Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
um 100 metrum fyrir ofan sjávarmál.
Það voru ekki margir staðir á þessum
árum þar sem boðið var upp á aðgengi
að manngerðum turni sem bauð upp á
annað eins útsýni.
Um endalok þessarar byggingar eru
nokkrar sagnir. Ein er á þá leið að þeim
kvitti hafi verið komið í loftið að í
grunni hennar væri mjög verðmætur
sjóður falinn sem varð til þess að útrás-
arvíkingar þess tíma reyndu að rústa
byggingunni til þess að fanga sjóðinn
sem virðist ekki hafa tekist hjá þeim. Það
var með útrásarvíkinga þessa tíma líkt
og okkar tíma að ferðir þeirra voru ekki
allar til fjár.
Líklegast er og næsta víst að jarð-
skjálftar sem herjuðu á þennan lands-
hluta hafi komið vitanum fyrir kattarnef.
Samkvæmt egypskum heimildum er talið
að byggingin hafi endanlega hrunið á
árinu 1375 og hefur því staðið í rúm
1500 ár sem verður að teljast nokkuð
gott. Allt fram til ársins 1480 var eitt-
hvað af grjótinu úr vitanum notað í
hernaðarvarnarbyrgi á eyjunni sem mörg
hver standa enn.
Fornleifafræðingar
fara á stúfana
Það mun hafa verið haustið 1994 sem
hópur fornleifafræðinga tók sig saman og
kafaði í höfnina í Alexandríu til þess að
kortleggja leifar vitans. Stærstu stein-
blokkirnar, einstaka steinar ásamt skúlp-
túrum voru tengdir við baujur á yfir-
borði hafnarinnar. Við baujurnar voru
fest rafræn tæki sem sendu merki til
gervitungla þannig fékkst nákvæm stað-
setning þessara leifa vitans sem m.a.
gerði köfurum kleift að ganga beint að
þessum merkilegu leifum þessa fræga og
stórkostlega mannvirkis. Það er ef til
vill pínulítil kaldhæðni að vísindamenn
tuttugustu aldarinnar þurftu á allri sinni
flóknu tækni að halda til þess að átta sig
á þessari byggingu sem byggð var 290-
270 árum fyrir Kristsburð.
Eins og komið hefur fram er svæðið,
þar sem vitinn stóð, nú neðansjávar en
innan hafnar Alexandríu. Þar hafa kaf-
arar fundið mikið af tilhöggnu grjóti og
líkneskjum sem talið er að hafi áður til-
heyrt vitanum. Enn er skeggrætt um
hvort hér sé um að ræða minjar frá
þessu sögufræga húsi þar sem sumt af
grjótinu virðist hafa verið tilhöggvið og
notað í aðra byggingu fyrir daga vitans.
Svar fræðimanna við þessum bollalegg-
ingum er á þá leið að sennilega sé um að
ræða grjót sem hafi verið notað í aðra
byggingu áður en vitinn var byggður.
Ferðamenn sem kunna að kafa og
ráða yfir slíkum búnaði geta kafað í
höfninni og virt fyrir sér minjar þessarar
frægu byggingar sem hefur verið flokkuð
sem ein af sjö undrum veraldar.
Upphafið
Saga þessa fræga mannvirkis á eyjunni
Pharos hefst með stofnun hafnarborg-
arinnar Alexandríu í Egyptalandi en fyrir
því verki stóð Alexander mikli. Talið er
Alexander hafi látið reisa a.m.k. 17 borg-
ir sem hann nefndi eftir sér. Fæstar þess-
ara borga þrifust að frátalinni áður
nefndri Alexandríu í Egyptalandi sem
stendur enn og dafnar.
Alexander – eða ráðgjafar hans – valdi
borginni stað af mikilli kostgæfni. Það
var að vel ígrunduðu máli að hún var
ekki byggð við ósa Nílar heldur um 20
sjómílum vestar til þess að koma í veg
fyrir að framburður árinnar fyllti höfnina
og eyðilegði hana sem hafnarborg.
Nokkru sunnan við borgina í mýrlendi
var vatnið Mareotis. Alexander lét búa til
skipgengan skurð á milli Nílar og vatns-
ins Mareotis. Með tengslunum á milli
Mareotis og Nílar þjónaði Alexandria
bæði skipum sem áttu leið um Níl og
eining þeim sem fóru um Miðjarðarhafið.
Báðar hafnirnar héldust hreinar og
sköpuðu Alexandríu mikil viðskipti og
velferð.
Örlítið um Alexander mikla
Alexander mikli fæddist 20. eða 26. júlí
árið 356 f. Kr. og dó 323 f. Kr. aðeins
um 33 ára gamall. Hann var sonur
Filippusar annars Makedóníukonungs og
Ólympíasar sem var frá eyjunni Samó-
þrake. Snemma í æsku mátti sjá að Alex-
ander átti eftir að verða mikill maður og
sigursæll kóngur. Eftirfarandi frásögn af
hugrekki og hreysti Alexanders gefur þar
tóninn.
Vinur Filippusar gaf honum hrein-
ræktaðan svartan graðfola er engum
hafði tekist að róa og lét hann öllum
illum látum. Að lokum fyrirskipaði
Filippus að taka hestinn í burtu en þá
kom Alexander og sagði: „Þvílíkur hest-
ur fer hér forgörðum vegna þess eins að
þeir vita ekki hvernig á að fara með
hann eða vilja það ekki.“ „Þykist þú ráða
betur við hesta en þeir?“ spurði faðir
hans „Ég ræð örugglega betur við þenn-
an en þeir gera,“ svaraði Alexander.
„Hvað heldurðu að ósvífni þín hafi í för
með sér, ef þú ræður ekki við hann?“
hreytti Filippus út úr sér. „Þá skal ég
borga hestinn,“ svaraði Alexander, öllum
viðstöddum til mikillar skemmtunar. Tók
þá Alexander í beislistaumana og sneri
hestinum á móti sólu en hafði hann tek-
ið eftir því að hrossið hræddist sinn
eigin skugga. Stökk hann svo á bak
hestinum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Þá grét Filippus af gleði og stolti og
mælti þau fleygu orð „Sonur minn, þú
verður að finna þér konungsríki sem
hæfir metnaði þínum, Makedónía er of
lítil fyrir þig.“ Alexander fékk svo að
eiga hestinn og nefndi hann Búkífalos
og hafði hann með sér í öllum þeim
orrustum og bardögum sem hann leiddi
þegar hann hóf að sigra heiminn.1
1 Rétt er að nefna not mín af bókinni Seven
Wonders of the Ancient World við samningu
þessarar greinar.