Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35
Við upphaf miðalda varð Portúgal
fyrsta raunverulega evrópska
heimsveldið, með nýlendur í mörgum
álfum. Landvinningar Portúgala utan
Evrópu hófust árið 1415, þegar þeir
unnu af Márum Ceuta, borgríki á tæpra
20 ferkílómetra skaga vestast á norður-
strönd Marokkós, sem afmarkar
Gíbraltarsund að sunnanverðu.
Þegar portúgalska heimsveldið var
víðlendast náði það til Afríku, Asíu, Eyja-
álfu og Suður-Ameríku, en heimamenn
voru of fámennir og valdalitlir til að
halda utan um allt þetta ríki til lengdar.
Mest var niðurlægingin þegar Portúgal
varð hluti spænska konungsríkisins
1580. Um 60 árum síðar höfðu Portúga-
lar að fullu endurheimt sjálfstæði sitt,
nema Spánverjar héldu Ceuta. Og þegar
Spánverjar veittu árið 1956 Marokkó
sjálfstæði, héldu þeir Ceuta líka eftir,
enda er svæðið mikilvægt í sjóhernaði,
rétt eins og Gíbraltar Evrópumegin.
Jafnframt því sem Portúgal varð fyrsta
evrópska nýlenduveldið entist það þeirra
lengst, eða allt þar til Portúgalir létu
Kínverjum eftir Maká árið 1999.
Helsta skýring á uppgangi Portúgala í
landvinningum var kunnátta þeirra og
tækni á sviði siglinga og skipasmíða. Þar
kemur mjög við sögu sá sem hér verður
greint frá, Hinrik sæfari.
Hinrik sæfari (Henrique o Navegator,
1394-1460) var þriðji sonur Jóhanns
(João) fyrsta, Portúgalskonungs (1358-
1433; krýndur konungur 1385).
Drottningin, Philippa af Lancaster,
var systir Hinriks fjórða Englands-
konungs. Þau hjónin eignuðust allmörg
börn (og konungur auk þess tvö utan
hjónabands), en aðeins þrír elstu syn-
irnir koma hér við sögu: Elstur var Ját- varður (Duarte1, sem erfði konungsríkið
af föður sínum. Hann varð skammlífur,
og næsti bróðirinn, Pétur (Pedro), stýrði
ríkinu þar til krónprinsinn, sonur Ját-
varðs, varð myndugur. Nokkur styr stóð
um þann gerning, því höfðingjar ann-
arra ætta gerðu tilkall til krúnunnar, en
Hinrik studdi bróður sinn og bróðurson
og tryggði með því völd ættarinnar.
Jóhann konungur stýrði landi sínu
með friði, nema þegar hann, árið 1415,
fór ásamt sonum sínum þremur fyrir her
inn á Ceutaskaga, innlimaði skagann í
ríki sitt, en þar var áður alræmt hreiður
múslímskra sjóræningja, enda vel í sveit
sett til þess. Eftir þetta bar hann titilinn
„konungur Portúgals og Algarve, lávarð-
ur af Ceuta“. Eftirmenn Jóhanns fyrsta á
konungsstóli misstu sem fyrr segir fljót-
lega þann lávarðartitil til Spánarkon-
unga.
Allir voru þeir frændur vel menntaðir
hæfileikamenn og virðast hafa notið hylli
landa sinna, sem nefndu ættföðurinn,
Jóhann fyrsta, til dæmis oft „hinn góða“
eða „hinn vísa“. Elstur bræðranna
þriggja, Játvarður, krónprins og síðar
konungur, var skáld og rithöfundur;
Pétur, sem um skeið stýrði ríkinu fyrir
barnungan ríkisarfa, var sagður „með
lærðustu prinsum þessa tíma“; og Hinrik
dró saman mikla þekkingu, sem vel
nýttist sjómönnum og landkönnuðum.
Elsta siglingaakademía
sögunnar?
Þar sem lítill frami beið Hinriks við hirð-
ina í Lissabon fluttist hann ungur til Al-
Örnólfur Thorlacius
Hinrik sæfari
Hinrik sæfari.
Minnismerki um portúgalska landkönnuði á höfninni í Lissabon. Hinrik sæfari stendur í fylkingarbrjósti og
heldur á líkani af korvettu.