurarsyni hafi ekki tekizt
að stýra skipi sínu heilu til hafnar. Voru
þeir sannfærðir um, að Magnús myndi
hafa strokið með skipið af landi brott og
færðu fyrir því margvísleg rök, flest þó
næsta haldlítil og verða þau ekki tíund-
uð hér. Um það má lesa í Skútuöldinni
eftir Gils Guðmundsson. Hér hafði enn á
ný sannazt hið fornkveðna, að sjórinn
gefur og sjórinn tekur.
Heimildir:
Brennu-Njáls saga bls. 304-305, Reykjavík
MCMLIV.
Jón Þ. Þór: Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins
forna III. bindi 1867-1920.
Heimir G. Hansson: Ársrit Sögufélags Ísfirðinga
42. ár 2002: Óhappafleyið Skarphéðinn.
Eyjólfur Jónsson: Vestfirzkir slysadagar fyrra
bindi 1880-1909, Ísafirði 1996.
Gils Guðmundsson: Skútuöldin, síðara bindi, bls.
277-284, Reykjavík 1946.
1) Þetta er ekki alveg nákvæmt, sbr. það sem
fram kemur áður.
2) Þetta passar engan veginn við aðrar heimildir
um Magnús. Hann hafði tekið skipstjórapróf
í Danmörku og hafði vegna reynslu sinnar
nokkrum sinnum verið fenginn til að sækja
nýsmíðuð skip og sigla yfir hafið til Íslands.
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000
Átt þú rétt á styrk?
Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði
á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:
• starfstengt nám eða námskeið
• tómstundastyrkir
• meirapróf
• kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is