Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21 stjóri, var meðdómsmaður í þessum sjó- rétti og var mér betri en enginn. Einu spaugilegu atviki verð ég að segja frá, Fógeti spurði hvað þessi lúkarskappi væri, því það kom fram hjá Færeyingn- um, þegar hann datt í dekkið. Óli Björns, var ekki lengi að svara fógeta: „Það er nú ekki merkilegur hlutur, það er gatið, sem þessir ræflar skríða upp og niður um.“ Ég hélt því fram að hefði logað á framgarðinum, þá hefði þetta aldrei komið fyrir og þar að auki var blikkljós á endanum, auglýst innsiglingaljós í höfnina. Einnig sagði ég frá því að 4 dögum seinna, þegar ég kom með leigu- bát frá Reykjavík um miðja nótt, þá var slökkt á framgarðinum. Ég hringdi þá í hafnarstjóra, Ragnar Björnsson, og sagði honum að ef þetta kæmi fyrir einu sinni aftur, þá hringdi ég inn í Vita og Hafnar- mál, því höfnin í Keflavík var Landshöfn Keflavík Njarðvík og heyrði undir þá stofnun. Ekki rættist úr þessu fyrr en Kristinn Jónsson vigtarmaður mætti óumbeðinn í réttinn og sagði að hann hefði verið beð- inn að slökkva á framgarðinum, því að ljósin á honum blinduðu lóðsinn, þegar hann væri að taka skip upp að honum, en allir rofar fyrir bryggjurnar voru í vigtarskúrnum. Seinna sagði Óli Björns að ég hefði getað neitað að láta fógeta stjórna réttinum þar sem hann var líka formaður hafnarnefndar. Þetta fór vel að lokum og ég hélt mínum réttindum og engar eftirstöðvar. Engan aumingjadóm hér Báturinn skemmdist mjög mikið, það varð að skipta um stefni og 22 plankar voru ónýtir. Egill Þorfinnsson yfirsmiður sagði mér að það sem bjargaði bátnum frá því að eyðileggjast, var að það voru engin innri stefni í blöðrubátunum og klossningin fyrir innan stefnið var fúin, svo stefnið gekk bara inn í bátinn. Hann var tekinn í slipp hjá Dráttarbraut Kefla- víkur. Þarna var mikið af ungum strák- um að læra skipasmíði og oft sá maður þá vinna vel, en þarna held ég að þeir hafi slegið met. Þeir voru tæpan mánuð að klára verkið. Það var unnið til klukk- an tíu á hverju kvöldi. Ég brotnaði alveg niður, þegar ég kom heim til foreldra minna um kvöldið, því- líkt áfall að koma úr fyrsta róðri með endurnýjaðan bát. Sá ekkert nema svart framundan. Enn hann faðir minn, hann Óli Sól, var enginn venjulegur, þrátt fyrir heilsuleysi, en hann var berklaveikur og meira og minna á Vífilstöðum, en hugur- inn og dugnaðurinn ódrepandi. Hann sagði að það þýddi engan aumingjadóm, við yrðum bara að leita að leigubát strax og hægt væri. Og það varð úr að við fór- um strax og Sæborgin var komin í slipp að leita að bát og það endaði með því að við tókum MB Drífu 17 tonna bát úr Reykjavík á leigu, það var það eina, sem var í boði, bara á meðan okkar bátur væri í viðgerð. Ég man að fyrstu tvo róðrana rérum við á Hafnaleirinn og fengum góðann afla en brælu seinni róðurinn. Þá fann maður muninn á stærð bátana. Við urð- um að landa öllu með styngjum, fyrst upp á dekk úr lestinni, svo upp á bryggju og síðan upp á bílpallinn, því það var ekkert dekkspil, eða bóma til að hífa upp mál. Þegar lönduninni lauk komu strák- arnir til mín og sögðu að þeim fyndist þetta allt of lítill bátur til að róa á út fyr- ir Skaga. Jafnframt sögðust þeir ekki vera að stræka en stungu upp á því að róa á ýsu inn í flóann. Og það varð úr að við fengum okkur grennri línu og fórum að róa á ýsuna. Nú það bjargaði tímabilinu, því að við fiskuðum mjög vel, gátum stundum tvíróið og fengum upp í tíu tonn suma dagana. En það voru miklar vökur, bæði hjá okkur og þeim sem beittu í landi. Það var ekki verra að vera með góðan landformann, en hjá okkur var Guðlaugur Þórðarson einn sá vand- aðasti maður, sem ég hef kynnst. Hann var með mér í 14 ár, landformaður á lín- unni og háseti á síldinni og þorska- netunum seinna. Á síld fyrir norðan Það var ekki alveg nóg fyrir Sæborgina að lenda í þessu, einn daginn, sem ég var í landi, hringdi Jóhann Guðjónsson, eða Jói Blakk, eins og hann var kallaður í mig, en hann bjó rétt hjá slippnum og sagði að það væru eldglæringar, bæði í möstrunum og loftnetunum á Sæborg- inni. Ég átti heima stutt frá og þaut á hjólinu vestur eftir. Sem betur fer var þetta í hádeginu og enginn maður að vinna í bátnum. Það hafði slegið niður eldingu í loftnetin og frammastrið, einn- ig í allar rafleiðslur og verkfæri, sem voru um borð frá slippnum, þau voru öll ónýt. Talstöðin og viðtækið voru Málverkið af Svan KE 6 er bjargaðist þegar báturinn strandaði og fórst rétt innan við Garðskaga á vetrar- vertíðinni 1953. Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.